Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 281. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 296  —  281. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um Kyoto-bókunina o.fl.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Er ráðherra sammála þeim orðum Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, á síðasta landsfundi flokksins að „Kyoto-samþykktin [byggist] vissulega á afar ótraustum vísindalegum grunni“?
     2.      Hvort telur ráðherra að vísindagrunnur undir niðurstöðum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2001 sé traustur eða ótraustur? Hvort telur ráðherra að vísindagrunnur loftslagsskýrslu Norðurskautsráðsins (ACIA) frá 2004 sé traustur eða ótraustur?
     3.      Telur ráðherra að samkomulag sem ætlað er að taki við af Kyoto-bókuninni eftir 2012 eigi að byggjast á þeirri bókun eða vill hann að samið verði að nýju án tillits til Kyoto- bókunarinnar, eins og Bandaríkjastjórn hefur lagt til?