Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 120. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 120  —  120. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um stöðu framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun.

Frá Hlyni Hallssyni.



     1.      Hversu mikið hefur einstökum framkvæmdaþáttum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar seinkað nú þegar?
     2.      Hefur áhættan sem fylgir fyllingu Hálslóns og rekstri virkjunarinnar verið metin upp á nýtt í ljósi þess að mun meiri sprungur og misgengi hafa komið í ljós í stíflustæðinu og í jarðgöngum en ráð var fyrir gert?
     3.      Hver er umframkostnaður Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun nú þegar orðinn og hvaða áhrif mun hann hafa á fjárhag Landsvirkjunar og raforkuverð í landinu?