Vöktun vegna teknesíum-99 í hafinu

Miðvikudaginn 09. nóvember 2005, kl. 15:56:24 (1286)


132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Vöktun vegna teknesíum-99 í hafinu.

175. mál
[15:56]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég kem einfaldlega upp til að hvetja íslensk stjórnvöld til að halda vöku sinni í þessum efnum. Ef ég man rétt er teknesíum-99 geislavirkt efni sem finnst í raun ekki í náttúrunni, eins og til að mynda þungmálmurinn kadmín. Teknesíum-99 er því mjög góður mælikvarði á hve mikil mengun berst frá kjarnorkuendurvinnslustöðvum á Bretlandseyjum. Þetta er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir allar þjóðir sem búa við norðanvert Atlantshaf. Norðmenn hafa lengi haft áhyggjur af þessu og fylgst vel með.

Það er náttúrlega mikilvægt fyrir okkur að við getum sýnt fram á með vottorðum að t.d. sjávarafurðir okkar séu hreinar af þessum efnum þannig að enginn vafi leiki þar á.

En það kallar á að við vinnum okkar heimavinnu, að við sinnum rannsóknum á þessum hlutum og þá gildir einu hvort um er að ræða teknesíum-99 eða kadmín.