Frumvarp um Byggðastofnun

Mánudaginn 03. apríl 2006, kl. 15:22:21 (7015)


132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

3. fsp.

[15:22]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég tel ekki að það sem hv. þingmaður nefnir hér sé stórkostlegt vandamál. Það er rétt að orðið Byggðastofnun kemur fyrir í byggðaáætlun, eins og eðlilegt er. Þá verður bara að taka á því og breyta því orðalagi í samræmi við önnur lög sem vonandi verða sett á vordögum.

Ég sakna þess svolítið, af því að hv. þingmaður tekur málið upp, að heyra hvort hann er búinn að mynda sér skoðun á málinu. Ég reikna með því að fá víðtækan stuðning við málið. Þetta snýst um nýsköpun, stuðning við hátæknigreinar og þekkingarsetur um allt land. Ég vona bara að hv. þingmaður styðji þetta mikilvæga mál og hef þegar boðið upp á kynningu í þingflokkum stjórnarandstöðuflokkanna á málinu til að þingmenn geti kynnt sér það vel áður en það kemur til 1. umr.