Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 773. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1149  —  773. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um nýtanlegt vatnsafl og æskilega álframleiðslu á ári.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hversu mörg teravött telur ráðherra að megi fá árlega úr vatnsafli hérlendis með hagkvæmum hætti og að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða?
     2.      Er ráðherra enn þeirrar skoðunar sem hann lýsti í ræðu á iðnþingi 18. mars 2005 að „þegar framleiðsla í stóriðju verði komin í sem svarar til einnar milljónar tonna álframleiðslu á ári verði af ýmsum ástæðum rétt að láta gott heita“ (endursögn Íslensks iðnaðar mars–apríl 2005)?