Fæðingarorlofssjóður

Miðvikudaginn 22. mars 2006, kl. 12:18:09 (6524)


132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Fæðingarorlofssjóður.

424. mál
[12:18]
Hlusta

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hér hafa talað. Mér finnst reyndar fyrirspurnin svolítið neikvæð, bæði liður 2 og liður 1. Kannski er þetta bara varnarárátta okkar landsbyggðarþingmanna að okkur finnst svolítið margt verða til í borginni og oft verða að stórum kolkröbbum. En eins og hér hefur komið fram ber að þakka þessa viðleitni ríkisstjórnarinnar og ég tel að Húnvetningar séu fullfærir um að sinna þessari þjónustu úr Húnavatnssýslum og séu mjög vel að þeim störfum komnir sem þangað eiga að færast, og að á landsbyggðinni sé að finna stabílt vinnuafl.