Vatnalög

Mánudaginn 14. nóvember 2005, kl. 19:56:28 (1514)


132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[19:56]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég segi, ef hv. þingmaður býr yfir vitneskju um aðra leið sem er áhugaverðari og betri en sú sem lögð er til í frumvarpstextanum er full ástæða til að fara yfir það. Þess vegna eru mál til umfjöllunar í nefndum að verið er að reyna að gera það besta úr hlutunum og að sjálfsögðu skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Ef önnur útfærsla lítur út fyrir að vera skýrari tel ég að það sé allt til skoðunar í hv. nefnd.