Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 88  —  88. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um endurgreiðslu á tannlæknakostnaði barna og unglinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu há var endurgreiðsla vegna tannlæknakostnaðar barna og unglinga á árunum 2003 og 2004, sundurliðað eftir þessum aldurshópum:
                  a.      að 6 ára aldri,
                  b.      7–12 ára,
                  c.      13–17 ára?
     2.      Hver hefði endurgreiðslan orðið ef kostnaðurinn hefði verið að fullu endurgreiddur, sundurliðað á sama hátt?
     3.      Hversu mörg börn fengu endurgreiðslu á árunum 2003 og 2004 í hverjum aldurshópi og hvað er það hátt hlutfall barna í þessum aldurshópum?
     4.      Liggur fyrir rannsókn á tannheilsu barna og unglinga sem ráðherra boðaði að hrundið yrði af stað árið 2004?
     5.      Eru uppi áform hjá ráðherra um frekari endurgreiðslur á tannlæknakostnaði barna?


Skriflegt svar óskast.