Starfsmannaleigur

Föstudaginn 09. desember 2005, kl. 12:59:28 (3024)


132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[12:59]
Hlusta

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst aðeins út af orðaskiptum hv. þm. Ögmundar Jónassonar og hv. þm. Péturs H. Blöndals. Ég veit ekki betur en hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi verið að spyrja hvort hér væri ekki um óeðlilegt inngrip að ræða. Hann vísaði í annað starf hv. þingmanns þegar hann kemur með breytingartillögu um samkomulag sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins gera og fara fram á og leggja mikla áherslu á að fari óbreytt í gegn. Það er spurningin og henni hefur ekki verið svarað.

Varðandi sveigjanleikann skal því til haga haldið að það er ólöglegt, eins og menn þekkja og hv. þm. Ögmundur Jónasson þekkir mjög vel, að greiða undir lögbundnum kjarasamningum. Ég fór yfir það í ræðu minni og ef hv. þm. Ögmundur Jónasson hefði hlustað hefði hann heyrt hverja ég teldi bestu leiðina til að koma í veg fyrir það. Ég tel að hægt væri að gera það með einfaldari hætti en við ætlum að gera núna. Ég vík ekki frá þeirri skoðun minni að ég ætla ekki að veita neinn afslátt ef ég hef einhver tök á þessum sveigjanleika. Ég ætla ekki að fara leið ESB og búa til atvinnuleysi á Íslandi. Ég ætla ekki að gera það.