Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 179. máls.

Þskj. 179  —  179. mál.



Frumvarp til laga

um breyting á lögum um úrvinnslugjald,
nr. 162/2002, með síðari breytingum .

(Lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006.)




1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. a laganna:
     a.      Í stað 2.–4. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem hljóða svo: Ef staðfestar upplýsingar um þyngd umbúða vöru fást ekki er gjaldskyldum aðila heimilt að greiða úrvinnslugjald í samræmi við reiknireglur sem ráðherra setur í reglugerð að fengnum tillögum frá Úrvinnslusjóði. Reiknireglurnar skulu byggjast á mati á hlutfalli nettóþyngdar pappa-, pappírs- og plastumbúða utan um vöru og fylgja tollskrárnúmerum.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Pappa-, pappírs- og plastumbúðir í eftirtöldum tollskrárnúmerum eru undanþegnar úrvinnslugjaldi að því skilyrði uppfylltu að viðkomandi vara verði sannanlega flutt úr landi og komi ekki til úrvinnslu hér á landi:
3923.1001 3923.3000 4819.1001 4819.3001 4819.5009
3923.1009 3923.4000 4819.1009 4819.3009 4819.6000
3923.2101 3923.5000 4819.2011 4819.4001 4822.1000
3923.2109 3923.9001 4819.2019 4819.4009 4822.9000
3923.2901 3923.9002 4819.2091 4819.5001 4823.9004
3923.2909 3923.9009 4819.2099 4819.5002 4823.9006
                 Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd niðurfellingar úrvinnslugjalds.

2. gr.

    Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Endurgreiðsla úrvinnslugjalds vegna útflutnings.


    Sé gjaldskyld vara sannanlega flutt úr landi og komi ekki til úrvinnslu hér á landi skal endurgreiða gjaldskyldum aðila, eða þeim sem keypt hefur vöruna af gjaldskyldum aðila, úrvinnslugjald sem greitt hefur verið af viðkomandi vöru. Aðili sem óskar endurgreiðslu skv. 1. málsl. skal tilgreina í sérstakri skýrslu til skattstjóra um magn vöru og fjárhæð þess úrvinnslugjalds sem sannanlega hefur verið greitt af viðkomandi vöru. Skýrslu skal skilað eigi síðar en 15 dögum fyrir gjalddaga úrvinnslugjalds. Endurgreiðsla skal fara fram á gjalddaga, enda hafi úrvinnslugjald vegna viðkomandi tímabils verið greitt. Fjárhæð sem sótt er um endurgreiðslu á hverju sinni skal vera að lágmarki 10.000 kr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu.

3. gr.

    1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    Viðauki XVI við lögin orðast svo:

Hjólbarðar.

    Á hjólbarða sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
    Úr 40., 84. og 87. kafla tollskrárinnar:
4011          Nýir lofthjólbarðar, úr gúmmíi:
    4011.1000     –    Fyrir bifreiðar (þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar)     20,00 kr./kg
    4011.2000     –    Fyrir almenningsvagna og vörubifreiðar     20,00 kr./kg
    4011.3000     –    Fyrir flugvélar     20,00 kr./kg
    4011.4000     –    Fyrir bifhjól     20,00 kr./kg
    4011.5000     –    Fyrir reiðhjól     20,00 kr./kg
         –    Aðrir, beinteinóttir eða með áþekku mynstri:
    4011.6100     –    –    Fyrir ökutæki og vélbúnað til landbúnaðar- eða skógræktarnota     20,00 kr./kg
    4011.6200     –    –    Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar- eða iðnaðarnota, með felgustærð ekki meira en 61 cm     20,00 kr./kg
    4011.6300     –    –    Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar- eða iðnaðarnota, með felgustærð meira en 61 cm     20,00 kr./kg
    4011.6900     –    –    Annars     20,00 kr./kg
         –    Aðrir:
    4011.9200     –    –    Fyrir ökutæki og vélbúnað til landbúnaðar- eða skógræktarnota     20,00 kr./kg
    4011.9300     –    –    Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar- eða iðnaðarnota, með felgustærð ekki meira en 61 cm     20,00 kr./kg
    4011.9400     –    –    Fyrir ökutæki og vélbúnað til byggingar- eða iðnaðarnota, með felgustærð meira en 61 cm     20,00 kr./kg
    4011.9900     –    –    Annars     20,00 kr./kg
4012          Sólaðir eða notaðir lofthjólbarðar úr gúmmíi; gegnheilir eða púðurhjólbarðar, hjólbarðaslitfletir og felgubönd úr gúmmíi:
         –    Sólaðir hjólbarðar:
    4012.1100     –    –    Fyrir bifreiðar (þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar)     20,00 kr./kg
    4012.1200     –    –    Fyrir almenningsvagna eða vörubifreiðar     20,00 kr./kg
    4012.1300     –    –    Fyrir flugvélar     20,00 kr./kg
    4012.1900     –    –    Aðrir     20,00 kr./kg
    4012.2000     –    Notaðir lofthjólbarðar     20,00 kr./kg
    4012.9000     –    Annað          20,00 kr./kg
8427          Gaffallyftarar; aðrir vinnuvagnar með búnaði til lyftingar eða meðhöndlunar:
    8427.1000     –    Sjálfknúnir vagnar knúnir rafhreyfli     2.000 kr./stk.
    8427.2000     –    Aðrir sjálfknúnir vagnar     2.800 kr./stk.
         –    Aðrir vagnar:
    8427.9001     –    –    Á hjólbörðum úr gúmmíi     2.800 kr./stk.
Úr 8429          Jarðýtur, vegheflar, jöfnunarvélar, skafarar, vélskóflur, gröfur, ámokstursvélar, vélþjöppur og valtarar, sjálfknúið:
         –    Vegheflar og jöfnunarvélar:
    8429.2001     –    –    Vegheflar     16.000 kr./stk.
         –    Vélskóflur, gröfur og ámokstursvélar:
    8429.5100     –    –    Framenda ámokstursvélar     12.000 kr./stk.
    8429.5200     –    –    Vélbúnaður með yfirbyggingu sem snúist getur 360°     12.000 kr./stk.
    8429.5901     –    –    Vélbúnaður og smávinnuvélar undir 1 tonni að heildarþyngd     500 kr./stk.
    8429.5909     –    –    Aðrar     16.000 kr./stk.
Úr 8701          Dráttarvélar (þó ekki dráttarvélar í nr. 8709):
         –    Dráttarbifreiðar fyrir festivagna:
         –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
    8701.2011     –    –    –    Nýjar     9.000 kr./stk.
    8701.2019     –    –    –    Notaðar     9.000 kr./stk.
         –    Aðrar:
    8701.9010     –    –    Dráttarbifreiðar aðallega gerðar til að draga annað ökutæki, yfir 5 tonn að heildarþyngd     9.000 kr./stk.
    8701.9020     –    –    Dráttarbifreiðar aðallega gerðar til að draga annað ökutæki, að heildarþyngd 5 tonn eða minna     9.000 kr./stk.
         –    –    Annars:
    8701.9091     –    –    –    Nýtt          4.000 kr./stk.
    8701.9099     –    –    –    Notað     4.000 kr./stk.
8702          Vélknúin ökutæki til flutnings á tíu manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni:
         –    Með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil):
         –    –    Fyrir 10–17 manns, að meðtöldum ökumanni:
    8702.1011     –    –    –    Ný         4.600 kr./stk.
    8702.1019     –    –    –    Notuð     4.600 kr./stk.
         –    –    Önnur:
    8702.1021     –    –    –    Ný         10.500 kr./stk.
    8702.1029     –    –    –    Notuð     10.500 kr./stk.
         –    Önnur:
    8702.9010     –    –    Rafknúin     10.500 kr./stk.
         –    –    Fyrir 10–17 manns, að meðtöldum ökumanni:
    8702.9021     –    –    –    Ný         4.600 kr./stk.
    8702.9029     –    –    –    Notuð     4.600 kr./stk.
         –    –    Önnur:
    8702.9091     –    –    –    Ný         10.500 kr./stk.
    8702.9099     –    –    –    Notuð     10.500 kr./stk.
Úr 8703          Bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki aðallega gerð til mannflutninga (þó ekki ökutæki í nr. 8702), þar með taldir skutbílar og kappakstursbílar:
         –    Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
         –    –    Með 1000 cm³ sprengirými eða minna:
    8703.2110     –    –    –    Fjórhjól     500 kr./stk.
         –    –    –    Önnur:
    8703.2121     –    –    –    –    Ný     700 kr./stk.
    8703.2129     –    –    –    –    Notuð     700 kr./stk.
         –    –    Með meira en 1000 cm³ til og með 1500 cm³ sprengirými:
    8703.2210     –    –    –    Fjórhjól     500 kr./stk.
         –    –    –    Önnur:
    8703.2221     –    –    –    –    Ný     900 kr./stk.
    8703.2229     –    –    –    –    Notuð     900 kr./stk.
         –    –    Með meira en 1500 cm³ til og með 3000 cm³ sprengirými:
         –    –    –    Með meira en 1500 cm³ til og með 2000 cm³ sprengirými:
    8703.2310     –    –    –    –    Fjórhjól     600 kr./stk.
         –    –    –    –    Önnur:
    8703.2321     –    –    –    –    –    Ný     900 kr./stk.
    8703.2329     –    –    –    –    –    Notuð     900 kr./stk.
         –    –    –    Með meira en 2000 cm³ til og með 3000 cm³ sprengirými:
    8703.2330     –    –    –    –    Fjórhjól     600 kr./stk.
         –    –    –    –    Önnur:
    8703.2341     –    –    –    –    –    Ný     1.200 kr./stk.
    8703.2349     –    –    –    –    –    Notuð     1.200 kr./stk.
         –    –    Með meira en 3000 cm³ sprengirými:
    8703.2410     –    –    –    Fjórhjól     800 kr./stk.
         –    –    –    Önnur:
    8703.2491     –    –    –    –    Ný     1.500 kr./stk.
    8703.2499     –    –    –    –    Notuð     1.500 kr./stk.
         –    Önnur ökutæki með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil):
         –    –    Með 1500 cm³ sprengirými eða minna:
    8703.3110     –    –    –    Fjórhjól     500 kr./stk.
         –    –    –    Önnur:
    8703.3121     –    –    –    –    Ný     900 kr./stk.
    8703.3129     –    –    –    –    Notuð     900 kr./stk.
         –    –    Með meira en 1500 cm³ til og með 2500 cm³ sprengirými:
         –    –    –    Með meira en 1500 cm³ til og með 2000 cm³ sprengirými:
    8703.3210     –    –    –    –    Fjórhjól     800 kr./stk.
         –    –    –    –    Önnur:
    8703.3221     –    –    –    –    –    Ný     900 kr./stk.
    8703.3229     –    –    –    –    –    Notuð     1.000 kr./stk.
         –    –    –    Með meira en 2000 cm³ til og með 2500 cm³ sprengirými:
    8703.3250     –    –    –    –    Fjórhjól     800 kr./stk.
         –    –    –    –    Önnur:
    8703.3291     –    –    –    –    –    Ný     1.200 kr./stk.
    8703.3299     –    –    –    –    –    Notuð     1.200 kr./stk.
         –    –    Með meira en 2500 cm³ sprengirými:
    8703.3310     –    –    –    Fjórhjól     800 kr./stk.
         –    –    –    Önnur:
    8703.3321     –    –    –    –    Ný     1.500 kr./stk.
    8703.3329     –    –    –    –    Notuð     1.500 kr./stk.
         –    Önnur:
         –    –    Rafknúin:
    8703.9011     –    –    –    Ný         1.000 kr./stk.
    8703.9019     –    –    –    Notuð     1.000 kr./stk.
         –    –    Önnur en rafknúin:
    8703.9091     –    –    –    Ný         1.000 kr./stk.
    8703.9099     –    –    –    Notuð     1.000 kr./stk.
Úr 8704          Ökutæki til vöruflutninga:
         –    Dembarar (dumpers) gerðir til nota utan þjóðvega:
    8704.1009     –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     18.000 kr./stk.
         –    Önnur, með stimpilbrunahreyfli með þrýstikveikju (dísil eða hálf-dísil):
         –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –    –    –    Grindur með hreyfli og ökumannshúsi án vörurýmis:
    8704.2111     –    –    –    –    Nýjar     2.000 kr./stk.
    8704.2119     –    –    –    –    Notaðar     2.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörupalli:
    8704.2121     –    –    –    –    Ný     2.000 kr./stk.
    8704.2129     –    –    –    –    Notuð     2.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörurými:
    8704.2191     –    –    –    –    Ný     2.000 kr./stk.
    8704.2199     –    –    –    –    Notuð     2.000 kr./stk.
         –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn til og með 20 tonn:
    8704.2210     –    –    –    Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög     12.000 kr./stk.
         –    –    –    Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.2211     –    –    –    –    Nýjar     10.500 kr./stk.
    8704.2219     –    –    –    –    Notaðar     10.500 kr./stk.
         –    –    –    Með vörupalli:
    8704.2221     –    –    –    –    Ný     10.500 kr./stk.
    8704.2229     –    –    –    –    Notuð     10.500 kr./stk.
         –    –    –    Með vörurými:
    8704.2291     –    –    –    –    Ný     10.500 kr./stk.
    8704.2299     –    –    –    –    Notuð     10.500 kr./stk.
         –    –    Yfir 20 tonn að heildarþyngd:
    8704.2310     –    –    –    Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög     18.000 kr./stk.
         –    –    –    Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.2311     –    –    –    –    Nýjar     18.000 kr./stk.
    8704.2319     –    –    –    –    Notaðar     18.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörupalli:
    8704.2321     –    –    –    –    Ný     18.000 kr./stk.
    8704.2329     –    –    –    –    Notuð     18.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörurými:
    8704.2391     –    –    –    –    Ný     18.000 kr./stk.
    8704.2399     –    –    –    –    Notuð     18.000 kr./stk.
         –    Önnur, með stimpilbrunahreyfli með neistakveikju:
         –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
         –    –    –    Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.3111     –    –    –    –    Nýjar     2.000 kr./stk.
    8704.3119     –    –    –    –    Notaðar     2.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörupalli:
    8704.3121     –    –    –    –    Ný     2.000 kr./stk.
    8704.3129     –    –    –    –    Notuð     2.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörurými:
    8704.3191     –    –    –    –    Ný     2.000 kr./stk.
    8704.3199     –    –    –    –    Notuð     2.000 kr./stk.
         –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8704.3210     –    –    –    Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög     2.000 kr./stk.
         –    –    –    Grindur með hreyfli og ökumannshúsi:
    8704.3211     –    –    –    –    Nýjar     2.000 kr./stk.
    8704.3219     –    –    –    –    Notaðar     2.000 kr./stk.
         –    –    –    Með vörupalli:
    8704.3221     –    –    –    –    Ný     10.500 kr./stk.
    8704.3229     –    –    –    –    Notuð     10.500 kr./stk.
         –    –    –    Með vörurými:
    8704.3291     –    –    –    –    Ný     10.500 kr./stk.
    8704.3299     –    –    –    –    Notuð     10.500 kr./stk.
         –    Önnur:
         –    –    Rafknúin:
    8704.9011     –    –    –    Ný          2.800 kr./stk.
    8704.9019     –    –    –    Notuð     2.800 kr./stk.
Úr 8705          Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, þó ekki ökutæki aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum (t.d. gálgabifreiðar, kranabifreiðar, slökkvibifreiðar, steypuhræribifreiðar, götuhreinsibifreiðar, úðunarbifreiðar, verkstæðisvagnar, röntgentækjavagnar):
         –    Kranabifreiðar:
    8705.1001     –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna     2.800 kr./stk.
    8705.1009     –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     20.000 kr./stk.
         –    Borkranabifreiðar:
    8705.2001     –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna     2.800 kr./stk.
    8705.2009     –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     20.000 kr./stk.
         –    Slökkvibifreiðar:
    8705.3001     –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna     2.000 kr./stk.
    8705.3009     –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     14.000 kr./stk.
         –    Steypuhræribifreiðar:
    8705.4001     –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna     2.800 kr./stk.
    8705.4009     –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     10.500 kr./stk.
         –    Önnur:
         –    –    Að heildarþyngd 5 tonn eða minna:
    8705.9011     –    –    –    Snjóplógar     2.800 kr./stk.
    8705.9012     –    –    –    Gálgabifreiðar     2.000 kr./stk.
    8705.9019     –    –    –    Annars     2.000 kr./stk.
         –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8705.9021     –    –    –    Snjóplógar     14.000 kr./stk.
    8705.9022     –    –    –    Gálgabifreiðar     10.500 kr./stk.
    8705.9029     –    –    –    Annars     10.500 kr./stk.
Úr 8708          Hlutar og fylgihlutar fyrir vélknúin ökutæki í nr. 8701–8705
         –    Ökuhjól og hlutar til þeirra:
    8708.7001     –    –    Með hjólbörðum     10 kr./kg
Úr 8711          Bifhjól (þar með talin stigin bifhjól) og reiðhjól með hjálparvél, með eða án hliðarvagns; hliðarvagnar:
         –    Með stimpilbrunahreyfli með sprengirými 50 cm³ eða minna:
    8711.1001     –    –    Sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 15 km á klst.     160 kr./stk.
    8711.1009     –    –    Önnur         160 kr./stk.
    8711.2000     –    Með stimpilbrunahreyfli með meira en 50 cm³ sprengirými til og með 250 cm³          240 kr./stk.
    8711.3000     –    Með stimpilbrunahreyfli með meira en 250 cm³ sprengirými til og með 500 cm³          240 kr./stk.
    8711.4000     –    Með stimpilbrunahreyfli með meira en 500 cm³ sprengirými til og með 800 cm³          240 kr./stk.
    8711.5000     –    Með stimpilbrunahreyfli með meira en 800 cm³ sprengirými     320 kr./stk.
         –    Annað:
    8711.9010     –    –    Hliðarvagnar     800 kr./stk.
         –    –    Annars:
    8711.9021     –    –    –    Lítil rafknúin ökutæki, fyrir. 8 km og upp í 15 km á klst.     160 kr./stk.
    8711.9029     –    –    –    Önnur     160 kr./stk.
         –    –    Bifhjól, ót.a.:
    8711.9031     –    –    –    Lítil vélknúin ökutæki, fyrir 8 km og upp í 15 km á klst.     160 kr./stk.
    8711.9039     –    –    –    Önnur     160 kr./stk.
    8711.9090     –    –    Annað         160 kr./stk.
8712.0000        Reiðhjól og önnur hjól (þar með talin þríhjól til vöruflutninga), án vélar               40,00 kr./stk.
Úr 8716          Tengivagnar og festivagnar; önnur ökutæki ekki vélrænt knúin; hlutar til þeirra:
         –    Tengivagnar og festivagnar, til íbúðar eða ferðalaga:
    8716.1001     –    –    Nýir             200 kr./stk.
    8716.1009     –    –    Notaðir     200 kr./stk.
         –    Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota:
         –    –    Að heildarþyngd 750 kg eða minna:
    8716.2011     –    –    –    Nýir         800 kr./stk.
    8716.2019     –    –    –    Notaðir     800 kr./stk.
         –    –    Aðrir:
    8716.2091     –    –    –    Nýir         800 kr./stk.
    8716.2099     –    –    –    Notaðir     800 kr./stk.
         –    Aðrir tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga:
         –    –    Tanktengivagnar og tankfestivagnar:
    8716.3101     –    –    –    Að heildarþyngd 750 kg eða minna     1.200 kr./stk.
    8716.3109     –    –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn     12.000 kr./stk.
         –    –    Annars:
         –    –    –    Að heildarþyngd 750 kg eða minna:
    8716.3911     –    –    –    –    Nýtt     800 kr./stk.
    8716.3919     –    –    –    –    Notað     800 kr./stk.
         –    –    –    Að heildarþyngd meira en 750 kg til og með 5 tonnum:
    8716.3921     –    –    –    –    Nýtt     1.200 kr./stk.
    8716.3929     –    –    –    –    Notað     1.200 kr./stk.
         –    –    –    Að heildarþyngd yfir 5 tonn:
    8716.3991     –    –    –    –    Nýtt     12.000 kr./stk.
    8716.3999     –    –    –    –    Notað     12.000 kr./stk.
    8716.4000     –    Aðrir tengivagnar og festivagnar     9.000 kr./stk.

5. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpinu eru lagðar til þrjár breytingar á lögum um úrvinnslugjald. Í fyrsta lagi að nýjar reiknireglur verði teknar upp vegna útreikninga á hlutfalli pappa-, pappírs- og plastumbúða utan um vöru, í öðru lagi breytingar á reglum um niðurfellingu og endurgreiðslu úrvinnslugjalds og að lokum er lögð til lækkun úrvinnslugjalds á hjólbarða. Frumvarpið var unnið í samráði við fjármálaráðuneytið með vísan til 2. mgr. 4. gr. laga nr. 162/2002, um úrvinnslugjald. Það er sameiginleg niðurstaða fjármálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis að umhverfisráðherra leggi frumvarpið fram á Alþingi.

Nýjar reiknireglur vegna pappa-, pappírs- og plastumbúða.
    Í a-lið 1. gr. frumvarpsins er lögð til breyting á reglum um útreikning á hlutfalli pappa-, pappírs- og plastumbúða utan um vöru við innflutning þegar innflytjandi fær ekki upplýsingar frá framleiðanda eða birgjum um raunverulegt hlutfall pappa-, pappírs- og plastumbúða utan um hana. Hér er eingöngu lögð til breyting á reglum sem munu gilda ef innflytjandi getur ekki fengið staðfestingu um magn pappa-, pappírs- og plastumbúða utan um vöru. Meginreglan verður áfram sú að innflytjanda ber að gefa upp í tolli magn umbúða utan um vöru sem flutt er inn en gera má ráð fyrir að með tímanum verði auðveldara fyrir innflytjendur að nálgast slíkar upplýsingar enda gilda sömu skuldbindingar varðandi söfnun pappa-, pappírs- og plastumbúða á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Á vorþingi 2005 samþykkti Alþingi að fresta gildistöku ákvæðis í 7. gr. a, sbr. ákvæði til bráðabirgða II og III í lögunum, þar sem ljóst var að ekki gæfist tími til að leggja fram tillögur um nýjar reiknireglur á því þingi. Hér verður gerð grein fyrir forsögu málsins og farið yfir forsendur fyrir meginreglunni sem gildir um greiðslu úrvinnslugjalds á pappa-, pappírs- og plastumbúðir. Farið er yfir hvers vegna lagt er til að gildandi undanþágur frá meginreglunni séu feldar niður og að lokum farið yfir forsendur hinnar nýju reiknireglu.
    Með lögum nr. 37/2005 var samþykkt að gildistöku ákvæðis sem heimilar gjaldtöku á pappa-, pappírs- og plastumbúðir verði frestað til 1. janúar 2006, eða um fjóra mánuði. Mat Úrvinnslusjóðs á þörfinni á því að fresta framangreindu ákvæði byggðist á samráði við sérstaka verkefnisstjórn með fulltrúum hagsmunaaðila hvað varðar framkvæmd gjaldtöku á pappa-, pappírs- og plastumbúðir. Verkefnisstjórnina skipa fulltrúar frá Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum iðnaðarins, Félagi íslenskra stórkaupmanna, tollstjóra, fyrir hönd tollmiðlara fulltrúi frá TVG-Ziemsen, LÍÚ og Félagi fiskvinnslustöðva auk fulltrúa frá Úrvinnslusjóði. Fyrsti fundur verkefnisstjórnarinnar var haldinn 31. mars 2005 og hefur hún hist reglulega síðan. Eru þær tillögur sem lagðar eru fram hér unnar í samráði við framangreinda verkefnisstjórn og er hún að fullu samþykk þeim. Tillögur þessar hafa einnig verið teknar fyrir á fundi stjórnar Úrvinnslusjóðs og er hún samþykk þeim.
    Meginreglan um greiðslu úrvinnslugjalds vegna pappírs-, pappa- og plastumbúða er að gjaldið er ákvarðað á grunni upplýsinga sem innflytjendur og framleiðendur gefa upp við tollafgreiðslu um þyngd umbúða. Meginkostur þessarar aðferðar er að hún er til þess fallin að minnka magn umbúða utan um vöru þar sem greitt er á grunni raunþyngdar umbúða. Gera má ráð fyrir að innflytjandi muni sjá sér hag í að flytja inn vörur með lágmarksumbúðum til að lækka kostnað. Þetta breytta innkaupamunstur mun síðan hafa áhrif á framleiðendur til að minnka umbúðir um vöru. Lög um úrvinnslugjald gera ráð fyrir að ef innflytjandi getur ekki gefið nákvæmar upplýsingar um umbúðir utan um vöru má hann beita ákveðnum reiknireglum sem kveða á um að 15% af þyngd vöru teljist umbúðir sem greitt skuli af. Ráðuneytið telur eftir samráð við Úrvinnslusjóð og framangreinda verkefnisstjórn að setja þurfi fleiri reiknireglur þar sem gera má ráð fyrir að stór hluti innflytjenda geti ekki veitt upplýsingar um raunþyngd umbúða í vörusendingu en 15% reglan er mjög ónákvæm. Þessi afstaða byggist á nánari skoðun á magni umbúða utan um vöru sem unnin er út frá reiknimódeli Logisys A/S sem er danskt ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem í u.þ.b. 15 ár hefur mælt hlutfall umbúða utan um vöru á dönskum markaði. Reiknimódelið sýnir að magn umbúða utan um vöru liggur að meginhluta til á bilinu 1–5% af nettóþyngd vöru. Mælingar á umbúðanotkun Íslendinga geta því orðið nokkuð óáreiðanlegar ef margir innflytjendur nýta sér reiknireglur, sérstaklega í upphafi álagningar þegar innflytjandi er að leita sér upplýsinga frá framleiðendum vöru.
    Þær reiknireglur sem lagt er til með frumvarpi þessu að ráðherra verði heimilt að setja með reglugerð byggjast á útreikningum frá Logisys A/S. Logysis hefur notað tollskrárnúmer, þar sem fyrstu sex stafir af átta eru alþjóðlegir, til að aðgreina vörur sem mældar eru innbyrðis í flokka. Vörur innan hvers tollskrárnúmers eru skoðaðar og þær vegnar og metnar til að finna út meðaltal á þyngd umbúða sem notaðar eru utan um viðkomandi vöru. Niðurstöður mælinga Logisys eru notaðar á margvíslegan hátt í Danmörku, m.a. notar danska umhverfisstofnunin, Miljöstyrelsen, útreikninga þeirra til að ákvarða umbúðamagn sem fellur til sem úrgangur í Danmörku á hverju ári. Úrvinnslusjóður hefur í nánu samstarfi við Logisys notast við sams konar útreikninga og danska umhverfisstofnunin notar til að ákvarða magn umbúða er fellur til á Íslandi. Úrvinnslusjóður hefur yfirfært upplýsingar sem unnar eru af Hagstofu Íslands upp úr íslensku tollnúmeraskránni. Tollstjóri sér um að halda til haga upplýsingum sem Hagstofan styðst við um árlegan innflutning vara. Innflutningurinn fer eftir átta stafa tollskrárnúmerum þar sem fyrstu sex stafirnir eru alþjóðlegir. Úvinnslusjóður hefur notað þessar upplýsingar til að reikna út áætlað hlutfall umbúða í hverju tollskrárnúmeri fyrir sig.
    Vinna við reiknireglur sem lagt er til að heimilt verði að setja með reglugerð er á lokastigi og hefur framangreind verkefnisstjórn og stjórn Úrvinnslusjóðs fallist á þá aðferðafræði sem beitt er. Samkvæmt henni er tollskránni skipt í kafla og innan hvers kafla er áætlað magn umbúða í hverju tollskránúmeri fyrir sig. Tekin var sú ákvörðun að taka saman pappa- og pappírsumbúðir í einn flokk til að einfalda greiðslu úrvinnslugjalds. Sameinuð eru tollskrárnúmer sem hafa sama hlutfall pappa- og pappírsumbúða, sem og plastumbúða. Við að sameina tollskrárnúmer sem bera sama hlutfall umbúða með 0,5% nákvæmni (á við vörur er hafa hlutfall umbúða af nettóþyngd innan við 1%) og síðan með 1% nákvæmni eftir það hefur tekist að fækka umtalsvert tollskrárnúmerum og létta leitarskilyrði fyrir innflytjendur vara úr u.þ.b. 8.000 tollskrárnúmerum í 1.700. Reiknireglur þessar verða kynntar fyrir hugbúnaðarhúsum sem sjá um hugbúnað fyrir tollskýrslugerð til að viðkomandi fyrirtæki geti gert uppfærslur á sínum hugbúnaði í tíma. Ofangreind reikniregla er því listi númera þar sem byrjað er að leita hvort átta stafa tollskrárnúmer vörunnar er fyrir hendi og það notað ef finnst. Ef svo er ekki er næst athugað hvort fyrstu sex stafir tollskrárnúmers passa og síðan fjórir og að lokum tveir stafir þannig að valið er það sem næst kemst viðkomandi tollskrárnúmeri. Hefur framangreind verkefnisstjórn fallist á að þetta sé ásættanlegur fjöldi númera og ekki séð að hægt verði að fækka þeim frekar, nema að auka á ónákvæmni innheimtu úrvinnslugjalds og upplýsinga um magn umbúða er berst til Íslands með innflutningi.

Endurgreiðslur eða niðurfelling úrvinnslugjalds.
    Í b-lið 1. gr. og 2.–3. gr. frumvarpsins er lögð til breytt framkvæmd varðandi endurgreiðslur eða niðurfellingu úrvinnslugjalds í þeim tilfellum þegar gjaldskyld vara er flutt úr landi og kemur ekki til úrvinnslu hér á landi. Í núgildandi 3. mgr. 15. gr. laga um úrvinnslugjald, sem lagt er til að falli brott í 3. gr. frumvarpsins, er gert ráð fyrir að Úrvinnslusjóður hlutist til um að endurgreiða útflytjanda úrvinnslugjald þegar gjaldskyld vara er flutt úr landi og ekki kemur til úrvinnslu hennar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Úrvinnslusjóði hafa þessar endurgreiðslur hingað til verið fáar á ári og helst vegna sölu á smurolíu og kælimiðlum í erlend skip. Hefur því framkvæmdin verið einföld en ljóst er að það muni breytast verulega eftir að pappírs-, pappa- og plastumbúðir verða úrvinnslugjaldsskyldar frá 1. janúar 2006.
    Með hliðsjón af þessari þróun er það mat umhverfisráðuneytis, Úrvinnslusjóðs, fjármálaráðuneytis og innheimtumanna ríkissjóðs að æskilegt sé að í stað þess að slíkar endurgreiðslur séu á hendi Úrvinnslusjóðs sé farið með þær líkt og aðrar endurgreiðslur hjá skattstjórum og niðurfellingarheimildir verði í tolli. Við upptöku úrvinnslugjalds á pappa-, pappírs- og plastumbúðir er fyrirséð að nokkuð verði um að við innflutning tiltekinna gjaldskyldra vara sé þegar ljóst að viðkomandi vara verði síðar flutt úr landi og komi því ekki til úrvinnslu á henni hér á landi. Sem dæmi um slíkt er innflutningur umbúða sem ætlaðar eru til útflutnings. Í stað þess að sækja þurfi sérstaklega um endurgreiðslu í slíkum tilfellum er í b-lið 1. gr. frumvarpsins lagt til að nánar tilgreindir vöruflokkar pappa-, pappírs- og plastumbúða verði undanþegnar úrvinnslugjaldi að því skilyrði uppfylltu að lýst sé yfir að viðkomandi vara verði sannanlega flutt úr landi og að ekki komi til úrvinnslu hennar hér á landi. Reglugerð yrði síðan sett með fyllri ákvæðum um framkvæmdina í samráði við tollstjóra og skattstjóra.
    Rétt er að benda á að ekki er lagt úrvinnslugjald á drykkjarvöruumbúðir sem bera skilagjald, sbr. 7. gr. laga um úrvinnslugjald. Hér er um undanþágu að ræða en ekki stendur til að breyta núverandi kerfi um skilagjaldsskyldar drykkjarvöruumbúðir samkvæmt lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, né að setja tvöfalda gjaldheimtu á þær umbúðir.
    Til nánari skýringar er hægt að setja upp eftirfarandi dæmi um endurgreiðslu eða niðurfellingu úrvinnslugjalds vegna útflutnings gjaldskyldrar vöru:
     1. Beinn útflutningur í kjölfar innflutnings.
    Ef gjaldskyld vara er flutt inn og fyrir liggur að hún verði flutt út aftur, án þess að varan fari til ráðstöfunar innan lands, er úrvinnslugjald fellt niður í tolli í samræmi við almenna framkvæmd við önnur aðflutningsgjöld. Er því ekki um endurgreiðslu að ræða í slíkum tilfellum heldur niðurfellingu úrvinnslugjalds í tolli. Þessi heimild á við um allar vörur sem úrvinnslugjald er lagt á þó svo gera megi ráð fyrir að heimildin verði oftast notuð vegna pappírs-, pappa- og plastumbúða. Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987, er heimilt að fella niður tolla af vörum sem eru til flutnings hingað um stundarsakir. Nýta má þessa grein til að fella niður úrvinnslugjald ef gjaldskyld vara er hér til tímabundins innflutnings og lýst er yfir að hún verði flutt úr landi með sannanlegum hætti. Hér gæti verið um umbúðir utan um fisk að ræða sem ekki eru til meðferðar innan lands en eigandi vill hafa birgðir hér á landi vegna starfsemi fyrirtækis erlendis. Vörusending verður því send í heilu lagi aftur úr landi.
    Einnig má benda á heimild í 6. tölul 6. gr. tollalaga ef varan er endurseld óbreytt til útlanda að heimilt er að endurgreiða toll og sömuleiðis er heimilt að endurgreiða af vöru sem er send aftur til útlanda ef hún er ónotuð, sbr. reglugerð um endursendingar, nr. 545/1990, með síðari breytingum.
     2. Fyrirséð að vara verður á endanum flutt úr landi.
    Ef fyrirséð er að gjaldskyld vara sem flutt er inn verði síðar meir flutt úr landi og komi því ekki til úrvinnslu hér er lagt til í b-lið 1. gr. frumvarpsins að slíkir vöruflokkar verði fyrirframskilgreindir af tollayfirvöldum. Hér er því lögð til sérstök undanþáguregla vegna pappa-, pappírs- og plastumbúða til að torvelda ekki vinnslu hér á landi. Skilyrði fyrir þessari heimild er að viðkomandi vara verði sannanlega flutt úr landi og að ekki verði unnið úr henni hér á landi. Úrvinnslugjald er því ekki lagt á viðkomandi vöru í tolli heldur er varan flutt inn á tilgreindum undanþáguheimildum. Með þessu móti sparast mikil umsýsla með álagt úrvinnslugjald á pappa-, pappírs- og plastumbúðir í formi inn- og útgreiðslu hjá innheimtumönnum ríkissjóðs við útflutning vöru. Að mati framleiðenda og innflytjenda umbúða má gera ráð fyrir að um 75–80% pappa- og pappírsumbúða sem settar eru á íslenskan markað fari til notkunar utan um framleiðslu til útflutnings. Stór hluti plastumbúða fer sömu leið. Dæmi um umbúðir sem falla mundu undir þessa reglu eru umbúðir utan um íslenska framleiðsluvöru eins og fisk sem keyptar eru erlendis. Sömu reglur munu gilda um innlenda framleiðslu, þ.e. innlendir framleiðendur þurfa ekki að greiða úrvinnslugjald vegna umbúða sem fara til notkunar utan um framleiðslu sem er flutt út. Heimild til niðurfellingar úrvinnslugjalds vegna útflutnings verður nánar útfærð í reglugerð. Nú þegar liggja fyrir hugmyndir um útfærslu þessa ákvæðis en gera má ráð fyrir að heimild þessi verði nýtt með því að vísa í veitta heimild, sem sótt hefur verið um fyrir fram, við tollafgreiðslu á þeim hluta sendingar sem ljóst er að fer aftur úr landi og viðkomandi getur sýnt fram á útflutning ef um það er beðið á síðari stigum. Í þessu tilviki gæti sama varan verið tvískipt á tollskýrslu milli þess sem á að fara á innanlandsmarkað og þess sem verður nýtt til útflutnings.
    Þessi undanþága á ekki við um aðföng vegna innlendrar framleiðslu á pappa- og pappírsumbúðum þar sem úrvinnslugjald er ekki lagt á aðföng fyrir gerð umbúða heldur mun innlendi framleiðandinn gera upp úrvinnslugjald hjá viðkomandi skattstjóra af framleiddum umbúðum sem ætlaðar eru á innanlandsmarkað. Ekki verður um endurgreiðslu úrvinnslugjalds að ræða vegna umbúða sem framleiddar eru innan lands þar sem úrvinnslugjald hefur aldrei verið greitt af vörunni. Dæmi um aðföng sem ekki bera úrvinnslugjald eru tilbúnar arkir úr pappa- og pappírsefnum. Sama gildir um aðföng vegna framleiðslu umbúða úr plasti.
     3. Gjaldskyld vara sem farið hefur til ráðstöfunar innan lands flutt út.
    Í þeim tilvikum þegar greitt hefur verið úrvinnslugjald af gjaldskyldri vöru við innflutning og sú vara hefur farið í umferð innan lands, en þar á eftir verið flutt úr landi þannig að ekki kemur til úrvinnslu hér á landi, á skv. 2. gr. frumvarpsins gjaldskyldur aðili, eða sá sem keypt hefur vöruna af gjaldskyldum aðila, rétt á endurgreiðslu þess úrvinnslugjalds. Í reglugerð verður nánar kveðið á um framkvæmd slíkra endurgreiðslna en í frumvarpinu er lagt til að endurgreiðslubeiðandi sæki um endurgreiðslu með sérstakri skýrslu til skattstjóra, á svipaðan hátt og í lögum um vörugjald. Í gildandi lögum er Úrvinnslusjóði falið að sjá um endurgreiðslur en hér er lagt til að það verði á hendi viðkomandi skattsjóra.
    Vara sem ber úrvinnslugjald við innflutning og ekki fellur undir tilvik 1 eða 2 sem lýst var hér að framan, eða ber úrvinnslugjald við framleiðslu innan lands, getur fengið endurgreiðslu við uppgjör samkvæmt sérstakri skýrslu til skattstjóra. Í þessu tilviki er ekki ljóst við innflutning vöru að henni verði ráðstafað til útflutnings. Vegna útflutnings innfluttrar gjaldskyldrar vöru þarf að sækja um endurgreiðslu hjá skattyfirvöldum þegar ljóst er hvaða hluti hennar fór úr landi með viðeigandi staðfestingum á því. Ef framleiðandi flytur út gjaldskylda vöru dregur hann útflutta vöru frá í uppgjöri tímabils til skattstjóra enda hafi hann sönnun fyrir útflutningnum. Kaupandi gjaldskyldrar vöru innan lands sem er innflutt eða framleidd hér á landi og gjald hefur sannanlega verið greitt af getur sótt um endurgreiðslu til skattyfirvalda enda hafi hann staðfestingu frá seljanda um að gjaldið hafi verið greitt og sýni fram á að varan var flutt út. Þessi heimild á við um allar úrvinnslugjaldsskyldar vörur.

Lækkun úrvinnslugjalds á hjólbarða, sbr. viðauka XVI.
    Lagðar eru til í 4. gr. frumvarpsins breytingar á úrvinnslugjaldi á hjólbarða í samræmi við tillögu stjórnar Úrvinnslusjóðs sem send var umhverfisráðuneyti með bréfi dagsettu 5. september 2005. Er tillagan byggð á fenginni reynslu, fjárhagslegri stöðu hinna ýmsu vöruflokka og þeim aðgerðum, öðrum en úrvinnslugjaldsbreytingum, sem gripið hefur verið til. Úrvinnslugjald var fyrst lagt á hjólbarða 1. janúar 2003. Við ákvörðun gjaldsins var við það miðað að greiða þyrfti fyrir úrvinnslu vegna álíka mikils magns hjólbarða og lagt yrði á. Greiðslur Úrvinnslusjóðs hófust hins vegar ekki fyrr en 1. apríl sama ár enda við það miðað að til yrði sjóður í upphafi. Tiltölulega lítið kom til úrvinnslu það ár og á síðasta ári var greitt fyrir úrvinnslu hjólbarða sem jafngiltu ríflega 60% þess magns sem lagt var á það ár. Innflutningur hefur einnig verið mun meiri en áætlað var og reyndar hefur aldrei verið flutt inn eins mikið af hjólbörðum og að undanförnu. Því hafa safnast upp verulegir fjármunir í sjóð til úrvinnslu hjólbarða. Tilkostnaður við úrvinnslu mun þó aukast töluvert eftir mitt ár 2006 þegar ekki verður lengur heimilt að urða hjólbarða og má þá gera ráð fyrir að hlutfallslega meira skili sér til úrvinnslu af hjólbörðum en verið hefur. Til þess að koma jafnvægi á sjóð hjólbarða miðað við framangreindar forsendur er lagt til að úrvinnslugjald, sem nú er 30 kr./kg, verði lækkað í 20 kr./kg sem leiðir af sér breytingar á viðauka XVI, sbr. 4. gr. Með þessum breytingum á upphæðum gjaldsins má gera ráð fyrir að jöfnuður komist á sjóð hjólbarða á næstu fjórum árum.
    Lagt er til að bætt verði við einu nýju tollskrárnúmeri í núverandi viðauka XVI um hjólbarða, 8708.7001, Ökuhjól og hlutar til þeirra. Tollskrárnúmerið 8708.7001 var búið til 1. janúar 2004 að ósk Úrvinnslusjóðs en þá var ekki talið eðlilegt að leggja úrvinnslugjald á vöru í því tollskrárnúmeri þar sem upplýsingar skorti um hlutfall þyngdar hjólbarðans annars vegar og felgunnar hins vegar, en í tollskrárnúmerinu eru hjólbarðar á stálfelgum, álfelgum og léttmálmsfelgum. Eftir að hafa leitað álits innflutningsaðila hjólbarða á felgum varð niðurstaðan sú að Úrvinnslusjóður leggur til að úrvinnslugjald verði 50% af fullu úrvinnslugjaldi á hjólbarða í þessu tollskrárnúmeri eða 10 kr./kg af þyngd vöru sem flutt er inn frá og með 1. janúar 2006.

Gildistaka.
    Lagt er til að lögin taki gildi 1. janúar 2006 en miklu skiptir að frumvarpið hljóti afgreiðslu þingsins sem fyrst þar sem nokkurn tíma tekur fyrir atvinnulífið, hugbúnaðarhús og yfirvöld tolla og skattamála að gera nauðsynlegar breytingar á sínum kerfum. Þær breytingar sem þarf að gera verði frumvarpið samþykkt eru kostnaðarsamar og tímafrekar og því mikilvægt að sem fyrst liggi fyrir samþykkt lög til að þessir aðilar geti hafið undirbúningsvinnu sína.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um úrvinnslugjald,
nr. 162/2002, með síðari breytingum.

    Með frumvarpinu eru lagðar til þrjár breytingar á lögunum. Í fyrsta lagi er lagt til að nýjar reiknireglur verði teknar upp við útreikning á hlutfalli pappa-, pappírs- og plastumbúða þegar ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um þyngd umbúða utan um vöru. Í öðru lagi eru breytingar á reglum um endurgreiðslu úrvinnslugjalds vegna útflutnings. Í þriðja lagi er lögð til lækkun úrvinnslugjalds á hjólbarða þar sem upp hefur safnast sjóður í þeim vöruflokki.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er reiknað með að tekjur af úrvinnslugjaldi á hjólbarða lækki um 72 m.kr. á ársgrundvelli.