Vatnalög

Mánudaginn 14. nóvember 2005, kl. 20:15:48 (1522)


132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[20:15]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt að það er úr vöndu að ráða fyrir hæstv. forseta þegar svona nokkuð gerist en ég vil taka undir með hv. þm. Merði Árnasyni að mér hefði fundist eðlilegra að hæstv. ráðherra hefði flutt lokaræðu og svarað þeim ábendingum og fyrirspurnum og rökstuðningi sem fram hefur komið við umræðuna í stað þess að fara í andsvar við síðustu ræðumenn og koma sér þannig hjá því að svara hugsanlegum andsvörum frá hendi þingmanna.