Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 395  —  1. mál.




Nefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Störf nefndarinnar við afgreiðslu frumvarpsins hafa verið með hefðbundnum hætti. Nefndin hóf störf 26. september sl. og átti viðtöl við fulltrúa sveitarfélaga sem gerðu henni grein fyrir erindum sínum. Þá hefur nefndin kallað fyrir fulltrúa ráðuneyta og einstakra stofnana.
    Frá því að nefndin hóf störf við afgreiðslu frumvarpsins hefur hún haldið 30 fundi og átt viðtöl við fjölmarga aðila. Fulltrúar frá fjármálaráðuneyti komu á fund nefndarinnar til viðræðna um tekjuhlið frumvarpsins.
    Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. þingskapa getur fjárlaganefnd vísað til annarra fastanefnda þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Með bréfi dags. 7. október sl. óskaði nefndin eftir álitum fastanefnda þingsins um þá þætti frumvarpsins sem varða málefnasvið hverrar um sig. Nefndirnar hafa skilað álitum og eru þau birt sem fylgiskjöl með nefndarálitinu eins og fyrir er mælt í þingsköpum.
    Nefndin hefur lokið afgreiðslu flestra þeirra erinda sem henni bárust, svo sem skiptingu fjárfestingarliða. Breytingartillögur þær sem eru til umfjöllunar við 2. umræðu nema samtals 1.859,3 m.kr. til hækkunar á sundurliðun 2.
    Hér verður fyrst gerð grein fyrir meginbreytingum sem varða tekjuhlið frumvarpsins. Þá er gerð grein fyrir þeim breytingum sem lagt er til að verði gerðar á sundurliðunum. Að lokum er gerð grein fyrir breytingum sem lagt er til að verði gerðar á 5. gr. frumvarpsins, um lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir.
    Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis er gert ráð fyrir að tekjur verði um 334,6 milljarðar kr. sem er um 7,2 milljarða kr. m.kr. hækkun frá frumvarpinu. Tekjujöfnuður verður um 19,6 milljarðar kr. sem er hækkun um 5,4 milljarða kr.
    Meiri hlutinn þakkar fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni fyrir mjög gott samstarf. Þá hefur nefndin notið aðstoðar Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis. Einnig hafa einstök ráðuneyti veitt nefndinni upplýsingar og aðstoð.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


00 Æðsta stjórn ríkisins

        Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 48,5 m.kr.
201     Alþingi.
        1.04
Alþjóðasamstarf. Lagt er til 15 m.kr. tímabundið framlag vegna Eystrasaltsráðstefnunnar sem haldin verður á Íslandi í lok sumars 2006.
        1.07
Sérverkefni. Gerð er tillaga um 3 m.kr. framlag til að auka upplýsingaþjónustu við almenning.
        6.01
Tæki og búnaður. Gerð er tillaga um 3,5 m.kr. tímabundið framlag til nýrrar upptökuvélar í þingsal.
205     Framkvæmdir á Alþingisreit.
        6.50
Nýbygging. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag til framkvæmda á Alþingisreit en mikilvægt er að ljúka skipulagsvinnu á reitnum. Fjárveitingin er til að vinna að frekari hönnunarvinnu og til undirbúnings að niðurrifi Skjaldbreiðar ef leyfi fæst.
610     Umboðsmaður Alþingis.
        1.01
Umboðsmaður Alþingis. Gerð er tillaga um 6 m.kr. hækkun á framlagi til umboðsmanns Alþingis vegna aukins launakostnaðar.
620     Ríkisendurskoðun.
        1.01
Ríkisendurskoðun. Gerð er tillaga um 11 m.kr. hækkun á framlagi til Ríkisendurskoðunar en sértekjur stofnunarinnar lækka um þá fjárhæð í kjölfar sölu á Landssíma Íslands. Ríkisendurskoðun hættir þá að endurskoða fyrirtækið og þóknun fyrir það fellur niður. Sá tími sem varið hefur verið til fjárhagsendurskoðunar á Landssíma Íslands verður nýttur til annarra verkefna.

01 Forsætisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild forsætisráðuneytis verði aukin um 11 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.20
Jafnréttissjóður. Lögð er til 10 m.kr. fjárveiting samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um Jafnréttissjóð. Á fundi ríkisstjórnarinnar 21. október sl. var að tillögu forsætisráðherra samþykkt að verja 10 m.kr. til þess að stofna sérstakan rannsóknasjóð, Jafnréttissjóð, sem ætlað er að veita fé til rannsókna á grundvelli umsókna. Markmiðið með stofnun sjóðsins er að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar kynjarannsóknir sem stuðlað geti að framgangi aukins jafnréttis og jafnri stöðu kynjanna. Fyrst um sinn verður sérstök áhersla lögð á að veita annars vegar fé til rannsókna á stöðu kvenna á vinnumarkaði, bæði að því er varðar launakjör og áhrif, og hins vegar til rannsókna á áhrifum gildandi löggjafar hér á landi, svo sem lögum um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs.
        1.23
Hrafnseyri. Gerð er tillaga um 1 m.kr. tímabundið framlag til safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri til að reka sumarháskóla í safnafræði í júlí 2006 í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða.

02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 690,2 m.kr.
201     Háskóli Íslands.
        1.01
Háskóli Íslands. Lagt er til að Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands verði veitt 1,2 m.kr. tímabundið framlag til fjarkennslu í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu.
        1.13
Háskólasjóður. Gerð er leiðrétting á tegundaskiptingu í talnagrunni fjárlaga en hún hefur ekki áhrif á útgjöld. 0,3 m.kr eru af tilfærslum á önnur rekstrargjöld.
231     Rannsóknamiðstöð Íslands.
        1.01
Rannsóknamiðstöð Íslands. Lagt er til að 10 m.kr. fjárveiting verði millifærð af 02- 236 Rannsóknasjóði yfir á 02-231 Rannsóknamiðstöð Íslands vegna þátttöku í alþjóðlegum samstarfsáætlunum á sviði vísinda. Útgjöld þessi hafa verið greidd af Rannsóknasjóði á undanförnum árum og er miðað við að sá hluti fjárhæðarinnar sem ekki þarf að nýta vegna samstarfsáætlana renni aftur til Rannsóknasjóðs.
236     Rannsóknasjóður.
        1.10
Rannsóknasjóður. Lagt er til að 10 m.kr. fjárveiting verði millifærð af þessum lið yfir á 02-231 Rannsóknamiðstöð Íslands eins og þar greinir.
299
     Háskóla- og rannsóknastarfsemi.
        1.91
Háskólar, óskipt. Lagt er til að 31,1 m.kr. framlag til Þekkingarseturs á Vestfjörðum sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi á þessum lið verði millifært yfir á 02-983-1.51 Ýmis fræðistörf, fræða- og þekkingarsetur.
319     Framhaldsskólar, almennt.
        1.33
Myndlistarskólinn Akureyri. Gerð er tillaga um 2 m.kr. hækkun á framlagi til Myndlistarskólans á Akureyri.
        1.35
Myndlistarskólinn í Kópavogi. Gerð er tillaga um 1 m.kr. hækkun á framlagi til Myndlistarskóla Kópavogs.
        1.38
Menntun á sviði kvikmyndagerðar. Gerð er tillaga um 18 m.kr. framlag til að efla menntun á sviði kvikmyndagerðar.
        1.90
Framhaldsskólar, óskipt. Gerð er tillaga um 1 m.kr. hækkun á liðnum og er framlagið ætlað Myndlistaskóla Mosfellsbæjar.
451     Símenntun og fjarkennsla.
        1.10 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Gerð er tillaga um 100 m.kr. til sérstaks átaks á árinu 2006 til að efla starfs- og endurmenntun ófaglærðra einstaklinga með litla menntun, jafnframt því að bæta stöðu erlends vinnuafls í íslensku samfélagi. Tillagan er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember sl. til að greiða fyrir samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Miðað er við að menntamálaráðuneytið geri samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um eftirfarandi fjögur verkefni: Í fyrsta lagi að útbúa námsefni og þjálfa leiðbeinendur í íslenskukennslu fyrir útlendinga. Í öðru lagi að greiða fyrir námskeiðahaldi og endurmenntun einstaklinga á vinnumarkaði sem leggja stund á nám sem byggist á námskrám sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur vottað og menntamálaráðuneytið staðfest. Í þriðja lagi að halda áfram með verkefni um mat á raunfærni einstaklinga á vinnumarkaði. Í fjórða og síðasta lagi að efla náms- og starfsráðgjöf fyrir ófaglærða og þá sem litla menntun hafa á vegum símenntunarmiðstöðva.
872     Lánasjóður íslenskra námsmanna.
        1.01
Lánasjóður íslenskra námsmanna. Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sjóðsins kemur fram að umsóknum um námslán hefur fjölgað meira en gert var ráð fyrir við gerð fjárlagafrumvarpsins. Í stað 1% fjölgunar lánþega er nú áætlað að þeim fjölgi um 7,2% milli námsára og þeir verði 10.300. Skýringuna má að einhverju leyti rekja til greiðari aðgangs að námslánum og hagstæðari afborganakjara. Fjölgun lánþega eykur útlán um 532 m.kr. en útlán aukast einnig vegna skólagjalda og breytinga á reglum sjóðsins. Gert er ráð fyrir að útlán sjóðsins nemi samtals 8.260 m.kr. Ríkisendurskoðun hefur endurmetið þörf á framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. Niðurstaðan er sú að framlagsþörfin lækki úr 53% í 51% af útlánum auk framlags vegna reksturs skrifstofu sjóðsins og vaxtastyrks. Lækkunin stafar fyrst og fremst af lækkandi vaxtakostnaði sjóðsins. Að lokum er áætlað að í árslok yfirstandandi árs nemi uppsafnað ónotað ríkisframlag um 100 m.kr. og að fjárhæðin flytjist yfir á árið 2006 og komi til lækkunar á endurmetinni framlagsþörf á því ári. Á þessum forsendum er áætlað að framlag ríkisins þurfi að nema 4.477 m.kr. á árinu 2006 sem er 27 m.kr. hækkun frá fjárlagafrumvarpi.
902     Þjóðminjasafn Íslands.
        1.10
Byggða- og minjasöfn. Gerð er tillaga um 25 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum vegna sex verkefna. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Byggðasafns Skagfirðinga til að halda áfram fornleifauppgreftri á tanganum við Kolkuós. Í öðru lagi er gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Minjasafnsins á Akureyri til fornleifarannsókna á hluta miðaldakaupstaðarins á Gásum í Hörgárbyggð. Í þriðja lagi er gerð er tillaga um að veita Eldstáli, Fornleifafræðistofu, 5 m.kr. tímabundið framlag til rannsókna á Bæ í Öræfasveit sem fór undir vikur árið 1362. Í fjórða lagi er gerð tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til Byggðasafnsins á Garðskaga. Í fimmta lagi er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til Hins þingeyska fornleifafélags til nýsköpunar í ferðaþjónustu og fornleifarannsókna í Suður-Þingeyjarsýslu og í sjötta lagi er gerð tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til rannsókna á fornleifum við Útskála.
        5.21
Endurbætur húsa í vörslu Þjóðminjasafnsins. Gerð er tillaga um 15 m.kr. hækkun á framlagi til húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.
903     Þjóðskjalasafn Íslands.
        1.01
Þjóðskjalasafn Íslands. Gerð er tillaga um að veita Þjóðskjalasafni Íslands 4 m.kr. tímabundið framlag til afritunarverkefna.
909     Blindrabókasafn Íslands.
        1.01
Blindrabókasafn Íslands. Gerð er tillaga um að veita Blindrabókasafni Íslands 5 m.kr. tímabundið framlag til að færa hljóðbókakost safnsins á stafrænt form.
919     Söfn, ýmis framlög.
        1.10
Listasafn ASÍ. Gerð er tillaga um 1 m.kr. hækkun á framlagi til Listasafns ASÍ.
         1.11 Nýlistasafn. Gerð er tillaga um 1 m.kr. hækkun á framlagi til Nýlistasafnsins.
         1.12 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Gerð er tillaga um 1,5 m.kr. hækkun á framlagi til Listasafns Sigurjóns Ólafssonar.
         1.41 Galdrasýning á Ströndum. Lagt er til að Strandagaldri verði veitt 5 m.kr. tímabundið framlag til Galdrasýningar á Ströndum sem er safna- og fræðaslóð á Ströndum.
        1.90
Söfn, ýmis framlög. Gerð er tillaga um 4,5 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.90
Söfn, ýmis stofnkostnaður. Gerð er tillaga um 19,5 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
969     Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        6.21
Endurbætur menningarstofnana. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum og er framlagið ætlað til endurbóta á Gunnarshúsi á Skriðuklaustri.
979     Húsafriðunarnefnd.
        6.10
Húsafriðunarsjóður. Gerð er tillaga um 126 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum til eftirfarandi verkefna:
                  Vélsmiðjan á Þingeyri              5 m.kr.
                   Gamli spítali, Gudmanns Minde, á Akureyri              5 m.kr.
                   Syðstabæjarhúsið í Hrísey              5 m.kr.
                   Maðdömuhúsið á Siglufirði              5 m.kr.
                   Gosminjar í Vestmannaeyjum              5 m.kr.
                   Duus-hús í Reykjanesbæ              5 m.kr.
                   Þingeyrarkirkja í Dýrafirði              4 m.kr.
                   Friðbjarnarhús á Akureyri              4 m.kr.
                  Gamla salthúsið á Þingeyri              4 m.kr.
                  Vatneyrarbúð á Patreksfirði              4 m.kr.
                   Gamla Faktorshúsið á Ísafirði              4 m.kr.
                   Faktorshúsið á Djúpavogi              4 m.kr.
                   Gamla kaupfélagshúsið á Breiðdalsvík              4 m.kr.
                   Verslunarhús í Englendingavík í Borgarnesi              4 m.kr.
                   Gamla íbúðarhúsið á Hvítanesi               3 m.kr.
                   Gamla prestsseturshúsið á Brjánslæk á Barðaströnd              3 m.kr.
                   Steinhlaðið íbúðarhús á Héðinshöfða á Tjörnesi              3 m.kr.
                   Tryggvaskáli á Selfossi              3 m.kr.
                   Hótel Framtíð á Djúpavogi              3 m.kr.
                   Gamli barnaskólinn á Ísafirði              3 m.kr.
                  Skjaldborgarbíó á Patreksfirði              3 m.kr.
                   Eyrardalsbærinn í Súðavík              3 m.kr.
                   Gamla mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi              3 m.kr.
                   Kaldrananeskirkja á Ströndum              3 m.kr.
                   Einarshús/Péturshús í Bolungarvík               2 m.kr.
                  Bryggjuhús á Seyðisfirði              2 m.kr.
                   Miðstræti 3 í Bolungarvík              2 m.kr.
                   Smiðjan í Bíldudal              2 m.kr.
                   Stúkuhúsið á Akranesi              2 m.kr.
                   Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd              2 m.kr.
                  Brydebúð í Vík              2 m.kr.
                   Gamlar byggingar á Stað í Reykhólasveit              2 m.kr.
                  Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson              2 m.kr.
                   Ingjaldshólskirkja á Snæfellsnesi              1,5 m.kr.
                  Hraunsrétt í Aðaldal               1 m.kr.
                   Hákarlahjallur í landi Asparvíkur á Bölum í Strandasýslu              1 m.kr.
                   Hákarlahjallar og skemma á Reyðarhlein á Dröngum              1 m.kr.
                   Kaupvangur á Vopnafirði              1 m.kr.
                   Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri              1 m.kr.
                   Hlöðubygging að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd               1 m.kr.
                  Verksmiðjubyggingar síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á Ströndum              1 m.kr.
                   Símahús milli Grímsstaða á Fjöllum og Vopnafjarðar
                        og á Smjörvatnsheiði og heiðarbýlið Aðalból              1 m.kr.
                  Geirsstaðir á Akranesi              1 m.kr.
                   Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps, Norðurkot              1 m.kr.
                   Innri-Hólmskirkja              1 m.kr.
                 Manngerðir hellar í Rangárþingi ytra              1 m.kr.
                   Skaftholtsréttir              1 m.kr.
                  Kaldilækur í Ólafsvík              1 m.kr.
                   Gamla þinghúsið í Hraungerðishreppi, Þingborg          0,5 m.kr.
981     Kvikmyndamiðstöð Íslands.
        1.10
Kvikmyndasjóðir. Lögð er til 65 m.kr. hækkun framlags til styrkja vegna kvikmyndagerðar. Stefnt er að gerð nýs samkomulags við samtök í íslenskri kvikmyndagerð um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Gildandi samkomulag er frá árinu 1998.
982     Listir, framlög.
        1.22
Starfsemi áhugaleikfélaga. Gerð er tillaga um 1 m.kr. hækkun á framlagi til starfsemi áhugaleikfélaga.
         1.24 Starfsemi atvinnuleikhópa. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag til Leikfélags Reykjavíkur vegna verkefna á vegum áhugaleikhópa.
         1.27 Tónlist fyrir alla. Lögð er til 2 m.kr. hækkun á framlagi til verkefnisins Tónlist fyrir alla.
         1.29 Íslenska tónverkamiðstöðin. Lagt er til að veita Íslenskri tónverkamiðstöð 1 m.kr. tímabundið framlag til að skanna verk í safni miðstöðvarinnar.
         1.44 Samningur við sveitarfélög á Vesturlandi um menningarmál. Lögð er til 15 m.kr. hækkun til samnings um menningarmál við sveitarfélög á Vesturlandi sem undirritaður var nýlega. Samkvæmt honum munu menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti beita sér fyrir 25 m.kr. framlagi árið 2006, 27 m.kr. framlagi árið 2007 og 28 m.kr. framlagi árið 2008.
        1.90
Listir. Gerð er tillaga um 10,4 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
983     Ýmis fræðistörf.
        1.11
Styrkir til útgáfumála. Gerð er tillaga um 0,4 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.23
Hið íslenska bókmenntafélag. Lagt er til að Hinu íslenska bókmenntafélagi verði veitt 7 m.kr. tímabundið framlag sem er annars vegar til útgáfu íslensk-færeyskrar orðabókar, 4 m.kr., og hins vegar til útgáfu rits Harðar Ágústssonar um Laufás, 3 m.kr.
        1.51 Fræða- og þekkingasetur. Lagt er til að 31,1 m.kr. framlag til Þekkingarseturs á Vestfjörðum sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi á 02-299-1.91 Háskóla- og rannsóknastarfsemi, háskólar, óskipt verði millifært yfir á þennan lið.
                  Þá er gerð tillaga um 8 m.kr. framlag til að stofna fræðasetur í Stykkishólmi, 7 m.kr. tímabundið framlag til Háskólasetursins á Hornafirði, 5 m.kr. framlag til Þekkingarseturs á Vestfjörðum til reksturs Fornleifaskóla Vestfjarða í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og loks 5 m.kr. framlag til Þekkingarseturs Þingeyinga.
        1.52
Skriðuklaustur. Gerð er tillaga um 2 m.kr. hækkun á rekstrarframlagi til Skriðuklausturs. Jafnframt er gerð tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til fornleifarannsókna á Skriðuklaustri.
         1.53 Snorrastofa. Gerð er tillaga um 5 m.kr. hækkun á rekstrarframlagi til Snorrastofu.
988     Æskulýðsmál.
        1.12
Ungmennafélag Íslands. Gerð er tillaga um 20 m.kr. hækkun á framlagi til Ungmennafélags Íslands.
                  Lagt er til að Dalabyggð ásamt UMFÍ verði veitt 10 m.kr. framlag til ungmenna- og tómstundabúða að Laugum í Sælingsdal.
        1.13
Bandalag íslenskra skáta. Gerð er tillaga um 3 m.kr. hækkun á framlagi til Bandalags íslenskra skáta.
                  Þá er lagt til að Bandalagi íslenskra skáta verði veitt 2 m.kr. tímabundið framlag vegna alþjóðlegs móts, Nordjamb, á næsta ári.
        1.90
Æskulýðsmál. Gerð er tillaga um 9,9 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
989     Ýmis íþróttamál.
        1.10
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna Ólympíuleikanna í Torino 2006. 1.14 Íþróttasamband fatlaðra. Gerð er tillaga um 1,5 m.kr. hækkun á framlagi til Íþróttasambands fatlaðra.
                  Einnig er lagt til að Íþróttasambandi fatlaðra verði veitt 1,5 m.kr. tímabundið framlag til starfsemi Special Olympics á Íslandi.
        1.20
Glímusamband Íslands. Gerð er tillaga um 0,5 m.kr. hækkun á framlagi til Glímusambandsins.
        1.21 Skáksamband Íslands. Gerð er tillaga um 3 m.kr. hækkun á framlagi til Skáksambands Íslands vegna alþjóðlegra verkefna.
        1.30
Bridgesamband Íslands. Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundna hækkun á framlagi til Bridgesambands Íslands.
        1.90
Ýmis íþróttamál. Gerð er tillaga um 1,6 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.50
Landsmót ungmennafélaga í Kópavogi 2007. Gerð er tillaga um 20 m.kr. tímabundið framlag til Kópavogsbæjar vegna uppbyggingar fyrir landsmót UMFÍ árið 2007.
        6.52 Skíðasvæðið í Tungudal við Skutulsfjörð. Lagt er til að Skíðafélagi Ísfirðinga verði veitt 5 m.kr. tímabundið framlag til jarðvegsframkvæmda á skíðasvæði Ísfirðinga.
        6.56
Skíðamannvirki í Skarðsdal, Siglufirði. Gerð er tillaga um að Siglufjarðarkaupstað verði veitt 5 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar á skíðamannvirkjum og aðstöðu á skíðalandi Siglfirðinga í Skarðsdal.
         6.57 Sparkvellir. Gerð er tillaga um að veita Knattspyrnusambandi Íslands 25 m.kr. tímabundið framlag til að halda áfram sparkvallaátaki.
999     Ýmislegt.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 16,6 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.90
Ýmis stofnkostnaðarframlög. Gerð er tillaga um 51,1 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.

03 Utanríkisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytis verði lækkuð um 2 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.23
Mannréttindamál. Lagt er til að liðurinn falli brott og að fjárheimild liðarins, 4 m.kr., færist yfir á lið 06-190-1.45 Mannréttindamál.
300     Sendiráð Íslands.
        1.01
Sendiráð Íslands. Gerð er tillaga um 2 m.kr. framlag vegna húsnæðiskostnaðar sendiráðsprests í London. Við mannaskipti í stöðu sendiráðsprests láðist að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna húsnæðismála hans.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði aukin um 77,6 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.31
Skógræktarfélag Íslands. Gerð er tillaga um 1,6 m.kr. hækkun á framlagi til Skógræktarfélags Íslands.
         1.90 Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 3 m.kr. hækkun á safnliðnum og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
221     Veiðimálastofnun.
        1.01
Veiðimálastofnun. Lagt er til að Veiðimálastofnun verði veitt 12 m.kr. tímabundið framlag til rannsókna á sjávardvöl laxins.
234     Landbúnaðarstofnun.
        1.01
Landbúnaðarstofnun. Gerð er tillaga um 27 m.kr. fjárveitingu vegna ráðningar starfsfólks við stoðþjónustu og almenns rekstrarkostnaðar við sameiningu stofnana í Landbúnaðarstofnun, en þær eru embætti yfirdýralæknis, Aðfangaeftirlit ríkisins, plöntueftirlit Landbúnaðarháskóla Íslands og starfsemi kjötmatsformanns við mat á sláturafurðum auk verkefna sem Bændasamtök Íslands hafa annast. Ráðinn hefur verið forstjóri stofnunarinnar og gert ráð fyrir sex öðrum nýjum störfum við stjórnun og stoðþjónustu hjá stofnuninni. Fjárveitingin miðast við að ráðið verði í störfin í áföngum innan ársins.
                  Þá er gerð tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag til kaupa og uppsetningar á tölvu- og upplýsingakerfi ásamt nauðsynlegum innanstokksmunum og búnaði.
                  Loks er gerð tillaga um 5 m.kr. fjárveitingu til að standa straum af kostnaði við leigu og rekstur á húsnæði fyrir Landbúnaðarstofnun. Fjárveitingin miðast við að stofnunin fái húsnæðið afhent fullbúið með öllum lögnum og skilveggjum 1. september 2006.
271     Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal.
        1.01
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal. Lagt er til að Guðbrandsstofnun við Hólaskóla verði veitt 5 m.kr. tímabundið framlag til verkefnisins 900 ára afmæli Hólastaðar – biskupsseturs og skóla.
311     Landgræðsla ríkisins.
        1.01
Landgræðsla ríkisins. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag vegna Hekluskóga.
321     Skógrækt ríkisins.
        1.01
Skógrækt ríkisins. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag vegna Hekluskóga.

05 Sjávarútvegsráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 101,9 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        6.41
Gagnagrunnur um ástand og nýtingu fiskistofna. Lagt er til 11 m.kr. tímabundið framlag til gagnagrunns um ástand og nýtingu fiskistofna við Ísland. Gagnagrunninum er ætlað að bæta aðgengi að upplýsingum um vistkerfi og náttúru hafsins við Ísland, sjálfbæra nýtingu auðlinda, efnainnihald og heilnæmi sjávarfangs, hagrænt samhengi og mikilvægi þess að nýta auðlindir hafsins fyrir efnahag Íslands.
202     Hafrannsóknastofnunin.
        1.01
Hafrannsóknastofnunin. Lögð er til 50 m.kr. hækkun til hafrannsókna á árinu 2006. Tillaga þessi er gerð í tengslum við lagafrumvarp sjávarútvegsráðherra um að 660 m.kr. af fé því sem rann í Verkefnasjóð sjávarútvegsins þegar Þróunarsjóður sjávarútvegsins var lagður niður fari í ríkissjóð.
204     Fiskistofa.
        1.01
Fiskistofa. Lögð er til 25,1 m.kr. hækkun vegna leigu og reksturs nýs húsnæðis Fiskistofu frá næstu áramótum en þá flyst hún frá Ingólfsstræti til Hafnarfjarðar.
                  Einnig er lagt til 15,8 m.kr. tímabundið framlag vegna kostnaðar við flutninginn.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 79,8 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.45 Mannréttindamál.
Lagt er til að 4 m.kr. framlag færist á þennan lið af liðnum 03-190-1.23 Mannréttindamál.
         1.93 Dómsmál, ýmis kostnaður. Gerð er tillaga um 15. m.kr. tímabundna fjárveitingu til að standa straum af kostnaði við sérstakan ríkissaksóknara í máli sem ríkissaksóknari sagði sig frá til að gæta hæfisreglna. Fjárveitingin er ætluð til þess að standa undir launakostnaði, sérfræðiaðstoð og húsnæði.
432     Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.
        1.40
Tollgæsla. Gerð er tillaga um 1 m.kr. framlag til fíkniefnavarna í Vestmannaeyjum.
591     Fangelsisbyggingar.
        6.10
Stofnframkvæmdir. Gerð er tillaga um 50 m.kr. tímabundið framlag til framkvæmda við stækkun og endurbætur fangelsa. Unnin hefur verið frumathugun á stöðu og horfum í fangelsismálum þar sem fram kemur þarfagreining, yfirlit yfir núverandi aðstöðu og rekstur o.fl. Fyrirhugað er í fyrsta áfanga að gera breytingar á fangelsum á Akureyri og á Kvíabryggju. Á Kvíabryggju er ætlunin að fjölga um átta fangarými og er kostnaður við þær framkvæmdir áætlaður 27 m.kr. en þær verða fjármagnaðar með ónotuðum fjárheimildum frá fyrri árum. Á Akureyri er ætlunin að fjölgun fangaklefum um tvo og skapa möguleika á langtímavistun fanga. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er 130 m.kr. Auk þess er talið nauðsynlegt að gera breytingar á húsnæði lögreglustöðvarinnar og er kostnaður við það áætlaður 80 m.kr. Fjárveitingin er ætluð til þess að unnt verði að hefjast handa við framkvæmdirnar á Akureyri seinni hluta næsta árs. Gert er ráð fyrir að framlag til verkefnisins verði endurmetið fyrir fjárlagafrumvarp 2007.
701     Þjóðkirkjan.
        1.01
Biskup Íslands. Lagt er til að fjárheimild þjóðkirkjunnar hækki um 1,8 m.kr. Samkvæmt samningi milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar greiðir ríkið m.a. laun presta, prófasta, vígslubiskupa og biskups Íslands í samræmi við úrskurði kjaranefndar og Kjaradóms. Í tengslum við endurmat á áhrifum úrskurða ársins 2005 og leiðréttingar á fjárheimildum í fjáraukalagafrumvarpi þessa árs hefur launakostnaður næsta árs verið endurreiknaður. Niðurstaðan er að hækka þurfi fyrri áætlun um 1,8 m.kr. eins og lagt er til en jafnframt er gerð leiðrétting á tegundaskiptingu fjárheimildanna.
        6.25
Dómkirkjan í Reykjavík. Gerð er tillaga um að veita Dómkirkjunni í Reykjavík 5 m.kr. tímabundið framlag til að breyta aðalinngangi safnaðarheimilis kirkjunnar.
        6.28
Þingeyraklausturskirkja. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til byggingar þjónustuhúss við Þingeyraklausturskirkju.

07 Félagsmálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði aukin um 472 m.kr.
700     Málefni fatlaðra.
        1.90
Ýmis verkefni. Lagt er til að 7,5 m.kr. verði varið til stofnana fatlaðra vegna ákvæða í kjarasamningum um vinnufatnað starfsmanna á heimilum fyrir fatlaða. Áformað er að félagsmálaráðuneyti móti reglur um framkvæmd greiðslna og millifæri fjárhæðir á einstakar stofnanir.
701     Málefni fatlaðra, Reykjavík.
        1.01
Almennur rekstur. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundinn styrk til hjóna til að annast alvarlega veik börn sín.
703     Málefni fatlaðra, Vesturlandi.
        1.30
Dagvist og verndaðir vinnustaðir. Gerð er tillaga um 2 m.kr. hækkun á framlagi til starfsemi Fjöliðjunnar á Akranesi og í Borgarnesi.
704     Málefni fatlaðra, Vestfjörðum.
        1.01
Almennur rekstur. Lögð er til 4 m.kr. fjárveiting til svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Vestfjörðum vegna þjónustu í Strandasýslu.
705     Málefni fatlaðra, Norðurlandi vestra.
        1.86
Samningur við Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Gerð er tillaga um 6,5 m.kr. fjárheimild til að mæta kostnaði við starfsmat sem samið var um í kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins fyrir starfsmenn sem sinna þjónustu við fatlaða.
706     Málefni fatlaðra, Norðurlandi eystra.
        1.86
Samningur við Akureyrarbæ um þjónustu við fatlaða. Gerð er tillaga um 25 m.kr. fjárheimild til að mæta kostnaði við starfsmat sem samið var um í kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins fyrir starfsmenn sem sinna þjónustu við fatlaða.
707     Málefni fatlaðra, Austurlandi.
        1.30
Verndaðir vinnustaðir. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til Jónsvers á Vopnafirði, vinnustofu fyrir fólk með skerta starfsorku, sem hóf starfsemi á árinu.
984     Atvinnuleysistryggingasjóður.
        1.11
Atvinnuleysisbætur. Lagt er til að heimild Atvinnuleysistryggingasjóðs til greiðslu atvinnuleysisbóta hækki um 400 m.kr. í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Gert er ráð fyrir að lög um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð á næsta ári. Meðal annars er áformað að lágmarksbætur hækki og að teknar verði upp tekjutengdar bætur auk þess sem greiðslutímabil styttist. Gert er ráð fyrir að frekari útfærsla taki mið af niðurstöðu nefndar sem skilaði af sér tillögum 9. nóvember sl. um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir. Ekki liggur fyrir á þessu stigi nákvæmt mat á kostnaði við breytingarnar en gert er ráð fyrir að kostnaðurinn rúmist innan núverandi tekna sjóðsins af atvinnutryggingagjaldi miðað við atvinnuleysi um þessar mundir.
999     Félagsmál, ýmis starfsemi.
        1.34
Geysir, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða. Gerð er tillaga um 3 m.kr. framlag til klúbbsins Geysis sem vinnur uppbyggingarstarf með einstaklingum sem eiga eða hafa átt við geðræn vandamál að stríða.
        1.35
Félag heyrnarlausra. Lagt er til 4 m.kr. tímabundið framlag til Félags heyrnarlausra.
        1.37
Strókur, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða. Gerð er tillaga um 5 m.kr. framlag til Stróks sem er klúbbur fyrir fólk með geðraskanir á Suðurlandi.
        1.41
Stígamót. Gerð er tillaga um 4 m.kr. hækkun á framlagi til Stígamóta.
        1.48
Nýbúamiðstöð á Vestfjörðum. Gerð er tillaga um 5 m.kr. hækkun á framlagi til Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 2 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 155,4 m.kr.
203     Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
        1.51
Frekari uppbætur. Liðurinn hækkar um 720 m.kr. þar sem lagt er til að fallið verði frá breytingum á greiðslu uppbótar til elli- og örorkulífeyrisþega til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar. Þannig er fallið frá 226,4 m.kr. lækkun útgjalda í tengslum við þessi áform. Þá var með breytingunni fyrirhugað að ráðstafa 202,3 m.kr. til að hækka tekjutryggingarauka örorkulífeyrisþega sem er lagt til að verði fært til baka. Fyrirhugað var að ráðstafa 191,3 m.kr. til að hækka tekjutryggingarauka ellilífeyrisþega sem einnig er lagt til að verði fært til baka. Loks var fyrirhugað að ráðstafa 100 m.kr. til að efla starfsendurhæfingu sem er lagt til að verði fært til baka.
204     Lífeyristryggingar.
        1.26
Tekjutryggingarauki ellilífeyrisþega. Liðurinn lækkar um 191,3 m.kr. þar sem lagt er til að fallið verði frá breytingum á greiðslu uppbótar til elli- og örorkulífeyrisþega til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar eins og að framan greinir, en með breytingunni var fyrirhugað að ráðstafa 191,3 m.kr. til að hækka tekjutryggingarauka ellilífeyrisþega sem er lagt til að verði fært til baka.
        1.27
Tekjutryggingarauki örorkulífeyrisþega. Liðurinn lækkar um 202,3 m.kr. þar sem lagt er til að fallið verði frá breytingum á greiðslu uppbótar til elli- og örorkulífeyrisþega til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar. Með breytingunni var fyrirhugað að ráðstafa 202,3 m.kr. til að hækka tekjutryggingarauka örorkulífeyrisþega sem er lagt til að verði fært til baka.
206     Sjúkratryggingar.
        1.11
Lækniskostnaður. Gerð er tillaga um 26 m.kr. framlag til að mæta kostnaði við að fjölga einingum læknisverka í samningi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna milli Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur. Fjöldi eininga í núverandi samningi er byggður á áætlun um fjölda læknisverka á árinu 2004 en lagt er til að raunverulegur fjöldi eininga 2004 verði lagður til grundvallar. Þá er gert ráð fyrir að bæta við einingum vegna svæfingarlækna í kjölfar ákvörðunar um fjölgun læknisverka við bæklunarlækningar.
        1.15
Lyf. Lagt er til að 64 m.kr. verði millifærðar af fjárheimildum Landspítala – háskólasjúkrahúss yfir á lyfjakostnað sjúkratrygginga vegna breytinga á greiðslufyrirkomulagi lyfja til tæknifrjóvgunar sem áður voru S-merkt, þ.e. til notkunar á sjúkrahúsi. Þjónustusamningur hefur verið í gildi milli Landspítala – háskólasjúkrahúss og verksala um tæknifrjóvganir og er áformað að framlengja samninginn þegar hann rennur út í nóvember með þeim breytingum að lyfin verða ekki lengur greidd af Landspítalanum heldur af Tryggingastofnun ríkisins. Með vísan til þessa er lagt til að millifærð verði fjárveiting af Landspítalanum sem nemur raunkostnaði spítalans vegna S-merktra og óskráðra lyfja til tæknifrjóvgunar sem greitt hefur verið fyrir samkvæmt samningnum. Áformað er að endurmeta millifærsluna í ljósi endanlegs uppgjörs á lyfjakostnaði.
        1.25 Hjúkrun í heimahúsum. Lagt er til að 29 m.kr. fjárheimild til heimahjúkrunar krabbameinssjúkra verði færð frá sjúkratryggingum til Landspítala – háskólasjúkrahúss þar sem áformað er að flytja starfsemi Heimahlynningar, hjúkrunar krabbameinssjúkra í heimahúsum, til sjúkrahússins 1. janúar 2006. Með flutningi þjónustunnar til sjúkrahússins er kominn vísir að miðlægri þjónustu þar sem á einum stað er hægt að samræma heimaþjónustu, dagvist og göngudeildarþjónustu.
        1.31
Þjálfun. Lagt er til að 30,7 m.kr. verði færðar frá þjálfunarlið sjúkratrygginga til Reykjalundar, Mosfellsbæ, vegna breytinga á greiðslum fyrir atvinnulega endurhæfingu sem stofnunin hefur sinnt með samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýr þjónustusamningur milli ráðuneytisins og Reykjalundar taki einnig til þessa verkefnis og greiðist því með beinu framlagi.
                  Jafnframt lækkar liðurinn um 100 m.kr. þar sem fallið er frá breytingum á greiðslu uppbótar til elli- og örorkulífeyrisþega til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar en með breytingunni var fyrirhugað að ráðstafa 100 m.kr. til að efla starfsendurhæfingu.
340     Málefni fatlaðra.
        6.90
Styrkir til ýmissa framkvæmda. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til Bergmáls, líknar- og vinafélags, til að byggja hús undir starfsemi félagsins að Sólheimum í Grímsnesi.
358     Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri.
        1.01
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri. Lögð er til 11,5 m.kr. hækkun framlags til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til að fjölga stöðugildum unglækna á spítalanum vegna áhrifa af samþykkt tilskipunar EB um breytingar á vinnutíma lækna í starfsnámi.
373     Landspítali – háskólasjúkrahús.
        1.01
Landspítali – háskólasjúkrahús. Liðurinn hækkar um 14,8 m.kr. og skýrist það af þrennu. Í fyrsta lagi er lögð til 49,8 m.kr. hækkun framlags til Landspítala – háskólasjúkrahúss til að fjölga stöðugildum unglækna á spítalanum vegna áhrifa af samþykkt tilskipunar EB um breytingar á vinnutíma lækna í starfsnámi.
                  Í öðru lagi er lagt til að 29 m.kr. fjárheimild til heimahjúkrunar krabbameinssjúkra verði færð frá sjúkratryggingum til Landspítala – háskólasjúkrahúss þar sem áformað er að flytja starfsemi Heimahlynningar, hjúkrunar krabbameinssjúkra í heimahúsum, til sjúkrahússins 1. janúar 2006. Með flutningi þjónustunnar til sjúkrahússins er kominn vísir að miðlægri þjónustu þar sem á einum stað er hægt að samræma heimaþjónustu, dagvist og göngudeildarþjónustu.
                  Í þriðja lagi er lagt til að 64 m.kr. verði millifærðar af fjárheimildum Landspítala – háskólasjúkrahúss yfir á lyfjakostnað sjúkratrygginga vegna breytinga á greiðslufyrirkomulagi lyfja til tæknifrjóvgunar sem áður voru S-merkt, þ.e. til notkunar á sjúkrahúsi. Þjónustusamningur hefur verið í gildi milli Landspítala – háskólasjúkrahúss og verksala um tæknifrjóvganir og er áformað að framlengja samninginn þegar hann rennur út í nóvember með þeim breytingum að lyfin verði ekki lengur greidd af Landspítalanum heldur af Tryggingastofnun ríkisins. Með vísan til þessa er lagt til að millifærð verði fjárveiting frá Landspítalanum sem nemur raunkostnaði spítalans vegna S-merktra og óskráðra lyfja til tæknifrjóvgunar sem greitt hefur verið fyrir samkvæmt samningnum. Áformað er að endurmeta millifærsluna í ljósi endanlegs uppgjörs á kostnaði vegna lyfjanna.
        5.60 Viðhald. Lögð er til 55 m.kr. lækkun á þessu viðfangsefni til að mæta aðhaldi í útgjöldum.
379     Sjúkrahús, óskipt.
        1.01
Óskipt framlag til reksturs sjúkrahúsa. Lagt er til að framlagið lækki um 40 m.kr. til að mæta aðhaldi í útgjöldum.
399     Heilbrigðismál, ýmis starfsemi.
        1.21
Eftirlit með greiðslum almannatrygginga. Lögð er til 10 m.kr. lækkun fjárheimildar til að efla eftirlit með greiðslum bóta almannatrygginga og til endurskipulagningar á starfsemi læknadeildar og lífeyristryggingasviði Tryggingastofnunar ríkisins, en fyrri áætlun hefur verið endurskoðuð.
        1.34
Hjartaheill. Gerð er tillaga um 4 m.kr. framlag til Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, til reksturs samtakanna.
        1.58
Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili. Gerð er tillaga um 5 m.kr. hækkun á framlagi til meðferðarheimilisins í Krýsuvík.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 0,2 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.98
Ýmis framlög heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Lagt er til að 11 m.kr. tímabundið framlag á árinu 2006 til að mæta kostnaði við gagnkvæm starfsmannaskipti íslenskra og kínverskra heilbrigðisstarfsmanna falli niður, en gert er ráð fyrir að kostnaðurinn falli til á þessu ári.
401     Öldrunarstofnanir, almennt.
        6.27
Jaðar, Ólafsvík. Gerð er tillaga um 30 m.kr. tímabundið framlag til undirbúnings stækkunar Jaðars í Ólafsvík.
491     Reykjalundur, Mosfellsbæ.
        1.10
Reykjalundur, Mosfellsbæ. Lagt er til að 30,7 m.kr. verði færðar frá þjálfunarlið sjúkratrygginga til Reykjalundar, Mosfellsbæ, vegna breytinga á greiðslum fyrir atvinnulega endurhæfingu sem stofnunin hefur sinnt með samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýr þjónustusamningur milli ráðuneytisins og Reykjalundar taki einnig til þessa verkefnis og greiðist því með beinu framlagi.
501     Sjúkraflutningar.
        1.11
Sjúkraflutningar. Lagt er til að fjárheimildir liðarins verði lækkaðar um 25 m.kr. og náð fram aukinni hagræðingu í rekstri.
        1.15
Sjúkraflug. Lagt er til að liðurinn lækki um 25 m.kr. þar sem útboð á rekstri sjúkraflugs sem fór fram fyrr á þessu ári hefur leitt til lægri kostnaðar en ráð var fyrir gert.
505     Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu.
        1.01
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að 3.493,5 m.kr. fjárheimild samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2006 verði færðar á nýjan fjárlagalið með sama heiti. Með sameiningu heilsugæslu á höfðuborgarsvæðinu verður ekki hægt að nota einn af eldri fjárlagaliðum og er því lagt til að samanlagðar fjárheimildir þeirra verði færðar á nýjan lið.
506     Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu.
        1.01
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að 3.493,5 m.kr. fjárheimild samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2006 verði færðar á þennan nýjan fjárlagalið með sama heiti. Með sameiningu heilsugæslu á höfðuborgarsvæðinu verður ekki hægt að nota einn af eldri fjárlagaliðum og er því lagt til að samanlagðar fjárheimildir þeirra verði færðar á nýjan lið.
700     Heilbrigðisstofnanir.
        1.01
Almennur rekstur. Lagt er til að framlag til að styrkja rekstrargrunn heilbrigðisstofnana verði lækkað um 22,7 m.kr.
        5.50
Viðhald heilbrigðisstofnana. Lagt er til að fallið verði frá fyrirhugaðri 12 m.kr. fjárveitingu vegna flutnings á viðhaldsverkefnum heilbrigðisstofnana til Fasteigna ríkissjóðs þar sem verkefnið frestast.
711     Heilbrigðisstofnunin Akranesi.
        1.11
Sjúkrasvið. Lögð er til 1,2 m.kr. hækkun framlags til Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi til að fjölga stöðugildum unglækna á spítalanum vegna áhrifa af samþykkt tilskipunar EB um breytingar á vinnutíma lækna í starfsnámi.

09 Fjármálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði lækkuð um 50 m.kr.
201     Ríkisskattstjóri.
        1.01
Almennur rekstur. Lagt er til að fjármögnun útgjalda stofnunarinnar með greiðslu úr ríkissjóði hækki um 56,3 m.kr. vegna leiðréttingar á áætlun um ríkistekjur fyrir afnot af fyrirtækja- og hlutafélagaskrá og fyrir vottorð. Í frumvarpinu var fyrir mistök gert ráð fyrir 65 m.kr. hækkun á ríkistekjum hjá stofnuninni en sú hækkun átti að vera 8,7 m.kr. Fjármögnun með greiðslu úr ríkissjóði lækkaði því um 65 m.kr. í frumvarpinu en hækkar aftur með þessari tillögu sem nemur mismuninum eða um 56,3 m.kr. Breytingin hefur ekki áhrif á útgjaldaskuldbindingar ríkissjóðs.
989     Launa- og verðlagsmál.
        1.90
Launa- og verðlagsmál. Lagt er til að fjárheimild launa- og verðlagsliðar fjárlagafrumvarpsins verði aukin um 100 m.kr. til að mæta áhrifum af samkomulagi um framkvæmd bókunar í kjarasamningi við Starfsgreinasamband Íslands sem gert var 11. nóvember sl. Í bókuninni var tiltekið að þar sem gert væri ráð fyrir upptöku nýs launakerfis væru aðilar sammála um að meta sameiginlega hvernig til hefði tekist um framkvæmd eigi síðar en 18 mánuðum frá upptöku hins nýja launakerfis. Samkvæmt samkomulaginu verður veitt framlag til stofnana vegna stofnanasamninganna sem nemur 1,5% af launasummu Starfsgreinasambandsins frá 1. maí 2006 og sem nemur 1,2% frá 1. maí 2007. Þá verður áfangahækkun launataxta 2% frá 1. janúar 2008 í stað 0,5% samkvæmt kjarasamningnum. Sundurliðun þessarar fjárheimildar til einstakra stofnana er sýnd í sérstöku yfirliti I með breytingartillögum meiri hlutans. Þar sem nánari áætlanir um helstu þætti frumvarpsins hafa komið fram við yfirferð á því er gert ráð fyrir að fjárheimild til að mæta frávikum í almennum forsendum frumvarpsins eftir afgreiðslu þess lækki um 150 m.kr. og verði 690 m.kr.
999     Ýmislegt.
        1.11
Endurmenntun og starfsmenntunarsjóðir og 1.13 Kjarasamningar. Lagt er til að fjárveiting viðfangsefnisins 09-999-1.11 Endurmenntun og starfsmenntunarsjóðir verði millifærð yfir á viðfangsefnið 09-999-1.13 Kjarasamningar. Fjármögnun þessara endurmenntunar- og starfsmenntunarmála hefur í kjarasamningum verið komið inn í launatengd gjöld til frambúðar. Hins vegar er tímabundin þörf á auknum fjármunum til innleiðingar á kjarasamningum ársins 2005 með fræðslu og kynningu fyrir starfsmenn ríkisins í tengslum við gerð nýrra stofnanasamninga á næsta ári.

10 Samgönguráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 83,7 m.kr.
101     Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa. Lagt er til að 15 m.kr. fjárheimild verði flutt á þennan lið af safnlið 10-190-1.98 Ýmis framlög samgönguráðuneytis. Alþingi samþykkti á árinu 2002 tillögu samgönguráðherra um 15 m.kr. fjárheimild til flutnings verkefna út á land og til verkefnastýringar. Lagt er til að fjárheimildin verði nú flutt af safnlið yfir á aðalskrifstofu ráðuneytisins þar sem eðlilegra er að bóka kostnað vegna verkefnisins.
190     Ýmis verkefni.
        1.44
Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu. Lagt er til að 20 m.kr. tímabundið framlag fjárlaga 2004 í tvö ár til uppbyggingar og þróunar ferðaþjónustu á landsbyggðinni verði framlengt um eitt ár.
        1.90 Ýmislegt. Liðurinn hækkar um 10,5 m.kr. Annars vegar er gerð tillaga um 11,5 m.kr. hækkun á safnliðnum og hins vegar er lagt til að 1 m.kr. framlag til Ferðamálasamtaka Vestur-Norðurlanda sem lagt var til í frumvarpinu verði millifært af liðnum til Ferðamálastofu. Skipting liðarins er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.98
Ýmis framlög samgönguráðuneytis. Liðurinn hækkar um 1 m.kr. og skýrist það af þrennu. Í fyrsta lagi er lagt til að veitt verði 10 m.kr. framlag vegna hlutar samgönguráðuneytis í kostnaði við samstarf ríkis og sveitarfélaga á Vesturlandi um menningarmál. Samkvæmt samningnum munu menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti beita sér fyrir 25 m.kr. framlagi vegna verkefnisins árið 2006.
                  Í öðru lagi er lögð til 6 m.kr. hækkun vegna leiðréttingar á frumvarpinu.
                  Loks er lagt til að 15 m.kr. fjárheimild til flutnings verkefna út á land og til verkefnastýringar verði flutt af þessum fjárlagalið á liðinn 10-101-1.01 Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa eins og þar greinir.
335     Siglingastofnun Íslands.
        1.11
Vaktstöð siglinga. Lagt er til að framlag til verkefnisins verði hækkað um samtals 10 m.kr. Um er að ræða annars vegar samkomulag sem gert hefur verið á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Neyðarlínunnar og ríkissjóðs um skiptingu á greiðslum lífeyrishækkana fyrrum starfsmanna Tilkynningaskyldunnar. Hins vegar er um að ræða verðbætur á þjónustusamning um Vaktstöð siglinga.
336     Hafnabótasjóður.
        6.74
Lendingabætur. Gerð er tillaga um 0,5 m.kr. hækkun á liðnum og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögu meiri hlutans.
471     Rekstur Flugmálastjórnar.
        1.01
Flugmálastjórn. Lagt er til að stofnunin fái 20 m.kr. útgjaldaheimild til rekstrar, en nú er gert ráð fyrir að tekjur hennar af flugvallarskatti og varaflugvallagjaldi verði 20 m.kr. hærri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
                  Lagt er til að heimild verði veitt til að millifæra 20 m.kr. fjárheimild af viðhaldslið stofnunarinnar á rekstrarlið hennar vegna breytinga á samsetningu útgjalda.
        1.81
Framlag Íslands vegna samnings við Alþjóðaflugmálastofnunina, ICAO. Farið er fram á að 5% framlag vegna kostnaðarhlutdeildar ríkisins, sbr. samning við ICAO um rekstur Alþjóðaflugþjónustunnar, hækki um 5,7 m.kr. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna Alþjóðaflugþjónustunnar hækki á milli ára og því er gert ráð fyrir að 5% kostnaðarhlutdeild hækki um 5,7 m.kr., úr 96,5 m.kr. í 102,2 m.kr.
472     Framkvæmdir Flugmálastjórnar.
        5.41
Viðhald. Lagt er til að heimild verði veitt til að millifæra 20 m.kr. fjárheimild af viðhaldslið stofnunarinnar á rekstrarlið hennar vegna breytinga á samsetningu útgjalda.
651     Ferðamálastofa.
        1.01
Ferðamálastofa. Lagt er til að nafn stofnunarinnar og viðfangsefnisins 1.01 verði Ferðamálastofa.
                  Lagt er til að 1 m.kr. framlag til Ferðamálasamtaka Vestur-Norðurlanda sem gert er ráð fyrir á safnlið fyrir ýmis verkefni verði millifært hingað.
                  Lagt er til að hætt verði við fyrirhugaða 60,1 m.kr. millifærslu á milli viðfanganna 10-651-1.21 og 10-651-1.01 og færist því fjárhæðin af þessum lið.
        1.21
Fjölsóttir ferðamannastaðir. Liðurinn hækkar um 60,1 m.kr. þar sem lagt er til að hætt verði við fyrirhugaða millifærslu milli viðfanganna 10-651-1.21 og 10-651-1.01 vegna fækkunar viðfangsefna í fjárlagafrumvarpinu þar sem rétt þykir að viðfangsefnið Fjölsóttir ferðamannastaðir verði áfram sérgreint í fjárlögum.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 24,6 m.kr.
102     Einkaleyfastofan.
        1.01
Einkaleyfastofan. Lagt er til að millifærð verði 12,1 m.kr. fjárheimild á þennan lið frá Neytendastofu en ákveðið hefur verið að flytja starfsemi faggildingarsviðs frá Neytendastofu til Einkaleyfastofu.
                  Lagt er til að millifærð verði tímabundið í eitt ár 9,7 m.kr. fjárheimild á þennan lið af liðnum 11-399 Ýmis orkumál. Er fjárheimildin ætluð til reksturs faggildingarsviðs. Áformað er að á næstu fimm árum verði sviðið nánast sjálfbært af eigin tekjum en stærra að umfangi en í dag. Ætlunin er að fjölga starfsmönnum úr einum í tvo og þar með auka umsvif faggildingar.
375     Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
        1.11 Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Lagt er til að veitt verði 25 m.kr. viðbótarfjárheimild á liðinn. Áætlað er að um 20% þeirra sem nota rafhitun noti meira en 35 þús. kWst. á ári sem er núverandi hámark á niðurgreiðslum ríkissjóðs. Lagt er til að það hámark hækki í 40 þús. kWst. á ári. Kostnaðarauki ríkissjóðs við að hækka viðmiðunarmörkin upp í 40 þús. kWst. á ári er áætlaður um 40 m.kr. á ári en mismunurinn, 15 m.kr., rúmast innan útgjaldaramma ráðuneytisins.
399     Ýmis orkumál.
        1.22
Vistvænir orkugjafar. Lagt er til að millifærðar verði 9,7 m.kr. af liðnum til Einkaleyfastofu vegna reksturs faggildingarsviðs. Ætlunin er að á næstu fimm árum verði sviðið nánast sjálfbært og stærra en í dag. Ráðgert er að fjölga starfsmönnum úr einum í tvo og þar með auka umsvif faggildingar hér á landi.
401     Byggðaáætlun.
        1.10
Byggðaáætlun. Lagt er til að felldar verði niður 12,5 m.kr. af fjárheimild til byggðaáætlunar. Fjárheimildin átti að vera í samræmi við samþykkta byggðaáætlun en við nánari skoðun hefur komið í ljós að svo er ekki.

12 Viðskiptaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild viðskiptaráðuneytis verði aukin um 88,9 m.kr.
402     Fjármálaeftirlitið.
        1.01
Fjármálaeftirlitið. Lagt er til að fjárheimild stofnunarinnar verði hækkuð um 101 m.kr. vegna aukinna verkefna og fjölgunar starfsmanna hjá stofnuninni. Er tillagan í samræmi við frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Eru útgjöldin fjármögnuð með hækkun á eftirlitsgjaldi sem færist á tekjuhlið ríkissjóðs og hefur breytingin því ekki áhrif á afkomu hans. Reiknað er með að eftirlitsgjaldið skili um 424 m.kr. á næsta ári eða um 13,5 m.kr. umfram útgjöld. Sá afgangur er ætlaður til að mæta áætluðum halla ársins 2005 sem færist til ársins 2006 og kemur fram sem viðskiptahreyfing á gjaldahlið frumvarpsins.
421     Neytendastofa.
        1.01
Neytendastofa. Lagt er til að millifærð verði 12,1 m.kr. fjárheimild af þessum fjárlagalið á lið 11-102 Einkaleyfastofa, en ákveðið hefur verið að flytja starfsemi faggildingarsviðs frá Neytendastofu til Einkaleyfastofu.
425     Talsmaður neytenda.
        1.01
Talsmaður neytenda. Lagt er til að millifærðar verði 13 m.kr. á þennan nýjan fjárlagalið vegna talsmanns neytenda. Um talsmann neytenda gilda sérstök lög er varða sjálfstætt og óháð embætti og talsmaðurinn ber ábyrgð á eigin fjárreiðum.
999     Ýmis viðskiptamál.
        1.15
Talsmaður neytenda. Lagt er til að héðan verði millifærðar 13 m.kr. á nýjan fjárlagalið vegna talsmanns neytenda, 12-425 Talsmaður neytenda, eins og þar greinir.

13 Hagstofa Íslands

        Lagt er til að fjárheimild Hagstofu Íslands verði aukin um 15 m.kr.
101     Hagstofa Íslands, aðalskrifstofa.
        1.01
Hagstofa Íslands, aðalskrifstofa. Lögð er til 15 m.kr. fjárveiting til að kosta stöður tveggja sérfræðinga í samræmi við ríkisstjórnarsamþykkt frá 27. september 2005 og tilmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að starfsemi hagskýrslugerðar á sviði þjóðhagsreikninga og verðvísitalna verði efld. Einnig er gert ráð fyrir að veitt verði 15 m.kr. fjárveiting á árinu 2007 til að kosta stöður tveggja annarra sérfræðinga á þessu sviði.

14 Umhverfisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði aukin um 62,7 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.90
Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 6,2 m.kr. hækkun á safnliðnum en skipting hans er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.98
Ýmis framlög umhverfisráðuneytis. Gerð er tillaga um 4,5 m.kr. fjárveitingu til ýmissa umhverfisverkefna sem niður féll í fjárlagafrumvarpinu.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 4 m.kr. fjárveitingu vegna tveggja samstarfssamninga við Kína um samstarf á sviði umhverfismála og jarðskjálftavöktunar sem undirritaðir voru í heimsókn forseta Íslands til Kína fyrr á þessu ári.
401     Náttúrufræðistofnun Íslands.
        1.02
Setur í Reykjavík. Gerð er tillaga um 8 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrufræðistofnunar Íslands til gerðar náttúrufarskorta af landinu.
403     Náttúrustofur.
        1.10
Náttúrustofa Neskaupstað. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Austurlands til að sinna rannsóknum og vöktun hreindýrastofnsins.
        1.11
Náttúrustofa Vestmannaeyjum. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Suðurlands til rannsókna á breytingum á fæðu lunda og áhrifa þeirra á varpárangur og rannsókna á búsvæðavali og afkomu óðinshana og þórshana á Suðurlandi.
        1.12
Náttúrustofa Bolungarvík. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Vestfjarða til rannsókna í Hornstrandafriðlandi.
        1.13 Náttúrustofa Stykkishólmi. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Vesturlands til áframhaldandi rannsókna á minkum.
        1.14
Náttúrustofa Sauðárkróki. Gerð er tillaga um alls 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Norðurlands vestra til eftirfarandi fimm verkefna: 2 m.kr. til áframhaldandi jarðfræðilegrar úttektar á náttúrufari Skagafjarðar, 1 m.kr. til jarðfræðilegrar úttektar á berghlaupum á Norðurlandi vestra, 1 m.kr. til áframhaldandi rannsókna á Orravatnsrústum á Hofsafrétti, 0,5 m.kr. til könnunar á útbreiðslu öskulaga á Norðurlandi vestra og loks 0,5 m.kr. til áframhaldandi rannsókna á Sléttafellshverum við Síká.
        1.15
Náttúrustofa Sandgerði. Lagt er til 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Reykjaness til rannsókna á leiðum til fækkunar á mávi á Miðnesheiði með tímabundinni svæðafriðun á ref.
        1.16
Náttúrustofa Húsavík. Lagt er til 5 m.kr. tímabundið framlag til Náttúrustofu Norðausturlands til rannsókna á lífríki vatna fyrir botni Öxarfjarðar og Skjálfanda.
410     Veðurstofa Íslands.
        1.01
Almenn starfsemi. Lögð er til 5 m.kr. fjárveiting til áframhaldandi háloftarannsókna vegna veðurspáa á Keflavíkurflugvelli þar sem varnarliðið hefur sagt upp samningi ríkjanna um rannsóknirnar.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU
VIÐ SUNDURLIÐUN 4 (C-HLUTA)

    Gerð er tillaga um breytingar á framsetningu Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna endurmats á áætlunum sjóðsins. Helstu breytingar frá fjárlagafrumvarpinu eru þær að gert er ráð fyrir að hreinar fjármunatekjur aukist um 330 m.kr. og verði neikvæðar um 620 m.kr. Framlag úr A-hluta ríkissjóðs eykst um 27 m.kr. og nemur 4.477 m.kr. Er þá miðað við að ríkið leggi til 51% af 8.260 m.kr. áætluðum útlánum eða 4.213 m.kr. og 364 m.kr. vegna reksturs sjóðsins en frá dragist 100 m.kr. sem er áætlað ónotað ríkisframlag í árslok yfirstandandi árs sem lagt verður til í lokafjárlögum 2005 að færist yfir á árið 2006.
    Áætlað er að innheimtar afborganir af veittum lánum nemi 3.800 m.kr. og að sjóðurinn greiði 3.500 m.kr. í afborganir af teknum lánum og jafnframt er áætlað að handbært fé aukist um 50 m.kr. af þessum sökum. Til þess að fjármagna aukin útlán þarf sjóðurinn að taka 200 m.kr. meiri lán en áætlað er í fjárlagafrumvarpinu og eru lántökurnar því áætlaðar 5.100 m.kr.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU VIÐ 5. GR.

    Gerð er tillaga um tvær breytingar við 5. gr. Sú fyrri er um 200 m.kr. hækkun á lántökuheimildum Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ljósi endurskoðaðra áætlana sjóðsins. Sú síðari er um 4.000 m.kr. hækkun á heimild til veitingar ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar í ljósi endurskoðaðra fjárfestingaráætlana fyrirtækisins og samsvarandi aukningar á lánsfjárþörf.

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.

Alþingi, 22. nóv. 2005.



Magnús Stefánsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Birkir J. Jónsson.


Drífa Hjartardóttir.


Ásta Möller.



Bryndís Haraldsdóttir.







Fylgiskjal I.


Álit



um 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 2006, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Í samræmi við 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, hefur nefndin fjallað um 1. gr. fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2006, sbr. sundurliðun 1.
    Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Þorgeirsson, Benedikt Valsson, Dóróthea Jóhannsdóttir og Jóhann Rúnar Björgvinsson frá fjármálaráðuneyti, Arnór Sighvatsson og Markús Möller frá Seðlabanka Íslands, Björn Rúnar Guðmundsson frá Landsbankanum, Jón Bentsson frá Íslandsbanka og Ásgeir Jónsson frá KB-banka.
    Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt samhliða umfjöllun um tekjugrein fjárlaga. Þá voru þjóðhagsspár Seðlabankans og greiningardeilda bankanna ræddar og þær bornar saman við þjóðhagsspá ráðuneytisins. Töluverðar umræður fóru fram um mismunandi forsendur og niðurstöður spánna.
    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 eru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 314,0 milljarðar kr. á greiðslugrunni og 327,4 milljarðar kr. á rekstrargrunni. Endurskoðuð tekjuáætlun gerir ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 7,2 milljarða kr. Þá hækkun má fyrst og fremst rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að tekjuskattur lögaðila hækki um 3,5 milljarða kr., í öðru lagi að tekjur af vörugjaldi af innfluttum ökutækjum hækki um 1,5 milljarða kr. og í þriðja lagi að vaxtatekjur hækki um samtals 2,2 milljarða kr.
    Spá um þjóðhagsforsendur er óbreytt. Reiknað er með að hagvöxtur verði 4,6% á árinu 2006 og verðbólgan 3,8%. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 2,7%. Spáð er að gengi krónunnar lækki árið 2006 og að landsframleiðslan aukist um 4,6% að magni til. Reiknað er með minnkandi atvinnuleysi, þ.e. frá 2,2% niður í 1,8% milli ára. Hins vegar er gert ráð fyrir að viðskiptahalli verði 12,2% af landsframleiðslu sem er lækkun um rúmt prósentustig frá fyrra ári.
    Dagný Jónsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Siv Friðleifsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. nóv. 2005.

Pétur H. Blöndal, form,
Birgir Ármannsson,
Ásta Möller.




Fylgiskjal II.


Álit



um 1. gr. frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2006, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins er alltaf háð talsverðri óvissu enda byggist hún á spá um útlit og horfur á ókomnu ári. Þegar borinn er saman ríkisreikningur og fjárlög fyrir árið 2004 eru frávikin 20.410 millj. kr. eða 7,2% og á þessu ári stefnir í enn meiri frávik frá fjárlögum en áður. Gjaldahlið fjárlaga er vanáætluð ár eftir ár og ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að útgjaldaspáin byggist annaðhvort á óskhyggju og óraunsæi eða löngun til að fegra myndina við framlagningu fjárlagafrumvarpsins. Þegar fjárlög eru borin saman við ríkisreikning á sl. fimm árum eða árin 2000–2004 kemur í ljós að útgjöld hafa samanlagt farið tæplega 120 milljarða kr. fram úr áætlun, eða sem nemur 24 milljörðum kr. að meðaltali árlega en það er að meðaltali 10% frávik frá fjárlögum.
    Við yfirferð á fjárlagafrumvarpinu í efnahags- og viðskiptanefnd hefur sú skoðun komið fram hjá greiningardeildum bankanna að myndast hafi tómarúm þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Greiningardeildirnar búi ekki yfir þjóðhagslíkönum og það geri þeim erfitt um vik. Allar sjálfstæðar spár séu því ákveðnum annmörkum háðar. Þetta dregur athyglina að því hversu háðir stjórnmálamenn og allir aðilar á markaði eru upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu sem hvorki getur talist sjálfstæður né óvilhallur aðili.
    Tekjuspá fyrir árið 2006 er háð meiri óvissu en oft áður. Árið 2005 var að mörgu leyti sérstakt í íslenskum efnahagsmálum. Það einkenndist af mikilli spennu og þenslu vegna stóriðjuframkvæmda, gríðarlegrar útlánaaukningar í bankakerfinu, mikillar hækkunar á fasteignaverði og verulegrar aukningar á einkaneyslu. Viðskiptahallinn varð meiri en hann hefur nokkurn tíma verið síðan mælingar hófust, sterk staða krónunnar er farin að hafa verulega neikvæð áhrif á útflutnings- og samkeppnisgreinar og verðbólguþrýstingur hefur aukist. Tekjur ríkissjóðs hafa aldrei verið meiri og sjaldan aukist eins mikið milli ára eins og milli áranna 2004 og 2005. Án eignasölu hafa þær aukist um 50 milljarða kr. Jafnvel má búast við að þessar tekjur eigi enn eftir að aukast þar sem fjármálaráðuneytið spáir því að einkaneysla árið 2005 verði 9,5% en flestir aðrir telja að hún verði nær 10,5%.
    Ljóst er að sú spenna sem nú ríkir verður ekki viðvarandi en mat fjármálaráðuneytis, Seðlabanka og greiningardeilda bankanna á því hvenær og hversu hratt muni hægja á vexti í hagkerfinu er nokkuð mismunandi. Þannig spáir fjámálaráðuneytið því að einkaneysla fari niður í 4,3% á næsta ári, Seðlabankinn spáir 8,2% einkaneyslu og greiningardeild Landsbankans 5,4%. Fjármálaráðuneytið spáir því að framleiðsluspenna verði tæp 2% á næsta ári en Seðlabankinn að hún verði tæp 5%. Þetta skiptir verulegu máli fyrir afkomu ríkissjóðs því hvert 1% í viðbótarvexti bætir afkomu ríkissjóðs um u.þ.b. 3,8 milljarða kr. Gangi spá Seðlabankans eftir verður afkoma ríkissjóðs 11,4 milljörðum kr. betri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Almennt má segja að flestir spái meiri spennu á næsta ári en fjármálaráðuneytið, að einkaneysla og samneysla verði meiri og þar af leiðandi aukist bæði tekjur og útgjöld ríkissjóðs. Samdráttar fari ekki að gæta svo einhverju nemi fyrr en á árinu 2007 þegar framkvæmdum við álver verður lokið.
    Á undanförnum tíu árum hafa tekjur ríkissjóðs aukist gríðarlega, sérstaklega hin síðari ár. Þessi tekjuaukning er að stórum hluta til tengd þeirri þenslu sem nú er í hagkerfinu og gengur eflaust til baka að talsverðu leyti þegar um hægist. Skattalækkanir munu enn draga úr tekjum ríkissjóðs þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Spáð er að sama ár fari samdráttar að gæta í efnahagslífinu. Það er því áhyggjuefni hversu mjög útgjöld hafa aukist á undanförnum árum því þau sitja eftir þegar tekjur dragast saman. Ef ekkert verður að gert má því búast við að grípa þurfi til sársaukafulls niðurskurðar í opinberum útgjöldum þegar síst skyldi.
    Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fjármálaráðuneytis um afkomu ríkissjóðs er gert ráð fyrir að tekjuafgangur verði 1,6% af vergri landsframleiðslu. 2. minni hluti telur nauðsynlegt við núverandi aðstæður að hann aukist enn frekar og verði ekki undir 2%.
    Ljóst er af fjárlagafrumvarpinu að ríkisstjórnin ætlar sér ekkert hlutverk í hagstjórninni. Það er yfirlýst stefna hennar, sem kom bæði fram á síðasta aðalfundi Seðlabankans og í nýrri þjóðhagsáætlun, að ríkisfjármálin skipti engu máli sem sveiflujöfnunartæki. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisstjórnin skilar auðu og leggur alla ábyrgðina á Seðlabankann og stjórn peningamála. Afleiðingin er vaxtahækkanir og styrking krónunnar sem er á góðri leið með að ganga af mörgum framleiðslufyrirtækjum dauðum, sérstaklega á landsbyggðinni.
    Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en styður álit þetta.

Alþingi, 18. nóvember 2005.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
Guðmundur Magnússon, með fyrirvara.

Fylgiskjal III.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (01 Forsætisráðuneyti og 06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október 2004.
    Á fund nefndarinnar komu Óðinn H. Jónsson og Halldór Árnason frá forsætisráðuneyti og Stefán Eiríksson og Jónas Ingi Pétursson frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Heildargjöld forsætisráðuneytis árið 2006 eru áætluð um 1.118 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð tæpar 27 millj. kr. en þær nema 2,4% af heildargjöldum ráðuneytisins. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 719 millj. kr. og hækka um 68 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs, en um 40,8 millj. kr. að frátöldum launa- og verðlagsbótum.
    Heildargjöld dóms- og kirkjumálaráðuneytis árið 2006 eru áætluð um 18.311 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 672 millj. kr. en þær nema tæplega 4% af heildargjöldum ráðuneytisins. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 13.737 millj. kr. og hækka um 1.324 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs að meðtöldum launa- og verðlagshækkunum. Mest munar um 100 millj. kr. hækkun á framlagi til ríkislögreglustjóra vegna eflingar sérsveitar.

Embætti ríkislögreglustjóra.
    Fram kom á fundum nefndarinnar að fjárveitingar til ríkislögreglustjóra hafi hækkað nokkuð vegna aukinna verkefna, m.a. hjá efnahagsbrotadeild og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og vegna sérsveitarinnar. Upplýst var að með hækkun á framlagi til ríkislögreglustjóra vegna eflingar sérsveitarinnar væri lokið þeirri uppbyggingu og skipulagningu sem dómsmálaráðherra kynnti í lok árs 2003 og samþykkt var á fundi ríkisstjórnar 10. febrúar 2004. Breytingin tók gildi 1. mars 2004 og var deildin þá færð undir embætti ríkislögreglustjóra sem sérstök stoðdeild og almennum lögreglumönnum í Reykjavík jafnframt fjölgað um tíu til þess að mæta tilfærslunni. Markmiðið með breytingunum var að efla sveitina og fjölga sérsveitarmönnum, sem þá voru 21, í 52 til þess að unnt væri að bregðast við aukinni hörku í afbrotum, efla öryggi í flugmálum og siglingavernd og auka almennt öryggi lögreglumanna, og þar með alls almennings. Upplýst var að sérsveitarmenn hefðu tekið þátt í friðargæslu erlendis og að kraftar þeirra nýttust til almennra lögreglustarfa, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en jafnframt í sérstök verkefni um land allt. Þá þjálfa þeir almenna lögreglumenn á vegum Lögregluskóla ríkisins.
    Meiri hlutinn fagnar því að með framlaginu sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður sérsveitarmönnum fjölgað um níu í Reykjavík og sex í Keflavík, ásamt því sem gert er ráð fyrir viðbótarvaktbifreið. Á Akureyri verða skipulagsbreytingar eins og í Reykjavík og sérsveitarmenn þar færðir undir stjórn ríkislögreglustjóra með aðsetur á Akureyri en almennum lögreglumönnum jafnframt fjölgað um fjóra. Sveitin verður því fullmönnuð með 52 menn og uppbyggingu sérsveitarinnar sem stefnt var að þar með lokið.

Fangelsismál.
    Á fundum nefndarinnar kom fram að nýverið hefði verið gerð heildarúttekt á fangelsismálum sem byggðist á stefnumörkun Fangelsismálastofnunar um heildaruppbyggingu fangelsanna og að sú úttekt hefði ekki legið fyrir við gerð fjárlagafrumvarpsins. Þar er lagt til að uppbyggingu fangelsanna á Kvíabryggju og á Akureyri verði lokið á árinu 2006 og að þá hefjist undirbúningur að framkvæmdum við fangelsið að Litla-Hrauni og uppbyggingu nýs móttökufangelsis á Hólmsheiði með sjúkradeild. Framkvæmdir hefjist á Litla-Hrauni árið 2007 og þeim verði lokið árið 2008 en sama ár hefjist framkvæmdir við uppbyggingu fangelsis á Hólmsheiði sem verði lokið árið 2009.
    Í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þessa en upplýst var á fundum nefndarinnar að áætlaður kostnaður vegna heildaruppbyggingarinnar skiptist þannig að kostnaður vegna framkvæmda við fangelsið á Akureyri ásamt nauðsynlegum breytingum á lögreglustöð væri 210 millj. kr. Áætlaður kostnaður við fangelsið á Kvíabryggju væri 27 millj. kr. og við fangelsið á Litla-Hrauni 488 millj. kr. Þá kom fram að áætlaður kostnaður við nýtt fangelsi á Hólmsheiði væri 1.295 millj. kr.
    Meiri hlutinn fagnar fyrirliggjandi stefnumörkun og leggur áherslu á að gerðar verði breytingar á frumvarpinu til þess að framkvæmdir og endurbætur á fangelsinu á Akureyri og á Kvíabryggju rúmist innan fjárlaga og áætlanir um heildaruppbyggingu standist.

Landhelgisgæslan.
    Í fyrri álitum sínum til fjárlaganefndar hefur nefndin fjallað um og fagnað árangri sem náðst hefur í að bæta rekstur Landhelgisgæslunnar. Meiri hlutinn fagnar því sérstaklega þeim áformum um ráðstöfun á söluandvirði Landssímans sem fela í sér að á árinu 2006 verði 1 milljarði kr. varið til kaupa eða leigu á nýju varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna og 2 milljörðum kr. árið 2007.

Dómstólar.

    Meiri hlutinn hefur í fyrri álitum sínum til fjárlaganefndar einnig bent á mikilvægi þess að tryggja dómstólum nægilegt fjármagn samhliða auknum verkefnum þeirra. Fagnar meiri hlutinn því þeirri 64 millj. kr. viðbótarfjárveitingu umfram launa- og verðlagsbreytingar sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu til dómstólanna, en sambærileg aukning í fjárlagafrumvarpi vegna ársins 2005 var 17,7 millj. kr.

    Að lokum fagnar meiri hlutinn þeim mikla sparnaði og hagræðingu sem náðst hefur með samþættingu tölvukerfa og símsvörunar hjá lögreglu og Neyðarlínu og því aukna öryggi sem það hefur í för með sér fyrir borgarana. Þá fagnar meiri hlutinn því að vefútgáfa Lögbirtingablaðs og Stjórnartíðinda skuli vera að hefjast og þeim mikla sparnaði og hagræðingu sem hún hefur í för með sér og enn fremur þeirri lækkun kostnaðar við síma- og fjarskiptamál hjá ýmsum stofnunum dómsmálaráðuneytis vegna nýs tæknibúnaðar sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.
    Bjarni Benediktsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd.

Alþingi, 14. nóvember 2005.

Bjarni Benediktsson, með fyrirvara,
Jónína Bjartmarz,
Birgir Ármannsson,
Kjartan Ólafsson,
Sigurður Kári Kristjánsson.




Fylgiskjal IV.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (01 Forsætisráðuneyti og 06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá minni hluta allsherjarnefndar.



Fjárlagafrumvarpið og raunveruleikinn.
    Áður en fjallað verður um þá hluta fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði nefndarinnar vill minni hlutinn koma á framfæri áhyggjum af því hversu illa gengur að standa við samþykkt fjárlög. Ljóst er að áætlanir ríkisstjórnarinnar um útgjöld stofnana dóms- og kirkjumálaráðuneytisins eru oft mjög vanmetnar miðað við raunveruleikann eins og hann birtist í ríkisreikningi.

Sérsveit lögreglunnar og embætti Ríkislögreglustjóra.
    Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir mikilli hækkun fjárveitingar til sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem nemur tæplega 100 millj. kr. Árið 2003 voru 18 manns í sérsveitinni en verða orðnir 52 árið 2006. Áætlað er að tveir sérsveitarbílar með fjórum sérsveitarmönnum verði ávallt á vakt. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir um 14 millj. kr. framlagi til kaupa á vopnum fyrir sérsveitina. Aukinn kostnaður við stækkun sérsveitarinnar undanfarin missiri er áætlaður um 250 millj. kr. á ári. Minni hlutinn telur að mun betur hefði þurft að meta þörfina fyrir fjölgun á sérsveitarmönnum.
    Embætti Ríkislögreglustjóra hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Útgjöld til embættisins hafa vaxið um 30% á tveimur árum. Minni hlutinn telur ástæðu til að huga að vaxandi umsvifum embættisins og ástæðum þeirra. Afar nauðsynlegt er að gera úttekt á embættinu og kostnaði við það, svo og að skilgreina verkefni stofnunarinnar. Skoða þarf skörun á verkefnum Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar í Reykjavík.
    Minni hlutinn telur einnig þurfa að huga að stöðu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra í ljósi síendurtekinna áfellisdóma yfir embættinu. Íhuga þarf hvort deildin er í stakk búin að sinna veigamiklum málum.

Fangelsismál.
    Í fjárlagafrumvarpinu er einungis gert ráð fyrir um 6 millj. kr. viðbótarframlagi til fangelsismála. Það fé er ætlað til menntunar fangavarða og er það vel. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir fjármagni til að auka meðferðarúrræði fanga eða meta þörf þeirra fyrir meðferð eins og gert er ráð fyrir í nýsamþykktum lagabreytingum. Ljóst er að löngu er tímabært að fjölga meðferðarúrræðum í íslenskum fangelsum og taka þarf frá fjármagn til þess. Af fjárlagafrumvarpinu sést ekki að ný lög hafi tekið gildi með nýjum og mikilvægum áherslum í málefnum fanga. Er það mjög miður.
    Í frumvarpinu er ekki heldur gert ráð fyrir fjármagni í byggingu fangelsis á Hólmsheiði en í þó nokkurn tíma hefur staðið til að byggja nýtt fangelsi. Ekki er heldur áætlað að loka hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á næsta ári en það er löngu tímabært. Minni hlutinn hefði viljað sjá auknum fjármunum varið til endurbóta í fangelsismálum og telur nauðsynlegt að hefja framkvæmdir við nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, m.a. til þess að sem fyrst verði hægt að loka hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og fangelsinu í Kópavogi enda er það löngu tímabært. Að auki telur minni hlutinn að bæta þurfi aðstöðu á Litla-Hrauni og í fangelsinu á Akureyri til muna en ekki er gert ráð fyrir neinu fé til þess í fjárlagafrumvarpinu. Minni hlutinn hvetur einnig til þess að vandi kvenkyns fanga verði leystur.
    Minni hlutinn saknar einnig áætlunar um uppbyggingu fangelsa frá dómsmálaráðuneytinu, þannig að þeir sem við málaflokkinnn vinna geti gert áætlanir í samræmi við hana. Minni hlutinn skorar á dómsmálaráðherra að leggja fram áætlun í málaflokknum.
    
Gjafsókn vanmetin.
    Ljóst er að kostnaður við gjafsókn er stórlega vanmetinn í frumvarpinu. Samkvæmt ríkisreikningi árið 2004 fóru um 170 millj. kr. í opinbera réttaraðstoð en í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006 er einungis gert ráð fyrir um 145 millj. kr. Minni hlutinn telur að réttur almennings til gjafsóknar eigi að vera fyllilega tryggður og harmar lagabreytingu sem var gerð í fyrra þar sem réttur til gjafsóknar í málum sem hafa almenna þýðingu var skertur.
    Minni hlutinn lýsir auk þess yfir áhyggjum af fjárhagsstöðu dómstólanna þrátt fyrir viðbótarfjárveitingu. Sjálfstæði dómstóla er grundvallaratriði í réttarríki og forsenda þess er að þeir hafi viðunandi aðstöðu og nægilegt fjármagn til að sinna lögbundnu hlutverki sínu sem sífellt verður viðameira.

Mannréttindamál.
    Minni hlutinn ítrekar óánægju sína með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hætta að veita sérmerkta fjárhæð upp á 8 millj. kr. til Mannréttindaskrifstofu Íslands af fjárlagaliðum dóms- og kirkjumálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Minni hlutinn telur að tryggja eigi Mannréttindaskrifstofu Íslands tekjur frá ríkissjóði með sama hætti og undanfarin ár enda hefur reynslan sýnt að full þörf er á starfsemi skrifstofunnar.

Umboðsmaður Alþingis.
    Minni hlutinn telur að almennt eigi frekara fjármagn að renna til embættis Umboðsmanns Alþingis. Einungis er gert ráð fyrir 1 millj. kr. til að efla frumkvæðisathuganir. Þar sem frumkvæðismál eru einungis um 1% af öllum málum embættisins er ljóst að frekari fjárveitingu þarf svo auka megi getuna til að ráðast í fleiri frumkvæðisathuganir.

    Að lokum vill minni hluti áskilja sér fullan rétt til að koma að fleiri athugasemdum við afgreiðslu fjárlaga auk breytingartillagna við einstaka liði þeirra
    Kolbrún Halldórsdóttir er áheyrnarfulltrúi í nefndinni og er hún samþykk áliti þessu.

Alþingi, 14. nóv. 2005.

Ágúst Ólafur Ágústsson,
Guðrún Ögmundsdóttir,
Björgvin G. Sigurðsson,
Sigurjón Þórðarson.




Fylgiskjal V.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá 1. minni hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október 2005.
    Nefndin fékk til sín á fund Gísla Þór Magnússon og Auði Björgu Árnadóttur frá menntamálaráðuneyti. Enn fremur komu á fund nefndarinnar Þorsteinn Gunnarsson og Úlfar Hauksson frá Háskólanum á Akureyri, Kristín Ingólfsdóttir frá Háskóla Íslands, Sigurður Sigursveinsson frá Félagi íslenskra framhaldsskóla, Bryndís Þráinsdóttir og Valgerður Guðjónsdóttir frá Kvasi, samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Torfason og Tómas Zoëga frá Þjóðleikhúsinu.
    Heildargjöld menntamálaráðuneytis árið 2006 eru áætluð um 44.128 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast áætlaðar sértekjur að fjárhæð 3.687 millj. kr. en þær nema 8,4% af heildargjöldum ráðuneytisins og hækka um 651 millj. kr. milli ára, þar af eru 345 millj. kr. tímabundnar vegna fjármögnunar á framkvæmdum Háskóla Íslands.
    Hvað varðar skiptingu safnliða telur 1. minni hluti eðlilegra að úthlutun vegna tónlistarerinda fari fram í gegnum tónlistarsjóð og að úthlutun vegna leikhúserinda sé í gegnum lið 02-982-1.22 um starfsemi áhugaleikfélaga og lið 02-982-1.24 um starfsemi atvinnuleikhópa. Þá vísar 1. minni hluti til fjárlaganefndar erindi Leikminjasafns Íslands varðandi uppsetningu sýninga og er menntamálaráðuneytið hvatt til að taka tillit til þess. Enn fremur vísar 1. minni hluti erindunum Loftkastalinn, Álfar, tröll og norðurljósasafn, sögusýning um samvinnuhreyfinguna og NemaNet til fjárlaganefndar þar sem um fjárfrek verkefni er að ræða sem rúmast ekki undir safnliðum. Telur 1. minni hluti að síðastnefnda erindið, NemaNet, heyri ekki síður undir þau verkefni sem Íslenska upplýsingasamfélaginu, sem starfrækt er af hálfu forsætisráðuneytisins, er ætlað að sinna og mælir 1. minni hluti með því að erindið verði tekið til jákvæðrar umfjöllunar á þeim vettvangi.
    1. minni hluti leggur til að vægi einstakra safnliða verði endurskoðað. Annars vegar má nefna að 4,2 millj. kr. eru til úthlutunar í safnlið 02-988-1.90 um æskulýðsmál en beiðnir voru að fjárhæð 65,3 millj. kr. Hins vegar má nefna að í safnlið 02-984-1.90 um norræna samvinnu eru um 13 millj. kr. til úthlutunar en ein beiðni barst og eftir standa um 5,5 millj. kr. og leggur 1. minni hluti til að þeirri fjárhæð verði ráðstafað til hækkunar á þeim erindum sem 1. minni hluti gerir tillögur um í æskulýðsmálum. Framlag Snorraverkefnis verði með því hækkað í 3 millj. kr., framlag til AFS á Íslandi hækkað í 1,5 millj. kr., framlag til Landssambands æskulýðsfélaga hækkað í 1 millj. kr. og framlag til Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi hækkað í 1,5 millj. kr. Að lokum gerir nefndin tillögu um að Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum fái 500 þús. kr. af þeim 5,5 millj. kr. sem eftir standa af safnlið 02-984-1.90.
    Sigurrós Þorgrímsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 11. nóv. 2005.

Sigurður Kári Kristjánsson, form.,
Dagný Jónsdóttir,
Birgir Ármannsson,
Hjálmar Árnason.




Fylgiskjal VI.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá 2. minni hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis. Nefndin fékk á sinn fund Gísla Þór Magnússon og Auði Björgu Árnadóttur frá menntamálaráðuneyti. Enn fremur komu á fund nefndarinnar Þorsteinn Gunnarsson og Úlfar Hauksson frá Háskólanum á Akureyri, Kristín Ingólfsdóttir frá Háskóla Íslands, Sigurður Sigursveinsson frá Félagi íslenskra framhaldsskóla, Bryndís Þráinsdóttir og Valgerður Guðjónsdóttir frá Kvasi, samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, og Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Torfason og Tómas Zoëga frá Þjóðleikhúsinu.

Háskólinn á Akureyri.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2006 vantar um 130 millj. kr. upp á að Háskólinn á Akureyri fái þá fjármuni sem stjórnendur hans telja hann eiga rétt á. 2. minni hluti telur það mikið áhyggjuefni að ekki skuli komið til móts við háa húsaleigu sem krafist er fyrir nýja aðstöðu í Borgum, en hún er um 80 millj. kr. á ári og einungis 10 millj. kr. sparast á móti vegna niðurfallins rekstrarkostnaðar í Glerárgötu 36. Þá átelur 2. minni hluti fjárveitingarvaldið fyrir að Háskólinn á Akureyri skuli ekki fá þau rannsóknaframlög sem rannsóknasamningur við yfirvöld menntamála gerir ráð fyrir. U.þ.b. 60 millj. kr. skortir til að svo verði. Meðan álit þetta var í vinnslu bárust af því fréttir að háskólaráð Háskólans á Akureyri hefði samþykkt tillögur starfshóps um hagræðingu í starfseminni, sem felur m.a. í sér fækkun deilda. Aðgerðirnar kunna að ganga nokkuð nærri ákveðnum þáttum í starfsemi skólans, en þeim er ætlað að skila 50 millj. kr. sparnaði. Þótt það markmið náist standa samt a.m.k. 80 millj. kr. út af og telur 2. minni hluti nauðsynlegt að koma til móts við þær þarfir skólans. Tekið skal fram að hér er ekki gerð athugasemd við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins vegna samningstengdra launahækkana, þó rök séu fyrir því að ekki sé gert ráð fyrir nema hluta þeirra hækkana sem hafa orðið á árinu 2005.

Háskóli Íslands.
    Annar minni hluti tekur undir með stjórnendum Háskóla Íslands og fagnar þeirri hækkun sem lögð er til á framlagi til skólans, jafnvel þótt hún nægi ekki til að greitt verði með öllum nemendum sem stunda nám í skólanum. Til þess að svo megi verða vantar um 80 millj. kr. upp á. En viðleitnin er þó umtalsverð og skiptir sköpum um afkomu skólans. Það firrir stjórnvöld samt ekki ábyrgð á rannsóknasamningi þeim sem í gildi er. U.þ.b. 200 millj. kr. vantar upp á framlagið samkvæmt frumvarpinu til að við hann sé staðið. Það er mat 2. minni hluta að næsta skref í styrkingu skólans sé að styrkja hann sem rannsóknaháskóla á heimsmælikvarða. Til þess að hann geti staðið undir nafni þarf að fjölga doktorsnemum til muna. Um þessar mundir útskrifar skólinn 12 doktorsnema árlega en ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera 60. Háskóli Íslands fær talsvert minna opinbert fjármagn en skólar í nágrannalöndum okkar sem raunhæft er að við berum okkur saman við. Það er mat 2. minni hluta að gera þurfi raunhæfar áætlanir um fjölgun doktorsnema í 60 á næstu 5 árum.
    Líkt og fram kemur í úttekt Evrópusamtaka háskóla er Háskóli Íslands í fjárhagskreppu. Þetta er sama niðurstaða og í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands frá í apríl 2005. Háskóli Íslands fær næstlægst framlög allra sambærilegra skóla í Evrópu og enda þótt sýnd hafi verið ýtrasta ráðdeild í rekstri er staðan alvarleg. 2. minni hluti telur mjög brýnt að bregðast við þessu með verulega auknum framlögum. Að öðrum kosti er rekstur skólans í járnum og framtíð hans í óvissu.

Almennt um opinberu háskólana.
    Framtíðarfjármögnun opinberu háskólanna er í óvissu og samkeppnisstöðu þeirra innan lands og utan er ógnað vegna alvarlegs fjárskorts. Skólarnir hafa mætt skilningsleysi stjórnvalda sem þrjóskast hafa við að fjárfesta í þeim og hafa ekki mætt aukinni skólasókn með auknum framlögum. Skólarnir standa frammi fyrir vondum kostum og erfiðum: harkalegum niðurskurði og verulegum fjöldatakmörkunum. Nýjasta dæmið er Háskólinn á Akureyri sem orðið hefur að rifa seglin vegna fjárskorts og leggja niður tvær deilda sinna.
    Þá beitir Háskóli Íslands fjöldatakmörkunum og Kennaraháskóla Íslands er gert að vísa frá hundruðum nemenda ár hvert. Þannig má segja að fjárskortur opinberu háskólanna valdi því að þeir séu sveltir út á braut neyðarúrræða. Allt þetta er sýnu alvarlegra þegar skoðuð er ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að nemendur í opinberum háskólum skuli taka aukinn þátt í rekstri þeirra. Skilaboð flokks menntamálaráðherra til flokksforustunnar eru því þessi: Að taka skuli upp skólagjöld í opinberum háskólum til að mæta fjárhagsvanda þeirra. Háskólastigið allt býr við alltof lág fjárframlög og skortur á skýrri stefnumörkun bætir ekki stöðuna. Ef íslensk stjórnvöld legðu svipað hlutfall landsframleiðslu sinnar og aðrar Norðurlandaþjóðir til háskólastigsins væri árlegt framlag 4–8 milljörðum kr. hærra en það er nú. Norðurlandaþjóðirnar verja 35–80% hærra hlutfalli af landsframleiðslu til háskólastigsins en við gerum.

Framhaldsskólarnir.
    Enn kvarta stjórnendur framhaldsskólanna yfir því að reiknilíkanið sem menntamálaráðuneytið notar við að áætla fjárþörf skólanna sé gallað. Þar vanti enn á að tölur vegna lífeyrisskuldbindinga séu réttar. Einnig eru gerðar athugasemdir við lága áætlun vegna afskrifta á tækjum og eignum skólanna. Þessi skekkja leiðir það af sér að verknámsskólarnir þurfa að gera sér að góðu lélegan eða úr sér genginn búnað lengur en góðu hófi gegnir. 2. minni hluti hvetur til þess að áfram verði unnið að því að bæta reiknilíkanið og því sem upp á vantar verði kippt í liðinn hið snarasta. Loks vill 2. minni hluti taka undir kröfu stjórnenda framhaldsskólanna um að ljóst þurfi að vera við upphaf fjárlagaárs úr hvaða fjármunum skólanir hafi að spila, m.ö.o. að þörfin verði áætluð út frá hverjum og einum skóla en ekki safnað saman á safnliði sem úthlutað er af seint á árinu. Þetta fyrirkomulag er í alla staði óhagstætt, ekki síður fyrir stjórnvöld en fyrir skólana sjálfa. Það er mat 2. minni hluta að leita verði leiða til að breyta þessu fyrirkomulagi.

Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar.
    Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 9,8 millj. kr. framlagi á hverja stöð, en það er 5 millj. kr. lægri upphæð en stöðvarnar áætla í grunnstarfsemi sína á næsta ári. Það er mat 2. minni hluta að gera þurfi átak í að efla starfsemi stöðvanna og koma henni á tryggan fjárhagsgrundvöll. Slíkt verður einungis gert með auknu framlagi, auk þess sem viðurkenna þarf fjárþörfina í sérverkefni eins og háskólanám. Munurinn á símenntunarmiðstöðvunum og háskólasetrunum á landsbyggðinni er lítill, en stöðvarnar skortir viðurkenningu stjórnvalda á því mikilvæga starfi sem þær sinna á háskólastigi.
    Setja verður löggjöf utan um fullorðinsfræðsluna í landinu og skaffa fræðslu- og símenntunarmiðstöðvunum sanngjarnt fjármagn þannig að þær geti sinnt hlutverki sínu, ekki síst þeim sem sinna háskólanemum með aðstöðu til fjarnáms en fyrir það fá þær ekkert greitt frá hinu opinbera. Það er þjónusta sem er metin á um 14 millj. kr. á ári hjá Fræðsluneti Suðurlands og Símenntunarmiðstöð Suðurnesja, svo dæmi séu tekin.

Þjóðleikhúsið.
    Annar minni hluti fagnar því að tekin hafi verið ákvörðun um endurbætur á ytra byrði Þjóðleikhússins, en tekur jafnframt undir með stjórnendum Þjóðleikhússins og mun leggja sitt af mörkum til að gerð verði áætlun um heildstæðar endurbætur á húsinu, tæknibúnaði þess og stækkun þess til austurs. Sú framkvæmd sem þörf er fyrir er afar fjárfrek, en hana mætti fjármagna og framkvæma á nokkuð löngum tíma eða 6–7 árum. 2. minni hluti telur að nauðsynlegt verði fyrir fjárveitingarvaldið að fara vel yfir þá þarfagreiningu sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin í apríl á næsta ári. 1999 var gerð skýrsla um lúkningu viðgerða við Þjóðleikhúsið og gerði hún ráð fyrir að 1.250 millj. kr. vantaði til þess að ljúka verkinu. Sú tala væri nær 2 milljarðar kr. framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Inni í þeirri tölu er ekki kostnaður við viðbyggingu austan við húsið, en slík viðbygging væri að mati 2. minni hluta afar fýsileg. Það er mat 2. minni hluta að stjórnvöld eigi að vinna náið með stjórnendum hússins á næstu missirum svo húsið geti gengið í tímabæra endurnýjun lífdaganna.

Framsetning frumvarpsins.
    Annar minni hluti gerir við það athugasemdir hversu mikið talnaefni vantar í kafla menntamálaráðuneytisins í frumvarpi til fjárlaga 2006. Gerðar hafa verið breytingar, að því er virðist að kröfu fjármálaráðuneytisins, sem gera það að verkum að erfiðara verður um vik með allan samanburð milli einstakra skóla og milli ára. Þetta á við bæði um framhaldsskóla- og háskólastigið og gerir þeim sem starfa eftir frumvarpinu erfitt fyrir. Allt þetta talnaefni liggur fyrir og kom fram í máli fulltrúa menntamálaráðuneytisins sem komu á fund nefndarinnar að hver og einn geti nálgast þetta efni á heimasíðu ráðuneytisins. 2. minni hluti telur miður að þessar breytingar skuli hafa verið gerðar og telur þær tilefnislausar með öllu. Þess er farið á leit við fjármálaráðuneytið að þetta verði aftur fært til fyrri vegar.

Safnliðir.
    Fjárlaganefnd leitaði til nefndarinnar um skiptingu safnliða og leitaði formaður eftir samstarfi og samstöðu um afgreiðslu málsins við minni hlutann. Nefndarmenn hittu á fjórða tug umsækjenda um fjárstuðning og afgreiddu skiptinguna svo í sátt, þótt misjafnar meiningar séu í nefndinni um þetta fyrirkomulag. Þannig eru uppi þau sjónarmið að nauðsynlegt sé að hemja þessa útdeilingu alþingismanna á opinberu fé til menningarverkefna, sérstaklega þegar þess er gætt að innan hins opinbera kerfis starfa ótal sjóðir sem hafa það verkefni að deila út fé til tengdra verkefna á faglegum nótum, þar sem í gildi eru úthlutunarreglur og sjóðstjórnir vega og meta umsóknirnar út frá faglegum mælikvörðum. Hér mætti nefna safnasjóð, tónlistarsjóð, kvikmyndasjóð, þýðingarsjóð og húsafriðunarsjóð auk samninga sem ráðuneyti menntamála hefur gert við ólíka landshluta. Einnig hefur það verið gagnrýnt að fyrst fyrirkomulagið er eins og það er nú skuli fjárlaganefnd þá ekki treysta menntamálanefnd fyrir allri úthlutun til menningarmála af safnliðum, en iðulega hækka safnliðirnir í meðförum fjárlaganefndar eftir að menntamálanefnd hefur skilað tillögum sínum. Þar með er fagnefndinni ekki treyst fyrir nema litlum hluta þeirra fjármuna sem á endanum er úthlutað á þennan hátt. Formaður menntamálanefndar hefur sýnt sjónarmiðum nefndarmanna skilning og gera má ráð fyrir því að nefndin vinni áfram með þessi álitamál í því augnamiði að færa þau til betri vegar.

Tvö ósamþykkt verkefni.
    Framlög í tengslum við styttingu námstíma til stúdentsprófs eru að mati 2. minni hluta afar óraunhæf. Þingið hefur ekki fjallað um málið og afar óljóst er á hvern hátt stjórnvöld hyggjast haga þeirri framkvæmd. Ekki er auðvelt að ráða í hugmyndir þær sem menntamálaráðherra hefur tæpt á í ræðum og í fjölmiðlum. Þó er ljóst að áætlanir um styttinguna standa á afar veikum grunni og eru illa ígrundaðar. Til marks um það er nálgunin sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu þar sem af þessu tilefni er gerð tillaga um 40 millj. kr. tímabundna hækkun á fjárlagaliðnum 02-319 Framhaldsskólar, almennt.
    Annað atriði vill 2. minni hluti gera athugasemd við. Á málaskrá menntamálaráðherra er að sameina fimm stofnanir í eina, „Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun“, en því tengjast engar fjárveitingar og það þarfnast skýringa.

Framtíð listdanskennslu.
    Það er mat 2. minni hluta að sú ákvörðun menntamálaráðherra að leggja niður Listdansskóla Íslands og skera niður fjárveitingu til skólans, sé í hæsta máta ámælisverð. Hún kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, án alls samráðs við þá sem hlut eiga að máli. 2. minni hluti mótmælir þessar aðför að menntun listdansara í landinu.

    Einar Már Sigurðarson skrifar undir álit þetta með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd.

Alþingi, 16. nóvember 2005.

Kolbrún Halldórsdóttir,
Einar Már Sigurðarson, með fyrirvara,
Björgvin G. Sigurðsson,
Mörður Árnason.




Fylgiskjal VII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá utanríkismálanefnd.



    Utanríkismálanefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. þingskapa og bréf fjárlaganefndar frá 7. október.
    Nefndin fékk á sinn fund Gunnar Snorra Gunnarsson, Pétur Ásgeirsson og Hrein Pálsson frá utanríkisráðuneyti. Þá óskaði nefndin eftir viðbótarupplýsingum frá ráðuneytinu.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárlagarammi utanríkisráðuneytisins hækki um 637 millj. kr. eða 9% miðað við fjárlög fyrir árið 2005. Aukna fjárþörf ráðuneytisins má að stærstum hluta rekja til verulegrar aukningar á fjárframlögum til þróunarmála. Þau hafa verið markvisst hækkuð undanfarin ár í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að framlög Íslendinga til þróunarmála verði 0,35% af vergri landsframleiðslu árið 2008. Þannig hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hækkað úr 294 millj. kr. árið 2000 í 947 millj. kr. árið 2006, framlög til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi úr 164 millj. kr. árið 2000 í 659 millj. kr. árið 2006, framlög til þróunarsjóðs EFTA hafa hækkað úr 98 millj. kr. árið 2000 í 436 millj. kr. árið 2006 og framlög til íslensku friðargæslunnar hafa hækkað úr 136 millj. kr. árið 2002 í 573 millj. kr. árið 2006. Nefndin lýsir yfir stuðningi við hærri framlög til þessa málaflokks. Kostnaður við öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli hefur vaxið stöðugt en öryggiskröfur í flugstöðinni hafa verið hertar verulega, m.a. vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir kostnaði við opnun sendiráðs á Indlandi en samkvæmt upplýsingum sem nefndin fékk er gert ráð fyrir að hagrætt verði í rekstri annarra sendiráða og sendiskrifstofa til að mæta útgjaldaaukningunni.
    Að svo stöddu virðist ekki gert ráð fyrir sérstöku framlagi í tengslum við framboð Íslands til öryggisráðsins en fastanefnd Íslands í New York hefur verið efld að undanförnu. Reikna verður með að þegar nær dregur framboðinu sjái þess stað í óskum utanríkisráðuneytis um fjárveitingar.
    Jón Gunnarsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir rita undir álitið með fyrirvara.

Alþingi 9. nóv. 2005.

Halldór Blöndal, formaður,
Siv Friðleifsdóttir,
Drífa Hjartardóttir,
Jón Gunnarsson, með fyrirvara,
Þórunn Sveinbjarnardóttir, með fyrirvara.



Fskj.

Utanríkisráðuneytið:

Yfirlit yfir fjárveitingar til helstu útgjaldaliða ráðuneytisins
á tímabilinu 2000–2006.

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
Utanríkisráðuneytið 630,8 629,9 737,8 780,0 811,3 834,9 985,8
Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli 376,7 472,0 493,5 507,7 529,2 418,7 660,3
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli 442,4 418,6 539,9 589,5 591,5 917,7 1008,5
Sendiráð Íslands 2.121,0 1.258,5 1.526,0 1.701,6 1.552,7 1.696,3 1545,0
    Almennur rekstur 1.048,2 1.175,4 1.486,2 1.482,8 1.500,0 1.530,0 1492,0
    Viðhald 17,9 15,9 15,9 47,9 24,9 25,9 30,0
    Stofnkostnaður 1.054,9 67,2 23,9 170,9 27,8 140,4 23,0
Þróunarsamvinnustofnun Íslands 294,0 476,5 468,5 468,0 519,2 695,8 946,7
    Rekstur 17,0 34,0 34,9 36,1 65,8 76,9
    Þróunaraðstoð 459,5 434,5 433,1 483,1 630 869,8
Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi 163,7 147,7 262,1 491,0 176,4 398,6 658,9
    Jarðhitaskóli SÞ 50,3 51,8 63 67,4 67,3 87,8 114,0
    Matvæla- og landbúnaðarst. SÞ, FAO 7,6 8,5 10,4 9,3 8,4 7,6 6,5
    Þróunaraðstoð SÞ, UNDP 18,3 18,3 22,4 20,0 18,2 19,8 25,0
    Alþjóðabarnahjálparstofn., UNICEF 9,5 9,5 11,6 10,4 9,4 15,3 25,0
    Sjávarútvegsskóli SÞ 30,4 36,1 48,9 54,6 52,0 67,2 87,2
    Hjálparstarf SÞ f. konur í þróunarl., UNIFEM 2,5 2,5 3,1 2,8 2,5 11,7 20
    Aðstoð við endureisnarstarf í Bosníu-Herzeg. 27,9
    Mannúðarmál og neyðaraðstoð 15,2 17,0 100,7 324,5 16,8 62,1 112,0
    Þróunarmál og hjálparstarfsemi 125,3 269,2
Alþjóðastofnanir (5 stærstu útgjaldaliðir) 521,6 605,1 763,4 843,6 1018,4 1380,4 1400,7
    Þróunarsj. EFTA 97,9 91,6 113,9 110,3 253,9 499,1 435,7
    Ísl.friðargæsla 135,5 245,4 329,8 463,0 573,1
    Eftirlitsstofnun EFTA 54,1 50,7 77,8 75,3 76,5 76,4 66,7
    Atlantshafsbandalagið 33,6 35,2 43,8 42,4 58,3 58,2 54,9
    Alþjóðleg friðargæsla 147,4 181,5 73,2 64,4 59,4 53,5 88,8
Útflutningsráð 185,0 189,8 218,0 237,7 269,4 279,4 303,2
Annað 242,1 111,0 278,5 45,5 57,5 45,9 37,7



Fylgiskjal VIII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (04 Landbúnaðarráðuneyti).

Frá landbúnaðarnefnd.



    Landbúnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október sl.
    Nefndin fékk á sinn fund Ingimar Jóhannsson og Hákon Sigurgrímsson frá landbúnaðarráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess. Enn fremur komu á fund nefndarinnar Jón Loftsson og Björn Jónsson frá Skógrækt ríkisins og Vífill Oddsson og Óðinn Sigþórsson frá Veiðimálastofnun.
    Lög um Landbúnaðarstofnun öðlast gildi 1. janúar 2006 og tekur stofnunin yfir starfsemi yfirdýralæknis, aðfangaeftirlits ríkisins, plöntueftirlits Landbúnaðarháskóla Íslands, kjötmatsformanns við mat á búvörum og veiðimálastjóra auk hluta af starfsemi sem Bændasamtök Íslands hafa annast ásamt tilteknum verkefnum sem landbúnaðarráðherra eru falin samkvæmt lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Til stofnunarinnar færast fjárheimildir þeirra stofnana sem færast undir Landbúnaðarstofnun. Þær nutu margar þjónustu frá öðrum stofnunum vegna staðsetningar, nefna má að yfirdýralæknir var staðsettur í landbúnaðarráðuneytinu og veiðimálastjóri hjá Veiðimálastofnun. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir stofnkostnaði og þarf Landbúnaðarstofnun 63 millj. kr., þar af 40 millj. kr. í rekstrarkostnað. Nefndin telur brýnt að Landbúnaðarstofnun sé tryggt nægilegt fjármagn og mikilvægt að ný stofnun byrji ekki í rekstrarhalla.
    Þá telur nefndin að styrkja þurfi enn frekar við Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal og við Landbúnaðarháskóla Íslands, en halli hefur verið á rekstri skólanna undanfarin ár. Mikil þróun og uppbygging hefur átt sér stað hjá framangreindum stofnunum og því mikilvægt að stutt sé vel við þær.
    Vífill Oddsson og Óðinn Sigþórsson frá Veiðimálastofnun kynntu viðamiklar og fjárfrekar rannsóknir á vegum stofnunarinnar. Rekstrarhalli er nú um 15 millj. kr. hjá stofnuninni og stefnir í enn meiri rekstrarhalla á næsta ári. Mikilvægt er að stofnunin fái aukin framlög í fjárlögum til þess að geta haldið rannsóknunum áfram enda um mjög mikilvægar auðlindir að ræða.
    Nefndin vísar erindi félagsins Gróður fyrir fólk í Fjarðabyggð til fjárlaganefndar.
    Drífa Hjartardóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Jón Bjarnason skrifa undir álitið með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd. Enn fremur skrifar Jón Bjarnason undir álitið með fyrirvara vegna óljósra þátta Landbúnaðarstofnunar.
    Við afgreiðslu málsins voru fjarverandi Magnús Stefánsson, Margrét Frímannsdóttir, Dagný Jónsdóttir og Valdimar L. Friðriksson.

Alþingi, 11. nóv. 2005.

Drífa Hjartardóttir, form., með fyrirvara,
Anna Kristín Gunnarsdóttir,
Arnbjörg Sveinsdóttir, með fyrirvara,
Guðmundur Hallvarðsson, með fyrirvara,
Jón Bjarnason, með fyrirvara.




Fylgiskjal IX.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október 2005.
    Á fund nefndarinnar komu Arndís Á. Steinþórsdóttir frá sjávarútvegsráðuneyti, Þórður Ásgeirsson og Gylfi Ástbjartsson frá Fiskistofu og Jóhann Sigurjónsson og Vignir Thoroddsen frá Hafrannsóknastofnuninni.
    Heildargjöld sjávarútvegsráðuneytis árið 2006 eru áætluð um 3.582 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 864 millj. kr. en þær nema 24% af heildargjöldum ráðuneytisins. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 2.230 millj. kr. og hækka um 241 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs.
    Nefndin leggur til að í meðförum Alþingis verði Hafrannsóknastofnuninni veitt 50 millj. kr. framlag svo auka megi úthald rannsóknarskipa stofnunarinnar um samtals 87–97 daga á ári. Nauðsynlegt er að úthald skipanna verði aukið svo efla megi veiðarfærarannsóknir og rannsóknir á uppsjávarfiski. Á síðasta ári var úthald Árna Friðrikssonar 211 dagar og úthald Bjarna Sæmundssonar 176 dagar. Á yfirstandandi ári er úthald áætlað 180 dagar á Árna (þar af 15 dagar vegna leigu til erlendra aðila) og 203 dagar á Bjarna (þar af 33 dagar vegna leigu til erlendra aðila). Meðalkostnaður á dag við rekstur Árna er 1.150 þús. kr. og Bjarna 900 þús. kr. Tillaga nefndinnar er byggð á því að úthald skipanna verði 235–240 dagar fyrir hvort skip. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunarinnar kostar hver viðbótardagur vegna fjölgunar úthaldsdaga um 55–60 á Árna 650–700 þús. kr. og fjölgunar úthaldsdaga um 32–37 á Bjarna 500–550 þús. kr.
    Þá vekur nefndin athygli á því að í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu vegna aukins kostnaðar við húsaleigu og rekstur húsnæðis Fiskistofu á nýrri starfsstöð en starfsemi stofnunarinnar mun flytjast til Hafnarfjarðar um næstu áramót. Sá kostnaður er áætlaður um 21,5 millj. kr. Enn fremur er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2005 vegna kostnaðar við flutningana sjálfa en sá kostnaður er áætlaður um 20 millj. kr. og er þá meðtalinn kostnaður við tölvutengingu milli Hafnarfjarðar og Skúlagötu 4.
    Nefndinni bárust engar umsóknir um fjárveitingu og er safnliður 05-190-1.90 (7,7 millj. kr.) því óskiptur.
    Arnbjörg Sveinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. nóv. 2005.

Guðjón Hjörleifsson, form.,
Kristinn H. Gunnarsson,
Jóhann Ársælsson, með fyrirvara,
Jón Gunnarsson, með fyrirvara,
Magnús Þór Hafsteinsson, með fyrirvara,
Hjálmar Árnason,
Kristján L. Möller, með fyrirvara.




Fylgiskjal X.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá meiri hluta félagsmálanefndar.



    Félagsmálanefnd hefur fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 25/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar, dags. 7. október 2005. Nefndin hefur fengið fulltrúa félagsmálaráðuneytis á sinn fund, þær Elínu Pálsdóttur, Ragnhildi Arnljótsdóttur og Sesselju Árnadóttur.
    Heildargjöld félagsmálaráðuneytisins árið 2006 eru áætluð um 29.251 millj. kr. Frá dragast sértekjur, 981 millj. kr. Rekstrargjöld ráðuneytisins hækka um 467 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs og munar þar mest um 170 m.kr. framlag til þjónustu fatlaðra, auk launa- og verðlagshækkana. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld aðalskrifstofu félagsmálaráðuneytis hækki um 25 millj. kr. og nemi þar með um 237 millj. kr. Hækkunin skýrist af auknum verkefnum en undir ráðuneytið heyra umfangsmikil svið, svo sem vinnumarkaðsmál, jafnréttismál og málefni fatlaðra. Tölulegar upplýsingar hér á eftir eru tilgreindar eftir að búið er að reikna með launa- og verðlagsbreytingum.
    Rekstrargjöld Barnaverndarstofu lækka um 8 millj. kr. Annars vegar er 3 millj. kr. hækkun fjárheimilda til að mæta kostnaði vegna nemenda á framhaldsskólastigi, sem menntamálaráðuneyti greiðir ekki, og 1 millj. kr. hækkun vegna samstarfs Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar. Á móti kemur 10 millj. kr. lækkun sem skýrist af því að sú fjárhæð verður færð á lið 07-999 Félagsmál, ýmis starfsemi, til þróunar á nýjungum í meðferðarstarfi. Auk þess er um 2 millj. kr. lækkun að ræða vegna þess að fellt er niður tímabundið framlag vegna bruna á Stuðlum í fjárlögum 2005.
    Heildarfjárveiting til málefna fatlaðra hækkar um 170 millj. kr. frá gildandi fjárlögum. Málefni fatlaðra eru stærsta verkefni ráðuneytisins. Helst má nefna að 95 millj. kr. verður varið til nýrra úrræða í búsetumálum til samræmis við áætlun um styttingu biðlista frá árinu 2000. Um 40 millj. kr. eru ætlaðar til að efla stoðþjónustu og 19 millj. kr. til að stytta biðlista eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
    Heildarfjárveiting til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkar um 1.325 millj. kr. frá gildandi fjárlögum. Lögbundin framlög hækka um 505 millj. kr. en þau eru ákvörðuð með tvennum hætti, annars vegar er framlag úr ríkissjóði sem nemur 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs og hins vegar framlag er nemur 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs. Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir sérstökum viðbótarframlögum. Annars vegar er um að ræða árlegt 700 millj. kr. tímabundið framlag á árunum 2006–2008 til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf. Hins vegar er gerð tillaga um 120 millj. kr. tímabundið framlag á næsta ári til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
    Á sviði vinnumála lækkar heildarfjárveiting um 956 millj. kr. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi nemur raunlækkun rekstrargjalda Vinnumálastofnunar 42 millj. kr. en þessi lækkun skýrist af breyttri fjármögnun. Í öðru lagi aukast útgjöld á lið 07-981, Vinnumál um 82 millj. kr. að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Annars vegar flyst nýtt viðfangsefni á þennan lið, 07-981-1.13 Kjararannsóknarnefnd með 42 millj. kr. fjárheimild. Hins vegar er lagt til að 40 millj. kr. verði veittar til að standa straum af greiðslum til foreldra og forráðamanna langveikra og fatlaðra barna. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrirAlþingi. Í þriðja lagi má nefna raunlækkun útgjalda Ábyrgðasjóðs launa sem nemur 190 millj. kr. milli ára. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs lækki um 1.032,6 millj. kr. að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Í fjórða lagi lækka útgjöld tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga um 23 millj. kr. Að lokum má nefna útgjöld Fæðingarorlofssjóðs, en þau hækka um 250 millj. kr. Í byrjun árs 2005 tóku gildi nýjar reglur sem stefna að því að tryggja fjármögnun sjóðsins og draga úr útgjöldum. Þess er að vænta að áhrifa þessara breytinga gæti er líða tekur á yfirstandandi ár.
    Af öðrum verkefnum má nefna að lagt er til 6,5 millj. kr. framlag til að bjóða meðferð þeim körlum sem beita eiginkonur sínar eða sambýliskonur ofbeldi. Einnig er tillaga um 3,2 millj. kr. tímabundið framlag til samtakanna Barnaheilla vegna þátttöku í alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að stöðva barnaklám á netinu.
    Birkir J. Jónson skrifar undir álitið með fyrirvara þar sem hann á sæti í fjárlaganefnd.

Alþingi, 14. nóvember 2005.

Guðjón Hjörleifsson,
Siv Friðleifsdóttir, form.,
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaform.,
Pétur H. Blöndal,
Birkir J. Jónsson.




Fylgiskjal XI.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá minni hluta félagsmálanefndar.



    Minni hlutinn getur ekki tekið undir álit meiri hlutans. Í kafla félagsmálaráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu eru stórir útgjaldaliðir verulega vanáætlaðir og stjórnarliðar verða sjálfir að bera ábyrgð á því. Að auki er mikil óvissa um verðlagsforsendur fjárlaga. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 3,8% verðlagsbreytingum á næsta ári en ASÍ 4,4% sem hefði mikil áhrif á niðurstöðu fjárlaga. Minni hlutinn gerir líka alvarlegar athugasemdir við fjárhagsgrundvöll og framkvæmd fæðingarorlofslaga, en ljóst er að verið er að grafa undan þeim markmiðum sem sett voru með fæðingarorlofslögunum. Jafnfram eru gerðar athugasemdir við hvernig ýmsir veigamiklir þættir velferðarsamfélagsins eru hornreka hjá núverandi valdhöfum.
    Hér verða helstu gagnrýnisatriðin rakin:

Fæðingarorlofssjóður.
    Í áliti minni hluta félagsmálanefndar frá síðasta þingi um frumvarp til fjárlaga fyrir yfirstandandi ár var gagnrýnt að fjárþörf Fæðingarorlofssjóðs væri verulega vanáætluð. Það hefur nú komið á daginn. Útgjöld sjóðsins voru áætluð 5.967 millj. kr. í fjárlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár en minni hlutinn hélt því fram að ætla mætti að þau yrðu 6,2–6,4 milljarðar kr. Í áætlun sem nú hefur verið sett fram og ráðuneytið hefur kynnt félagsmálanefnd kemur fram að áætluð útgjöld þessa árs séu 6,7 milljarðar kr., þannig að í stefnir að þau hafi verið vanmetin um 700–800 millj. kr. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir að útgjöld sjóðsins verði 7.041 millj. kr. Tekjur sjóðsins af iðgjöldum eru áætlaðar 6.353 millj. kr. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins er áætlað að halli verði 688 millj. kr. og eigið fé í árslok verði neikvætt um 1.558 millj. kr. Í áætlunum ráðuneytisins er gert ráð fyrir að í árslok 2006 muni Fæðingarorlofssjóður skulda ríkissjóði 1.500–1.600 millj. kr. Á þessum vanda sjóðsins er ekki tekið í fjárlagafrumvarpinu en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu koma áhrif breytinga sem urðu á lögunum 1. janúar 2005 ekki að fullu fram fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Boðað er að þá verði forsendur fjármögnunar sjóðsins teknar til endurskoðunar. Hér er á ferðinni enn eitt dæmi um að ekkert er að marka forsendur fjárlaga, hvorki tekju- né gjaldahliðar.
    Opinberlega hefur komið fram mjög alvarleg gagnrýni á framkvæmd fæðingarorlofslaganna með breytingum sem gerðar voru 1. janúar 2005. Fulltrúar Samfylkingarinnar í félagsmálanefnd gagnrýndu harðlega þær breytingar og töldu að þær mundu grafa undan fæðingarorlofslögunum. Það er nú allt að koma fram og fjöldi foreldra hefur fengið mun lægri greiðslur en þeir hefðu fengið áður. Breyttar viðmiðunarreglur um tekjur hafa lækkað fæðingarorlofsgreiðslurnar verulega, þannig að raungildi greiðslna sem áður var 80% af tekjum er nú komið niður í allt að 70% þar sem nú er ekki miðað við tekjur á því ári þegar barn fæðist. Ef ekkert verður að gert er ljóst að foreldrar munu í minna mæli nýta sér ákvæði fæðingarorlofslaganna því augljósir gallar á lögunum grafa undan þeim.
    Ástæða er til að minna á að fram hefur komið hjá ráðherra að fæðingarorlofsgreiðslurnar ættu að halda raungildi sínu og að hann mundi ef nauðsyn krefði beita ákvæðum fæðingarorlofslaga sem kveða á um að hámarks- og lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi komi til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa og verðlags. Samkvæmt því ákvæði er félagsmálaráðherra heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnar að hækka greiðslur. Minni hlutinn krefst þess að félagsmálaráðherra standi við yfirlýsingu sína og að tryggt verði að fæðingarorlofsgreiðslur rýrni ekki ekki eins og gerst hefur á þessu ári. Áætla má að ef greiðslurnar eiga að halda raungildi sínu þurfi að bæta a.m.k. 500 millj. kr. við sjóðinn.
    Minni hlutinn hefur einnig gagnrýnt að umönnunar- og lífeyrisgreiðslur falli niður við töku fæðingarorlofs, sem er afar ósanngjarnt og getur m.a. leitt til verulegs tekjutaps lífeyrisþega ef þeir taka fæðingarorlof. Þegar breytingar voru gerðar á fæðingarorlofslögunum fyrir um ári síðan kom fram hjá ráðherra að hann teldi rétt að endurskoða þetta. Við meðferð nefndarinnar á fjárlagakafla félagsmálaráðuneytisins kom fram hjá fulltrúum ráðuneytisins að ekki væru uppi áform um breytingar að svo stöddu. Minni hlutinn harmar mjög að ráðherrann ætli að þrjóskast við í þessu efni og hafa fæðingarorlofslögin áfram svona gölluð.
    Minni hlutinn lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef ekkert á að gera til að sníða augljósa galla af fæðingarorlofslögunum.

Ábyrgðasjóður launa.
    Minni hluti nefndarinnar varaði við því bæði á þessu ári og því síðasta að útgjöld Ábyrgðasjóðs launa væru vanáætluð verulega. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku ábyrgðargjaldi sem er 0,04% af gjaldstofni. Benti minni hlutinn á það við síðustu fjárlagagerð að tvöfalda þyrfti ábyrgðargjaldið til að sjóðurinn gæti staðið undir skuldbindingum sínum og gert upp við ríkissjóð sem hann skuldaði þá meira en 600 millj. kr. Áætlað er að skuldin nemi 880 millj. kr. í lok þessa árs. Í gögnum sem félagsmálanefnd fékk frá ráðuneytinu að ósk minni hlutans kemur fram að hallinn á yfirstandandi ári sé 363 millj. kr. og eigið fé sé neikvætt í árslok um 882 millj. kr. Þar kemur einnig fram að verði ábyrgðargjaldið óbreytt séu horfur á að halli sjóðsins haldi áfram að aukast. Ráðuneytið áætlaði að hallinn yrði um 1,1 milljarður kr. í árslok 2006 og tæpir 2,2 milljarðar kr. í árslok 2011 miðað við óbreytt gjald. Minni hlutinn hélt því fram fyrir ári að í óefni stefndi með Ábyrgðasjóð launa að óbreyttu og ítrekar þá skoðun. Að sögn mun félagsmálaráðherra leggja fram frumvarp þar sem lagt verður til að gjaldið verði hækkað úr 0,04% í 0,1% af gjaldstofni og á það að gefa sjóðnum um 600 millj. kr. á ársgrundvelli eða milli 300–400 millj. kr. meiri tekjur. Þrátt fyrir þessa hækkun er ekki gert ráð fyrir að jafnvægi verði náð í rekstri sjóðsins fyrir en árið 2011.

Staða Vinnueftirlitsins.
    Ljóst er að útgjöld Vinnueftirlitsins eru verulega vanáætluð, en fram kom hjá ráðuneytinu að gert sé ráð fyrir nokkrum hallarekstri í lok þessa árs. Fjármögnun Vinnueftirlitsins var breytt á sl. ári. Áður hafði stofnunin haft tekjur af tryggingjargjaldi en á þessu ári og því næsta fær hún bein framlög af fjárlögum. Á yfirstandandi ári hefði hluti Vinnueftirlitsins af tryggingargjaldi skilað stofnuninni 260 millj. kr. en hún fékk aðeins 236,5 millj. kr. í sinn hlut á fjárlögum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hún fái 234 millj. kr. en hluti hennar af tryggingargjaldi hefði verið 282 millj. kr. Á fundi félagsmálanefndar á sl. ári um frumvarp til fjárlaga fyrir þetta ár var upplýst að fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra hefðu sameiginlega ákveðið að við þessa breytingu yrðu fjárveitingar til Vinnueftirlitsins ekki skertar. Ljóst er að ráðherrarnir hafa ekki staðið við þetta loforð því samtals eru framlög til stofnunarinnar á þessu ári og því næsta skert um 72,5 millj. kr. miðað við það sem hún hefði fengið ef tekjustofninn hefði verið eins og árið 2004. Minni hlutinn gagnrýnir að ekki hafi verið staðið við þetta loforð og minnir á hve mikilvægt er að efla og treysta starfsemi Vinnueftirlitsins vegna nýrra og aukinna verkefna og almennrar kröfu um aukið vinnuverndarstarf, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda. Stofnunin óskaði eftir um 115 millj. kr. hækkun fjárveitingar á fjárlögum fyrir árið 2006, m.a. vegna nýrra verkefna, en einungis var fallist á innan við 2 millj. kr. af þeirri beiðni í frumvarpinu.

Starfsmenntasjóður og atvinnumál kvenna.
    Á árinu 2005 var einungis varið 60 millj. kr. til starfsmenntasjóðs og hefur það framlag verið nánast óbreytt mörg undanfarin ár, þrátt fyrir sívaxandi þörf fyrir starfsþjálfun. Alls bárust starfsmenntasjóði 66 umsóknir um samtals 152 millj. kr. sem sýnir ljóslega þörfina sem mikilvægt er að uppfylla til að ófaglært fólk verði ekki undir á vinnumarkaðnum sem gerir sífellt meiri kröfur til menntunar og starfsþjálfunar. Þrátt fyrir þessa auknu þörf er gert ráð fyrir óbreyttu framlagi til starfsmenntasjóðs á næsta ári. Ástæða er til að minna á að í áliti nefndar á vegum félagsmálaráðherra um stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði, sem skilaði niðurstöðu fyrir meira en ári síðan, var lögð áhersla á að gera þyrfti sérstakt átak til að bæta stöðu fólks á vinnumarkaði með framlagi til starfsmenntunar. Ljóst er að við það hefur ekki verið staðið.
    Á árinu 2005 bárust 146 umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna þar sem samtals var óskað eftir um 175 millj. kr., en til úthlutunar voru 25 millj. kr. Þessi fjárhæð hefur ekki breyst í mörg ár og telur minni hlutinn það óásættanlegt. Mikilvægt er að hækka fjárhæðina og stuðla þar með að auknu frumkvöðlastarfi meðal kvenna. Reynslan er mjög góð og mörgum konum hefur verið gert kleift að koma á fót atvinnurekstri. Það er hrein skammsýni hjá stjórnvöld að auka ekki framlag til þessa verkefnis sem fjölgar störfum og skilar auknum skatttekjum til samfélagsins.

Málefni barna.
    Frumvarpið felur í sér lækkun á heildarframlögum til málefna barna, sem endurspeglar vel forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Barnaverndarstofa gerði t.d. tillögur til ráðuneytisins um 48,5 millj. kr. viðbótarframlag, m.a. vegna nýrra verkefna, rannsókna og samstarfs við Neyðarlínu, en í frumvarpinu er einungis gert ráð fyrir 1 millj. kr. viðbótarframlagi til þeirra verkefna. Barnaverndarstofa telur að tilfinnanlega skorti viðhlítandi meðferðartilboð utan stofnana fyrir síbrotaunglinga, en sú meðferð beinist einkum að þeim sem stríða við andfélagslega hegðun og afbrotahneigð, en unglingar með langa sögu alvarlegra afbrota er sá hópur sem Barnaverndarstofa á erfiðast með að sinna. Minni hlutinn gagnrýnir að þessum málaflokki skuli ekki vera betur sinnt af stjórnvöldum sem sýnir ljóslega að allt tal stjórnarherranna um bætta stöðu fjölskyldunnar er ekki marktækt.
    Ástæða er líka til að nefna að tilvísunum til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins hefur fjölgað verulega, m.a. vegna einhverfu. Biðlistar hafa því lengst. 262 börn voru á biðlista í september 2004 en voru 325 nú í nóvember 2005. Aukning á mannafla stofnunarinnar samkvæmt fjárlögum fyrir 2004 og 2005 svarar til tæplega fjögurra stöðugilda en þörf er fyrir tólf stöðugildi. Miðað við fjárlagafrumvarpið vantar enn fimm stöðugildi til að ná biðlistum niður. Mikilvægt er að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hafi viðunandi mannafla því afar mikilvægt er fyrir þroskamöguleika barna að aðstæður þeirra séu kannaðar eins fljótt og mögulegt er eftir að tilvísun hefur borist þannig að barnið fái frumgreiningu sem fyrst. Minni hlutinn leggur því áherslu á að málefnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins þurfi að sinna betur en raun ber vitni.

Niðurstaða.
    Af framansögðu er ljóst að um verulegar vanáætlanir er að ræða í fjárlagakafla félagsmálaráðuneytisins, auk þess sem minni hlutinn gerir alvarlegar athugsemdir við hvernig ýmsir veigamiklir þættir velferðarsamfélagsins eru hornreka hjá núverandi valdhöfum. Þar er ekki síst vísað til þess hvernig verið er að grafa undir fæðingarorlofi og skerða það verulega miðað við upphafleg áform. Minni hlutinn vísar allri ábyrgð á þessu til stjórnarflokkanna.

Alþingi, 16. nóvember 2005.

Jóhanna Sigurðardóttir,
Lúðvík Bergvinsson,
Valdimar L. Friðriksson.




Fylgiskjal XII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá 1. minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október sl.
    Á fund nefndarinnar komu Davíð Á. Gunnarsson, Svanhvít Jakobsdóttir og Hrönn Ottósdóttir frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Karl Steinar Guðnason, Ragnar M. Gunnarsson og Kristján Guðjónsson frá Tryggingastofnun ríkisins, Magnús Pétursson frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, Guðmundur Einarsson og Jónas Guðmundsson frá Heilsugæslunni í Reykjavík og Jóhann Árnason, Sveinn H. Skúlason og Júlíus Rafnsson frá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
    Í frumvarpinu kemur fram að heildarútgjöld ráðuneytisins verði 129.690 millj. kr. og að gjöld umfram sértekjur verði 125.941 millj. kr. Framlög til heilbrigðis- og tryggingamála hækka um 6.813,5 millj. kr. milli áranna 2005 og 2006, að teknu tilliti til hagræðingarkröfu að fjárhæð 526,4 millj. kr. og niðurfellingar á tímabundnum fjárveitingum að fjárhæð 439,5 millj. kr. Launa- og verðlagsbætur nema 4.713 millj. kr. af hækkuninni og þannig nemur raunaukning útgjalda 2.100,2 millj. kr., eða 1,7%.
    Framlög til tryggingamála hækka samtals um 1.526,3 millj. kr. milli áranna 2005 og 2006 að teknu tilliti til hagræðingarkröfu á málaflokkinn en án launabóta og þar af er hækkun vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga 1.094 millj. kr. Framlög til sjúkrahúsa, sjúkrastofnana og sjúkrasviða heilbrigðisstofnana hækka að raunvirði samtals um 369,5 millj. kr. milli áranna 2005 og 2006.

Landspítali – háskólasjúkrahús.
    Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahús, að frádregnum sértekjum, nemi um 28.049 millj. kr. sem jafngildir um 261 millj. kr. hækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Skýrist hækkunin m.a. af framlagi til að styrkja rekstrargrunn, aukinni og nýrri þjónustu, kostnaði í tengslum við fjölgun sjúklinga með illkynja sjúkdóma, eflingu þjónustu við geðfatlaða og sjúklinga sem stríða við átröskun og af aukinni tannlæknaþjónustu.
    Á fundi með nefndinni lögðu stjórnendur sjúkrahússins m.a. áherslu á þann vanda sem snýr að rekstri þess vegna vistunarmála aldraðra og yngri fatlaðra einstaklinga. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að auka afköst sjúkrahússins með því að stytta legutíma sjúklinga og fækka sjúkrarúmum og rekstrareiningum og hefur nýting bráðasjúkrarúma sums staðar farið yfir 100%. Var upplýst að skurðaðgerðir hefðu verið felldar niður vegna þess að ekki hefði verið unnt að útskrifa sjúklinga sem áttu ekki í önnur hús að venda. Dvelja nú ríflega 100 sjúklingar á sjúkrahúsinu sem lokið hafa sérhæfðri bráða- og endurhæfingarmeðferð.
    Fyrsti minni hluti telur að brýnt sé að tryggja viðeigandi úrræði fyrir þessa hópa þar sem þeir fá umönnun og hjúkrun við hæfi. Telur 1. minni hluti að lausnin geti að hluta til falist í því að styrkja heimaþjónustu og auka hvíldarinnlagnir en að jafnframt þurfi að fjölga vistrýmum á höfuðborgarsvæðinu bæði fyrir aldraða og yngri hjúkrunarsjúklinga sem þurfa vistun sem hæfir þeim sérstaklega.
    Fram kom að tekist hefði að halda rekstrarkostnaði óbreyttum og fækka sjúkrarúmum vegna þess að göngu- og dagdeildir hefðu verið efldar. Tekur 1. minni hluti undir áherslur stjórnar spítalans um að styrkja þurfi enn frekar rekstur þessara deilda til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem þar er veitt og auka skilvirkni og hagræðingu í rekstri spítalans.
    Þá fagnar 1. minni hluti þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið um byggingu nýs Landspítala og telur að miklir möguleikar á enn betri þjónustu og hagræðingu skapist við byggingu hans. Jafnframt leggur 1. minni hluti áherslu á að spítalinn þurfi að rækja starf sitt þar til nýr verður tekinn í notkun og að nauðsynlegt sé að tryggja að aðstaða sjúklinga og starfsfólks sé viðunandi og að spítalanum verði tryggt nauðsynlegt húsnæði til tímabundinna afnota á byggingartíma nýja spítalans.
    Þá tekur 1. minni hluti undir þá afstöðu stjórnenda spítalans að huga þurfi að því að taka tillit til þess í fjárlögum til spítalans að þar njóta um og yfir 500 nemendur menntunar árlega og jafnvel þurfi að endurskilgreina sameiginleg störf og skoða kostnað spítalans við mennta- og rannsóknastarfið.

Rafræn sjúkraskrá.
    Fyrsti minni hluti áréttar enn og aftur mikilvægi þess að ráðist verði af fullum krafti í að byggja upp heilbrigðisnet og innleiða rafræna samtengda sjúkraskrá í heilbrigðisþjónustunni. 1. minni hluti fagnar því að ætlaðar eru 75 millj. kr. til þess að innleiða rafræna lyfseðla og bólusetningarskrár en ítrekar enn á ný afstöðu sína til þessa brýna máls, áréttar fyrri áherslur sínar og þörfina fyrir stærri skref í þessum efnum. Í áliti nefndarinnar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2005 var lögð áhersla á að taka þyrfti markviss skref til innleiðingar rafrænnar sjúkraskrár fyrir alla heilbrigðisþjónustu, jafnt á sjúkrastofnunum sem á heilsugæslustöðvum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, og að gera þyrfti kostnaðarmat og framkvæmdaáætlun um verkið án frekari tafa. Benti nefndin þá á að auk hagræðisins af slíku kerfi mundi það tryggja öryggi ásamt betri og greiðari þjónustu fyrir sjúklinga og auka alla skilvirkni í heilbrigðisþjónustunni. Var áætlað að þessi fjárfesting næmi tæpum tveimur milljörðum kr. en að fjárhagslegur ávinningur að lokinni fjárfestingu gæti numið allt að 850 millj. kr. á ári. Gestir á fundum nefndarinnar lögðu þessar sömu áherslur á málið, bentu á að rafrænt upplýsingaflæði í heilbrigðisþjónustunni stæði langt að baki því sem tíðkast í viðskiptum og framleiðslu og að í öllum nálægum löndum væri litið á þetta sem forgangsmál. Það þarf líka að gera hér á landi.

Tryggingastofnun ríkisins og fjölgun bótaþega.
    Stjórnendur Tryggingastofnunar ríkisins lögðu á fundi með nefndinni áherslu á að stofnuninni þyrfti að skapa svigrúm til endurskipulagningar. Henni hafi á liðnum árum verið gert að taka að sér fjölmörg ný verkefni, tilkoma úrskurðarnefndar almannatrygginga, sem hafi bætt stjórnsýsluna, krefjist aukins vinnuframlags, fjölþættari rekstur flæki stjórnun og samþættingu í rekstri og samhliða hafi viðskiptavinum stofnunarinnar fjölgað. Af hálfu stofnunarinnar er lögð áhersla á að henni þurfi að gera betur kleift að hagnýta allar þær upplýsingar sem eru til staðar hjá stofnuninni með auknu fjármagni til viðhalds, til samþættingar og úrvinnslu gagna úr upplýsingakerfum og til að bæta þjónustu og auðvelda samskipti viðskiptavina við stofnunina með því að tengja saman ýmsa aðila innan heilbrigðiskerfisins. Sjálfvirk útgáfa afsláttarskírteina og rafræn skilríki í samvinnu við skattyfirvöld eru meðal þeirra möguleika á bættri þjónustu og skilvirkari samskiptum sem Tryggingastofnun bendir á.
    Fyrsti minni hluti tekur undir að nauðsynlegt er að auka möguleika stofnunarinnar á að hagnýta upplýsingarnar sem hún býr yfir og auka þannig enn frekar möguleika hennar til að greina almannatryggingakerfið.
    Nefndin hefur í fyrri álitum sínum undanfarin ár lagt áherslu á mikilvægi þess að greina ástæður mikillar fjölgunar bótaþega og að huga þurfi sérstaklega að því hvort um kerfislægan vanda geti verið að ræða, sérstaklega hvað varðar samspil lægstu launa, atvinnuleysisbóta, bóta félagslegrar aðstoðar og lífeyrisgreiðslna. Í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um ástæður fjölgunar öryrkja kemur m.a. fram að því lægri sem lægstu laun og atvinnuleysistryggingabætur eru, því meiri hvata hafi fólk sem af einhverjum ástæðum hefur þegið félagslegar bætur eða verið atvinnulaust til þess að sækja um örorkubætur. Auk annars er í skýrslunni lögð áhersla á mikilvægi þess að leitað sé allra leiða til að aðstoða öryrkja að fóta sig á almennum vinnumarkaði á nýjan leik. 1. minni hluti tekur undir mikilvægi þessa og leggur til samræmis við það áherslu á að hluta þeirra 50 millj. kr. sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að fari til aukins eftirlits með greiðslum bóta almannatrygginga verði varið til eflingar starfsendurhæfingar öryrkja. Frumvarpið gerði ráð fyrir að felldur yrði niður svokallaður bensínstyrkur aldraðra og öryrkja til að mæta 226,4 millj. kr. af hagræðingarkröfu á heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti. Því sem eftir var af þeim 720 millj. kr. sem ætlaðar voru í bensínstyrk átti að verja til aukinnar starfsendurhæfingar, eða 100 millj. kr., og til þess að hækka tekjutryggingarauka, eða 400 millj. kr. Þar sem ákveðið hefur verið að falla frá því að fella niður bensínstyrkinn ganga þessar breytingar til baka og því er ekki lengur gert ráð fyrir þeim 100 millj. kr. sem í frumvarpinu voru ætlaðar til að fjölga úrræðum í starfsendurhæfingu. Því leggur 1. minni hluti til fyrrgreinda ráðstöfun 50 millj. kr. sem frumvarpið gerir ráð fyrir til aukins eftirlits með greiðslum bóta almannatrygginga. Helmingur fyrirhugaðs framlags til starfsendurhæfingar stendur þá áfram út af borðinu að ógleymdum 400 millj. kr. af áætluðum framlögum til greiðslu bensínstyrksins, sem ætlaðar voru til að hækka tekjutryggingarauka þeirra lífeyrisþega sem minnstar tekjur hafa og engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun. Það verður þó að taka fram að ekki liggur fyrir útfærsla ráðuneytisins á hagræðingarkröfunni þar sem fallið hefur verið frá því að fella niður bensínstyrkinn. Sú útfærsla mun liggja fyrir við aðra umræðu fjárlaga. Því verður að skoða allar tölur í því ljósi.

Efling heilsugæslunnar.
    Nefndin hefur í fyrri álitum sínum lagt mikla áherslu á eflingu heilsugæslunnar og mikilvægi þess að hún geti sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. 1. minni hluti fagnar því að í frumvarpinu skuli vera gert ráð fyrir að framlög til heilsugæslunnar hækki um samtals 146,9 millj. kr. sem m.a. eru ætlaðar til reksturs tveggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, aukinnar heimahjúkrunar, eflingar geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar og til að koma á nýjum stöðum heilsugæslulækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á Egilsstöðum Jafnframt fagnar 1. minni hluti þeim nýjungum í geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar sem kynntar hafa verið, svo sem geðteymum sem annast eiga eftirfylgni með geðsjúklingum, heimahjúkrun og þjónustu barna og unglinga. Þessar nýjungar falla að þeim áherslum sem 1. minni hluti hefur áður lagt á bætt úrræði vegna sálfélagslegra vandamála í öllum aldurshópum og á þverfaglegt starf heilbrigðisstarfsmanna innan heilsugæslunnar.
    Þá hefur 1. minni hluti miklar væntingar til fyrirhugaðrar aukinnar samvinnu heimahjúkrunar heilsugæslu og félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, sameiginlegs öryggissíma og efldrar kvöld- og helgarþjónustu og telur að þetta leiði til áframhaldandi bættrar þjónustu og frekari hagræðingar.

Öldrunarþjónusta.
    Framlög til öldrunarþjónustu hækka um 337,5 millj. kr. milli áranna 2005 og 2006 og deilast á ýmis verkefni sem öll eru þörf efling á þjónustu við aldraða og fjölga hjúkrunar- og dagvistarrýmum. 1. minni hluti ítrekar stuðning við þá sameiginlegu stefnu stjórnvalda og samtaka aldraðra að öldruðum verði gert kleift að búa heima eins lengi og kostur er með þeim stuðningi sem þarf. Framlög til eflingar heimahjúkrunar hafa til samræmis við þessa stefnu verið aukin um 50 millj. kr. á ári sl. þrjú ár og enn eru framlögin aukin. Leggur 1. minni hluti jafnframt áherslu á enn frekari eflingu úrræða eins og hvíldarinnlagnir og heimahjúkrun í góðri samvinnu við félagslega heimaþjónustu. 1. minni hluti áréttar þó jafnframt þörfina á að fjölga dagvistar- og hjúkrunarrýmum þar sem framboðið er minnst miðað við fjölda aldraðra, þ.e. í Reykjavík og á Reykjanesi.
    Í nýrri stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á þjónustu við aldraða er að finna gagnlegar upplýsingar og samanburð milli landshluta og við önnur lönd, ásamt ábendingum og tillögum um hvernig bæta megi þjónustu við aldraða. Meðal þess sem bent er á er að gera þurfi er að leiðrétta misvægi framboðs hjúkrunar- og dagvistarrýma milli landshluta og fjölga þeim þar sem þörfin er mest, samræma magn og umfang heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu sveitarfélaganna, gera samræmdar kröfur um lágmarksþjónustu öldrunarheimila, samræma og styrkja störf þjónustuhópa aldraðra sem annast vistunarmat og skoða betur kostnaðarforsendur daggjalda og tengja mönnunarforsendum. Forsvarsmenn Félags forstöðumanna öldrunarstofnana fjölluðu sérstaklega um forsendur daggjalda á fundum með nefndinni og kváðu daggjöldin eftir hækkunina ekki fjarri rekstrarkostnaði en sögðu jafnframt að rekstrargrunnurinn væri vanmetinn.
    Fyrsti minni hluti hvetur eindregið til að kostnaðargrunni daggjalda verði gefinn sérstakur gaumur og að farið verði ofan í allar ábendingar og tillögur skýrslunnar með það að markmiði að bæta og samræma þjónustu við aldraða.

Alþingi, 14. nóv. 2005.

Jónína Bjartmarz,
Ásta Möller,
Siv Friðleifsdóttir,
Gunnar Örlygsson.




Fylgiskjal XIII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá 2. minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Annar minni hluti vill taka fram að enn hafa nefndarmenn ekki fengið svör við öllum þeim spurningum sem lagðar voru fram við umfjöllun um fjárlagafrumvarpið. Það er miður að vinnubrögð nefndarinnar séu með þeim hætti að í byrjun þings falli fundir ítrekað niður en síðan falli nefndin á tíma þegar loksins kemur að umfjöllun um fjárlagafrumvarpið sem hófst ekki fyrr en 4. nóvember sl. Jafnframt vill 2. minni hluti hvetja til nýrra vinnuaðferða við fjárlagagerðina og meðferð á umsóknum einstaklinga og stofnana um styrki til starfsemi sinnar. Það vinnulag sem nú er viðhaft með óskum um viðtöl er bæði gamaldags og úrelt.

Málefni aldraðra og heilabilaðra.
    Annar minni hluti vill minna á alvarlega stöðu aldraðra sem búa við það að kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra hefur minnkað þar sem skattleysismörk hafa hvorki fylgt verðlagsþróun né launahækkunum. Kjör þeirra lífeyrisþega sem minnst hafa, svo sem þeirra sem lifa á almannatryggingagreiðslum eingöngu, verður að bæta. Þriðji hver ellilífeyrisþegi lifir eingöngu á 110.000 kr. á mánuði eða minna.
    Annar minni hluti telur að stórátak þurfi til að bæta aðbúnað og aðstæður eldri borgara. Á fjórða hundrað einstaklinga er í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og þörfum þeirra þarf að mæta sem fyrst. Þá vill 2. minni hluti minna á brýna nauðsyn úrbóta í málum hjúkrunarsjúklinga undir 67 ára aldri, svo sem heilabilaðra, sem ekki fá hjúkrunarrými við hæfi.
    Annar minni hluti hvetur heilbrigðisráðuneytið til að endurskoða daggjaldakerfið þar sem rúmlega helmingur allra öldrunarstofnana í landinu er rekinn með halla. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að skoða þurfi betur kostnaðarforsendur daggjaldanna og að hið svokallaða RAI-mat sé ekki tengt við mönnunarforsendur og aðra þætti. Fulltrúar Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu sögðu á fundi heilbrigðis- og trygginganefndar að þessar stofnanir væru búnar með kjötið og komnar að beini í sparnaði.
    Mikilvægt er að fjölgað verði valkostum og úrræðum fyrir aldraða, svo sem með aukinni heimilishjálp, dagvistun og hvíldarinnlögnum, svo að komast megi hjá innlögnum á hjúkrunarheimili eða dýrari vistun. Í fjárlagafrumvarpinu er einungis gert ráð fyrir um 20 millj. kr. til aukinnar heimahjúkrunar og það er ekki vísbending um að slík þjónusta sé í forgangi hjá ríkisstjórnarflokkunum.

Rafræn sjúkraskrá og bensínstyrkur hreyfihamlaðra.
    Annar minni hluti telur löngu tímbært að tryggja nægjanlegt fjármagn í gerð rafrænnar sjúkraskrár. Ljóst er að rafræn sjúkraskrá er eitt mesta hagsmunamál sjúklinga og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu. Hún stuðlar að öryggi og eykur upplýsingaflæði ásamt því að draga úr tvíverknaði og auka skilvirkni. Því er nauðsynlegt að strax verði gerð áætlun um verkefnið, bæði hvað varðar kostnað og tímaramma. 2. minni hluti saknar áætlunar um þetta þarfa mál.
    Annar minni hluti fagnar fyrirhuguðum áformum um að hætta við að skerða bensínstyrk hreyfihamlaðra en bendir á að enn hafa ekki fengist upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu um hvar það hyggst mæta svokallaðri hagræðingarkröfu.

Heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður.
    Annar minni hluti telur að efla eigi heilsugæsluna og telur hagkvæmast og skynsamlegast að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Svo að það megi verða þarf að gera átak í málefnum heilsugæslunnar og styrkja starfsemi hennar með fleiri starfsstéttum, svo sem félagsfræðingum, auka þverfaglega vinnu og forvarnastarf og sömuleiðis samvinnu heilsugæslu og annarra stofnana innan velferðarkerfisins. Mikilvægt er að unglingamóttökur fái aukið svigrúm, því þar sem það hefur verið, svo sem á Akureyri og Hafnarfirði, hefur starfsemin gengið afar vel og haft mikið forvarnagildi. En fjármagn þarf að fylgja slíkum nýmælum.
    Auk þess sem sálfræðingar og félagsráðgjafar þurfa að verða hluti af heilsugæslunni er mikilvægt að Tryggingastofnun semji við þessar stéttir um greiðsluþátttöku eins og heimild er fyrir í lögum. Slíkt gæti borgað sig á skömmum tíma, t.d. með minnkandi lyfjaneyslu, en þrátt fyrir lagaheimild og viðurkennda þörf hefur fé ekki fengist til þessa þáttar.
    Annar minni hluti minnir á að enn eru nokkur þúsund manns án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu og brýnt er að leysa þann vanda.

Landspítali – háskólasjúkrahús.
    Annar minni hluti hvetur til að skoðað verði vandlega hvort ekki eigi að stofna gjörgæsludeild eða hágæsludeild inni á Barnaspítala Hringsins. Komið hefur í ljós að vegalengdin á milli barnaspítalans og gjörgæsludeildar inni á Landspítala getur verið of löng í bráðatilvikum.
    Annar minni hluti hvetur til að svokallaður fráflæðisvandi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi verði leystur sem fyrst. Það er engin skynsemi í því að hafa allt að 100 manns á hátæknisjúkrahúsi sem væri betur sinnt á öðrum stofnunum og það væri mun ódýrara fyrir íslenska skattgreiðendur. Skurðaðgerðir eru ítrekað felldar niður vegna þess að sjúklingar sem eru útskriftarhæfir eiga ekki í önnur hús að venda.
    Annar minni hluti vill efla göngu- og dagdeildir Landspítalans og greina kostnað við kennslu heilbrigðisstétta inni á spítalanum þannig að öllum sé kunnugt um hversu stór hluti hann er af kostnaði við rekstur spítalans.

Önnur heilbrigðisþjónusta.
    Annar minni hluti leggur áherslu á að tryggja þurfi nægjanlegt fé á næsta ári í tæknifrjóvganir til að mæta þörf fyrir slíka þjónustu. Sömuleiðis eru vaxandi biðlistar á Reykjalundi eftir offituaðgerðum og við þeim þarf að bregðast. 2. minni hluti vill einnig ítreka mikilvægi öflugrar heilsugæslu úti á landi og telur að vel þurfi að standa að málefnum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
    Annar minni hluti hvetur til þess að þjónustuþörf geðsjúkra verði mætt og að eftirfylgni verði fullnægjandi og minnir á að um 70–100 einstaklingar með geðrænan vanda eru taldir heimilislausir.
    Að lokum vill 2. minni hluti áskilja sér fullan rétt til að benda á fleiri atriði sem betur mættu fara þegar kemur að skiptingu opinbers fjár.

Alþingi, 14. nóv. 2005.

Ágúst Ólafur Ágústsson,
Ásta R. Jóhannesdóttir,
Guðrún Ögmundsdóttir,
Þuríður Backman.




Fylgiskjal XIV.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá samgöngunefnd.



    Samgöngunefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október 2005.
    Nefndin fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Odd Einarsson, Unni Gunnarsdóttur og Bergþór Ólason frá samgönguráðuneyti og gerðu þau grein fyrir þeim liðum frumvarpsins sem snerta ráðuneytið. Að auki komu á fund nefndarinnar Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri ásamt Kristjáni Vigfússyni til að ræða þann hluta frumvarpsins sem snýr að verksviði Siglingamálastofnunar, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri til að ræða þann hluta frumvarpsins sem snýr að verkefnum Flugmálastofnunar og Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri til að ræða þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem snýr að vegamálum.
    Nefndin tekur undir athugasemdir vegamálastjóra varðandi skiptingu á heildarútgjöldum Vegagerðarinnar en ýmislegt sem fellt er undir liðinn Almennur rekstur heyrir í raun undir liðinn viðhald og þjónusta. Þá tekur nefndin undir athugasemdir hans er varða Umferðarstofu og stöðu hennar í frumvarpinu.
    Nefndin vekur athygli á stöðu mála í flugstöðinni á Egilsstaðaflugvelli og aðstöðu til vegabréfa- og tollskoðunar við Seyðisfjarðarhöfn en þar er aðstaða óviðunandi. Nefndin leggur áherslu á að úr þessu verði bætt.
    Tvö erindi bárust nefndinni til umfjöllunar undir safnliðnum 10-190-1.12, Vetrarsamgöngur og vöruflutningar. Nefndin telur rétt að vísa þessum erindum aftur til fjárlaganefndar og gerir athugasemd við að erindi frá Skáleyjaferðum sé undir þessum lið.
    Nefndin leggur til skiptingu á safnliðnum 10-190-1.42, Gestastofur, söfn og markaðsstarf, sem sjá má á meðfylgjandi blaði.
    Nefndin leggur einnig til skiptingu á lið 10-190-1.90, Ýmislegt, sbr. lista á meðfylgjandi blaði.
    Nefndin gerir tillögu um að af liðnum 10-190-1.98, færist 4 millj. kr. yfir á liðinn 10-190- 1.90.
    Guðmundur Hallvarðsson formaður og Magnús Stefánsson skrifa undir álitið með fyrirvara þar sem þeir sitja í fjárlaganefnd.
    Kristján L. Möller, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðjón A. Kristjánsson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 11. nóv. 2005.


Guðmundur Hallvarðsson, form., með fyrirvara,
Hjálmar Árnason,
Anna Kristín Gunnarsdóttir, með fyrirvara,
Guðjón Hjörleifsson,
Kristján L. Möller, með fyrirvara,
Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Guðjón A. Kristjánsson, með fyrirvara,
Magnús Stefánsson, með fyrirvara,
Þórunn Sveinbjarnardóttir, með fyrirvara.




Fylgiskjal XV.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (11 Iðnaðarráðuneyti).

Frá iðnaðarnefnd.



    Iðnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 7. október 2005.
    Nefndin fékk á sinn fund Kristján Skarphéðinsson og Helga Bjarnason frá iðnaðarráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess.
    Heildargjöld iðnaðarráðuneytisins árið 2006 eru áætluð 4.897 millj. kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 802 millj. kr. en þær nema 16,4% af heildargjöldum ráðuneytisins.
    Helstu breytingar á milli ára eru að rekstrargjöld ráðuneytisins hækka um 135 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs. Auk launa- og verðlagshækkana munar þar mest um 30 millj. kr. tímabundið framlag til olíuleitar, 20 millj. kr. vegna byggðaáætlunar og 12,5 millj. kr. vegna innleiðingar vatnatilskipunar ESB.
    Framlag til neyslu og rekstrartilfærslna hækkar um 217 millj. kr. Þyngst vegur 120 millj. kr. hækkun til Tækniþróunarsjóðs og 100 millj. kr. hækkun framlaga til niðurgreiðslna rafhitunarkostnaðar.
    Iðnaðarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að óvissu um starfsemi Byggðastofnunar verði eytt. Byggðastofnun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í byggðastefnu stjórnvalda og mikilvægt er að því hlutverki verði sinnt áfram.
    Nefndin telur brýnt að fylgst verði með þróun nýrra raforkulaga og mikilvægt að úttekt verði gerð á áhrifum lagabreytinga á kaupendur og einstök landsvæði.
    Iðnaðarnefnd fagnar sérstaklega vel heppnuðum endurgreiðslum til kvikmyndagerðar hér á landi. Ljóst er að íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur eflst gríðarlega í kjölfar aðgerðanna. Jafnframt hafa einstök landsvæði og ferðaþjónustan notið sérstaklega aukinna umsvifa erlendra aðila í kvikmyndagerð hér á landi.
    Fimm erindi bárust nefndinni til umfjöllunar undir safnliðnum 11-299-1.50, Nýsköpun og markaðsmál. Nefndin leggur til að Fagráð textíliðnaðarins fái 4 millj. kr. framlag. Öðrum erindum vísar nefndin aftur til fjárlaganefndar.
    Birkir J. Jónsson, formaður, Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir skrifa undir álitið með fyrirvara þar sem þau sitja í fjárlaganefnd.
    Sigurður Kári Kristjánsson, Jóhann Ársælsson og Sigurjón Þórðarson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 11. nóv. 2005.

Birkir J. Jónsson, form., með fyrirvara,
Einar Oddur Kristjánsson, með fyrirvara,
Kjartan Ólafsson,
Helgi Hjörvar, með fyrirvara,
Jóhann Ársælsson, með fyrirvara,
Sigurður Kári Kristjánsson, með fyrirvara,
Sigurjón Þórðarson, með fyrirvara,
Gunnar Örlygsson,
Katrín Júlíusdóttir, með fyrirvara.




Fylgiskjal XVI.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (14 Umhverfisráðuneyti).

Frá meiri hluta umhverfisnefndar.



    Umhverfisnefnd hefur fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar til nefndarinnar dags. 7. október 2005. Nefndin fékk til sín á fund fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Hrafnhildi Þorvaldsdóttur. Hún fjallaði um þann hluta frumvarpsins sem varðar umhverfisnefnd og svaraði spurningum nefndarmanna.
    Heildargjöld umhverfisráðuneytisins á árinu 2006 eru áætluð 5.032 millj. kr. á rekstrargrunni en frá dragast sértekjur að fjárhæð 595 millj. kr. Gjöld umfram tekjur eru því 4.438 millj. kr.
    Heildarfjárveiting til ráðuneytisins hækkar um 72,8 millj. kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Munar þar mest um nýtt viðfangsefni 1.36 Rannsóknir og útrýming á mink en tillaga er gerð um 45 millj. kr. tímabundna fjárveitingu í tvö ár til útrýmingar á mink á þremur afmörkuðum landsvæðum. Einnig er gerð tillaga um 15 millj. kr. fjárveitingu vegna skráningar- og viðskiptakerfis með heimildir Íslands til útstreymis gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Kyoto-bókunarinnar sem kallar á eflingu starfs Íslands að loftslagsmálum á ýmsum sviðum.
    Í málefnaflokknum umhverfisvernd lækkar heildarfjárveiting um 223 millj. kr að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Þar munar mest um 285 millj. kr. lækkun hjá Úrvinnslusjóði vegna frestunar á álagningu úrvinnslugjalds. Starfsemi sjóðsins hefur farið hægar af stað en ráð var fyrir gert og ítrekað hefur orðið að fresta álagningu gjaldsins á nokkra vöruflokka. Þess má geta að samkvæmt frumvarpi ráðherra sem lagt var fram nú í haust er lögð til lækkun úrvinnslugjalds á hjólbarða. Lagt er til í frumvarpinu að gjaldið verði lækkað úr 30 kr./kg í 20 kr./kg. Verði frumvarpið óbreytt að lögum má reikna með að tekjur af úrvinnslugjaldi hjólbarða lækki um 72 millj. kr. á ársgrundvelli. Þá má nefna 65 millj. kr. hækkun á skilagjaldi og umsýsluþóknun sem rennur til Endurvinnslunnar hf.
    Samkvæmt frumvarpinu hækkar fjárveiting til Umhverfisstofnunar um 14 millj. kr. að frátöldum launa- og verðlagsbótum. Þannig verði 9 millj. kr. varið til að koma upp heilsársgestastofu í Mývatnssveit. Auk þess er gerð tillaga um 8 millj. kr. fjárveitingu til styrkingar fjárhagsgrunns þjóðgarðanna í Jökulsárgljúfrum og á Snæfellsnesi til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu á svæðunum. Tvö tímabundin framlög falla niður: 6 millj. kr. framlag til að útbúa verndaráætlun fyrir Mývatn og 4 millj. kr. framlag vegna stækkunar þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.
    Heildarframlag til skipulagsmála lækkar um 70,1 millj. kr. að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Munar þar mest um 101 millj. kr. lækkun Ofanflóðasjóðs, en framlag til framkvæmda lækkar tímabundið til að mæta markmiðum um aðhald í ríkisfjármálum. Þá hækkar framlag til skipulagsmála sveitarfélaga um 20 millj. kr.
    Heildarfjárveiting til rannsókna lækkar um 14,5 millj. kr. að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Tímabundnar fjárveitingar sem falla niður nema 62,5 millj.kr., en gerð er tillaga um 54,4 millj. kr. til nýrra verkefna. Lagt er til að fjárveiting til Náttúrufræðistofnunar hækki um 33,8 millj. kr. að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Framlag til náttúrustofa lækkar að grunngildi um 35 millj. kr. og skýrist lækkunin af því að niður fellur 5 millj. kr. tímabundið framlag sem veitt var til hverrar stofu á fjárlögum 2005. Samkvæmt frumvarpinu hækkar fjárveiting til Veðurstofu Íslands um 11,6 millj. kr. frá fjárlögum 2005 en að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum lækkar fjárveitingin um 14,5 millj. kr. Tvö tímabundin framlög falla niður; 15 millj. kr. til kaupa á búnaði til móttöku fjarkönnunargagna í tengslum við samstarf við Veðurathugunarstofnun Evrópu og 5 millj. kr. framlag frá fjárlögum 2003 til kaupa og uppsetningar á vindmælum á mönnuðum veðurathugunarstöðvum.
    Hvað varðar skiptingu safnliða telur nefndin eðlilegast að verkefni ORION-ráðgjafar heyri undir Ofanfljóðasjóð, að erindi Félags meindýraeyða falli undir svið menntamála og að erindi Reynis Bergsveinssonar (þróun á minkasíum) falli undir þá fjárveitingu sem gerð er tillaga um í fjárlagafrumvarpinu á viðfangsefni 14-140-1.36 Rannsóknir og útrýming á mink.
    Umhverfisnefnd leggur áherslu á að fé þurfi að veita til gerðar náttúrufarskorta. Á umhverfisþingi árið 2003 kom fram að eitt brýnasta verkefnið á sviði umhverfisverndar væri að vinna að kortagerð. Slík kort eru m.a. forsenda faglegra vinnubragða við umhverfismat, gerð skipulagsáætlana og framkvæmd umhverfislöggjafar. Þessi áhersla nefndarinnar hefur komið fram í áliti nefndarinnar sl. tvö ár. Í þessu skyni leggur nefndin til að 1,8 þeirra 7,3 millj. kr. sem gert er ráð fyrir samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 að verði veittar til ýmissa verkefna, verði ráðstafað til þessa verkefnis.

Alþingi, 14. nóvember 2005

Guðlaugur Þór Þórðarson, form.,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Kristinn H. Gunnarsson, varaform.,
Ásta Möller,
Mörður Árnason,
Kjartan Ólafsson,
Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir.




Fylgiskjal XVII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006 (14 Umhverfisráðuneyti).

Frá minni hluta umhverfisnefndar.



    Minni hlutinn gerir alvarlega athugasemd við vinnutilhögun umhverfisnefndar þetta árið. Það hefur verið til siðs að kalla forstöðumenn helstu stofnana umhverfisráðuneytisins fyrir nefndina til að svara spurningum um helstu verkefni stofnananna og fjárhagsstöðu þeirra. Á þeim fundi þegar fjárlagafrumvarpið var tekið til umfjöllunar óskaði minni hlutinn eftir því að forstöðumenn Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Landmælinga Íslands yrðu kallaðir fyrir nefndina. Við því var orðið, enda talið að frestur sá sem fjárlaganefnd gaf nefndinni til umfjöllunar um málið fengist framlengdur um einn dag. Þegar fundarboð barst til nefndarmanna seint 11. nóvember var ljóst að einungis forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands hefði verið boðaður á fund mánudagsmorguninn 14. nóvember og þá var ljóst að ekki ynnist tími til að óska skriflegra umsagna frá forstjórunum. Ekki bárust fullnægjandi svör frá formanni nefndarinnar við umkvörtunum minni hlutans. Af þessum sökum má ljóst vera að nefndarmenn höfðu ekki nauðsynlegar forsendur til að mynda sér skoðanir á helstu liðum fjárlagafrumvarpsins, svo sem venja hefur verið og hlýtur álit nefndarinnar því að vera nokkuð langt frá því sem verið gæti.
    Hvað varðar stöðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, þá kom fram í máli forstjóra hennar Jóns Gunnars Ottóssonar að í frumvarpinu væri loksins orðið við beiðni stofnunarinnar um lækkaða sértekjukröfu. Þannig væri hún færð niður um 25 millj. kr. í rúmlega 108 millj. kr. Það er þó 18 millj. kr. of há upphæð ef miðað er við áætlun stofnunarinnar. Það er mat minni hluta umhverfisnefndar að þurft hefði að stíga skrefið til fulls og lækka sértekjukröfuna niður í 90 millj. kr., enda má gera ráð fyrir að áætlanir stofnunarinnar séu nokkuð nákvæmar. Þá er forstjóri afar sáttur við framlag það er stofnunin fær samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2005, en þar er gert ráð fyrir að 39 millj. kr. hali, sem stofnunin hefur safnað undanfarin ár, verði þurrkaður út. Minni hlutinn fagnar því að gripið skuli til þessara aðgerða, enda stofnunin búin að hagræða meira en góðu hófi gegnir í rekstri sínum, svo mikið hefur aðhaldið verið að það var farið að bitna á lögboðnum verkefnum stofnunarinnar. Minni hlutinn gerir við það athugasemd að stofnunin skuli ekki fá fjárveitingu til gerðar náttúrufarskorta, en í fyrra fékk hún 7,5 millj. kr. til verkefnisins. Tekur minni hlutinn undir kröfur meiri hlutans sem fram koma í áliti hans til fjárlaganefndar. Loks telur minni hlutinn ámælisvert að nefnd sem ætlað er að vinna að frumvarpi til nýrra laga um Náttúruminjasafn skuli ekki hafa komið saman í tvö ár og að ekki skuli gert ráð fyrir framlagi til endurnýjaðs Náttúruminjasafns í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið.
    Hvað varðar afgreiðslu safnliða vill minni hlutinn árétta það sjónarmið, sem hann gerði grein fyrir í áliti sínu til fjárlaganefndar á síðasta ári, þess efnis að hann telji rétt að koma styrkveitingum Alþingis í formlegan farveg í fagráðuneytunum, þar sem stofnaðir yrðu sjóðir með faglega yfirstjórn, sem auglýstu eftir styrkjum einu sinni til tvisvar á ári. Slíkir sjóðir störfuðu eftir ákveðnum reglum um úthlutanir og auglýsingar styrkja. Þannig yrði eftir föngum reynt að tryggja að öllum væri ljóst fyrirkomulag slíkra styrkveitinga og allir ættu því jafnan aðgang og jafna möguleika. Þá telur minni hlutinn einnig að koma þurfi fjárveitingum til frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfis- og náttúruverndar í fastari skorður en nú er. Hvatt er til þess að samstarf ráðuneytisins og samtaka af þessu tagi verði tekið til skoðunar og tryggt að með það fari samkvæmt ákvæðum og hugmyndafræði Árósasamningsins.
    Minni hlutinn telur mjög miður að ekki skuli hafa reynst mögulegt að skoða nánar fjárveitingar á sviði umhverfisráðuneytisins en hér er gert. Það sem upp á vantar verður að bíða munnlegrar greinargerðar við 2. og 3. umræðu fjárlagafrumvarpsins.

Alþingi, 14. nóvember 2005.

Kolbrún Halldórsdóttir.