Sinfóníuhljómsveit Íslands

Mánudaginn 24. apríl 2006, kl. 17:04:59 (7871)


132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

402. mál
[17:04]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég ætlaði ekki að fara að þvarga við þingmanninn um þetta. Enda gefst okkur sem betur fer kostur á því á nefndarfundi strax á morgun og síðan næstu daga, að ganga úr skugga um þetta, hvernig þessi deila stendur og hver séu heppilegustu afskipti Alþingis af þessari deilu.

Svo ég láti mínar skoðanir í ljós eins og hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson lít ég svo á að Ríkisútvarpið eigi þessa fiðlu. Þess vegna tel ég það vera skyldu ríkissjóðs að kaupa fiðluna af Ríkisútvarpinu og færa Sinfóníuhljómsveitinni fiðluna að gjöf við þau tímamót sem nú verða í starfi hennar. Þetta getum við athugað betur í nefndarstarfinu því að þetta er eitt af sameiginlegum efnum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar.