Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 394. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 489  —  394. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um birgðir inflúensulyfja vegna fuglaflensu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Eru enn til birgðir af inflúenslulyfjum (Tamiflú og Relansa) sem nægja fyrir þriðjung þjóðarinnar, eru áform um að auka þær birgðir, og þá hve mikið?
     2.      Hvernig er haldið utan um þær birgðir inflúenslulyfja sem keyptar hafa verið á undanförnum mánuðum? Er lyfið geymt til notkunar ef heimsfaraldur skellur á eða hafa læknar getað ávísað því að vild sl. mánuði?
     3.      Hverjir munu fá lyfið ef heimsfaraldur brýst út, mun fólk í ákveðnum starfsstéttum, aldursflokkum eða með ákveðna sjúkdóma hafa forgang?
     4.      Hver mun sjá um birgðahald og dreifingu á lyfinu ef heimsfaraldur skellur á?
     5.      Hafa heilbrigðisyfirvöld einhverja samvinnu við yfirmenn herstöðvarinnar í Keflavík vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs, hefur verið undirbúin aðgerðaáætlun fyrir íbúa varnarsvæðisins og, ef svo er, eru íslensk stjórnvöld sátt við hana?


Skriflegt svar óskast.