Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 422. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 639  —  422. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um upplýsingaskyldu bankastofnana.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hafa stjórnarmenn og æðstu stjórnendur bankastofnana gert sundurliðaða grein fyrir fjárhæðum lána og veðsetningum, ábyrgðum og tryggingum til handa stjórnarmönnum og æðstu stjórnendum eða nátengdum aðilum ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála frá því að kauphöllin setti reglur þar að lútandi á árinu 2003? Óskað er sundurliðaðra upplýsinga eftir bankastofnunum og skýringa hafi þetta ekki komið fram í ársreikningum.
     2.      Hvert er eðli og umfang þessara viðskipta frá því um mitt ár 2003, sbr. ákvæði 2.5.2. í reglum kauphallarinnar? Svar óskast sundurliðað eftir bankastofnunum og einstaka stjórnarmönnum og æðstu stjórnendum.
     3.      Hafa bankarnir veitt stjórnendum sínum óvenjuleg lán sem geta talist verðmótandi og ber að tilkynna hverju sinni samkvæmt reglum kauphallarinnar (ákvæði 2.2.1.) frá miðju ári 2003? Sé svo er óskað sundurliðaðra upplýsinga um lánin, greiðslukjör, veðsetningar, ábyrgðir og aðra helstu skilmála eftir bankastofnunum, einstaka stjórnarmönnum og æðstu stjórnendum.


Skriflegt svar óskast.