Náttúruminjasafn Íslands

Þriðjudaginn 11. apríl 2006, kl. 20:25:23 (7650)


132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Náttúruminjasafn Íslands.

688. mál
[20:25]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það fer um mig við þetta hrós frá menntamálaráðherra og mig grunar að hér búi einhver fiskur undir steini, það getur ekki annað verið. En um málið sjálft skulum við hafa góða samvinnu og ég heiti því af minni hálfu og okkar samfylkingarmanna a.m.k. og stjórnarandstæðinga væntanlega allra, að við leggjumst yfir málið og skoðum sérstaklega þetta sem mér finnst standa út af í frumvarpinu að ekki er gerð skýr grein fyrir því hvernig þessi tengsl eiga að vera fyrir utan að menn óska sér þess að þau séu sem best.

Síðan vil ég ítreka það að gjarnan hefði ég viljað eiga betri samvinnu við menntamálaráðherra en raun ber vitni í miklu fleiri málum en þeim sem við ræðum hér en þess hefur ekki orðið kostur af ýmsum ástæðum, m.a. ýmsum ástæðum sem hæstv. menntamálaráðherra kannski getur sjálfur gert sér grein fyrir og veit um betur en ég.