Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda

Mánudaginn 10. apríl 2006, kl. 22:19:19 (7463)


132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[22:19]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að nægur tími sé til stefnu. Frumvarpið sem hér er til umræðu er einungis, það er hárréttur skilningur hjá hv. þingmanni, fyrsta skrefið. Ég taldi nauðsynlegt að það kæmi fram á þessu þingi.

Nefndin var skipuð fyrir um það bil ári svo að ég vildi ekki bíða með að hún lyki störfum. Þess vegna er þetta gert með þessum hætti, að frumvarpið kemur fram núna. Ég hef ekki sett nefndinni tímamörk en það er hins vegar ljóst að það á ekki að þurfa að taka langan tíma að skoða framhaldið.

Það er hárrétt að við stefnum að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum að vinna að því verki í samvinnu við aðrar þjóðir. Sameiginlegt markmið okkar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum öllum.