Ritun sögu þingræðis á Íslandi

Fimmtudaginn 20. október 2005, kl. 13:50:31 (824)


132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Ritun sögu þingræðis á Íslandi.

[13:50]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti leggur á það áherslu að sú ákvörðun að láta rita sögu þingræðis fól ekki í sér að ætlunin væri að láta rita stjórnmálasögu Íslands síðustu 100 ár. Ritinu er fyrst og fremst ætlað að fjalla um sögu þingræðis, þ.e. um þingræðisregluna, um efni hennar og uppruna, stöðu hennar í stjórnskipuninni og framkvæmd hér á landi frá árinu 1904. Það er mikilvægt að öllum hv. þingmönnum sé þetta ljóst.