Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 766. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1115  —  766. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um rekstrarvanda Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Frá Bjarkeyju Gunnarsdóttur.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við skertri þjónustu á Heilbrigðisstofnun Austurlands, yfirvofandi lokunum deilda og uppsögnum starfsfólks vegna viðvarandi rekstrarvanda stofnunarinnar síðustu ár?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir aukinni fjárveitingu á fjáraukalögum þessa árs vegna erfiðrar rekstrarstöðu stofnunarinnar?
     3.      Mun ráðherra láta endurmeta rekstrargunn stofnunarinnar með tilliti til aukinna umsvifa á svæðinu og íbúafjölgunar?
     4.      Hyggst ráðherra efla starfsemi stofnunarinnar að íbúar á Austurlandi hafi aðgang að sérfræðingum á algengustu sérsviðum heilbrigðisþjónustunnar?