Vatnalög

Miðvikudaginn 15. mars 2006, kl. 20:59:17 (6227)


132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[20:59]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var svo sem eins og ég hélt um þetta. En ég verð að segja að það er sama hvað hv. stjórnarþingmenn hafa reynt, þeir hafa ekki náð að sannfæra mig um að nú sé uppi einhver sú staða að við þurfum með einhverjum hætti að fullkomna eignarréttinn, þ.e. að gera hann tæmandi. Ég skil þess vegna ekki hvers vegna lögð er slík ofuráhersla á að fara út í þessa neikvæðu skilgreiningu vegna þess að varað hefur verið við því, bæði í umsögnum um þetta frumvarp frá þeim sem starfa á sviði náttúruverndar og umhverfisréttar og einnig á forsendum almannaréttar, að þessi leið sé hættuleg til framtíðar litið og að ekki sé rétt að fara þessa leið.

Ég vil spyrja hv. þingmann (Forseti hringir.) hvort hún telji ekki að þetta geti orðið íþyngjandi til framtíðar litið að nota þessa neikvæðu skilgreiningu.