Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 769. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1130  —  769. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um skoðanakannanir.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Telur ráðherra að það sé eðlilegt og samrýmast kröfum um fagleg vinnubrögð óháðra vísindastofnana að stofnun á vegum Háskóla Íslands standi fyrir gerð skoðanakannana um kjör til sveitarstjórna í aðdraganda kosninga áður en lögbundinn frestur til að skila inn framboðum hefur runnið út?
     2.      Telur ráðherra það eðlilegt að utanaðkomandi fyrirtæki eða einkaaðilar geti keypt stofnun á vegum Háskóla Íslands til verka af þessu tagi?
     3.      Telur ráðherra eðlilegt að háskólastofnanir keppi við einkafyrirtæki um framkvæmd slíkra kannana?