Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 336. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 370  —  336. mál.
Viðbót.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um íbúðalán banka og sparisjóða.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hve háa fjárhæð samtals hefur hver banki og sparisjóður lánað með veði í íbúðarhúsnæði síðan í ágúst 2004 og hver er fjöldi lántakendanna í hverju tilviki?
     2.      Hver er áætluð markaðshlutdeild hverrar lánastofnunar og þeirra allra samtals í þessum lánaflokki og hver er hlutdeildin þegar lánunum er skipt eftir höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar?
     3.      Hversu margir lántakendur hjá hverri stofnun eru með
                  a.      4,15% vexti eða lægri á þeim lánum sem um er spurt og hver er samanlögð fjárhæð lánanna,
                  b.      vexti á bilinu 4,15%–5,1% og hver er samanlögð fjárhæð lánanna,
                  c.      vexti hærri en 5,1% og hver er samanlögð fjárhæð lánanna?
     4.      Hve margir lánasamningar eru þannig að þinglýst er tiltekinni vaxtaprósentu en samið er við greiðanda um greiðslu lægri vaxta, hvernig skiptast þeir milli bankastofnana og hver er samanlögð fjárhæð í hverju tilviki? Hvaða vaxtaprósentu er helst þinglýst og hvaða lægri vaxtaprósentu er oftast samið um?
     5.      Hver er áætluð meðalvaxtaprósenta hverrar bankastofnunar af þessum lánum nú og hver verður hún þegar tekið hefur verið tillit til uppgreiðsluálags, endurskoðunar vaxta samkvæmt fimm ára ákvæði og skilyrða um önnur viðskipti lántakenda?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     6.      Hver er vaxtamunur hverrar bankastofnunar og áætlaður hagnaður af honum?


Skriflegt svar óskast.