Starfsmannaleigur

Föstudaginn 09. desember 2005, kl. 12:00:28 (3004)


132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[12:00]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil undirstrika að mér er að sjálfsögðu fyllsta alvara með að leggja fram þetta frumvarp hér á Alþingi. Komi í ljós að vegna fjárskorts megi halda því fram að Vinnumálastofnun geti ekki rækt það hlutverk sem henni er ætlað samkvæmt lögum mun ég beita mér fyrir því af fyllsta afli að við því verði brugðist.

Ég mun einnig verða við áeggjan hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um að koma á framfæri þeim athugasemdum sem hún hefur hér rakið, bæði hvað varðar fjármálaráðherra og mitt ráðuneyti og þær ábendingar sem forstjóri Vinnueftirlitsins hefur sett fram.