Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 344. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 574  —  344. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga.

(Eftir 2. umr., 8. des.)



1. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að víkja frá ákvæðum þessa hluta, þó ekki ákvæðum varðandi ábyrgðartryggingar í 46. gr., þegar vátrygging er tekin vegna atvinnurekstrar og einhverju eftirfarandi skilyrða er fullnægt:
     a.      umfang rekstraraðilans við gerð vátryggingarsamnings eða við endurnýjun hans samsvarar fleiri en fimm ársverkum,
     b.      starfsemin fer að mestu leyti fram erlendis,
     c.      vátrygging er tekin vegna skráðs loftfars,
     d.      vátryggðar eru vörur í flutningi á milli landa.

2. gr.

    Við 4. mgr. 61. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá gilda ákvæði um hópvátryggingar í þessum hluta laganna ekki um persónutryggingar launþega samkvæmt kjarasamningum.

3. gr.

    Í stað orðsins „líftryggingum“ í 2. mgr. 85. gr. laganna kemur: hreinum áhættulíftryggingum.

4. gr.

    2. mgr. 86. gr. laganna orðast svo:
    Í öðrum persónutryggingum en hreinum áhættulíftryggingum getur félagið í skilmálum gert fyrirvara um að það beri einungis ábyrgð á sjúkdómi eða öðru tjónsatviki, að einkenni eða atvik hafi komið fram eftir ákveðið tímamark. Hið sama á við um vátryggingu á örorku í tengslum við líftryggingu.

5. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 100. gr. laganna orðast svo: Vátryggingarfjárhæð, sem fellur til við andlát vátryggingartaka, rennur til maka hans, hvort sem viðkomandi var í hjúskap eða staðfestri samvist.

6. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „93. gr.“ í 3. málsl. 2. mgr. 120. gr. laganna kemur: 94. gr.

7. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.