Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 673. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1151  —  673. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um loðnuleit og loðnumælingar.

    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Hafrannsóknastofnunarinnar og fylgir hér svar hennar.

     1.      Hve margar stofnstærðarmælingar voru gerðar á loðnu í janúar, febrúar og mars ef undanskilin er sú sem notuð var til grundvallar tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark og greint er frá í nýlegu svari ráðherra við fyrirspurn (þskj. 831)?
     2.      Hvenær voru þessar mælingar gerðar, með hvaða rannsóknaskipum og hverjir voru leiðangursstjórar?

    Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fór frá Reyðarfirði 3. janúar og var við rannsóknirnar til 3. mars með litlum hléum. Samhliða loðnumælingum voru gerðar rannsóknir á veiðarfærum, svo og mælingar á íslenskri sumargotssíld út af Austurlandi. Ef þær rannsóknir eru frátaldar var rannsóknaskipið Árni Friðriksson í 43 daga við loðnumælingar og leit á umræddu tímabili. Eftirfarandi myndir 1–4 sýna leiðarlínur skipsins í leiðöngrunum. Ef undan er skilin sú mæling sem greint er frá í nýlegu svari ráðherra við fyrirspurn (þskj. 831, 537. mál) voru allar mælingar gerðar á þessu tímabili taldar ómarktækar.
    Auk fyrrgreindra leiðangra var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni leitað loðnu í febrúar (í leiðangri B2 – 6/2–26/2 Ástand sjávar, vistfræði Íslandshafs). Var leitað út af Vestfjörðum og fyrir vestanverðu Norðurlandi í þeim leiðangri. Auk þess var fylgst með mælum fyrir Austurlandi og loðna mæld grunnt út af vestanverðu Suðurlandi undir lok febrúar. Í leiðangrinum náðist engin marktæk mæling á stærð veiðistofns loðnu og því hafa formlegir útreikningar á niðurstöðum mælingarinnar ekki verið gerðir. Samtals var Bjarni skráður þrjá daga við loðnuleit í febrúar. Leiðarlínur rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar eru sýndar á mynd 5.
    Samtals voru því 48 dagar við loðnumælingar og leit á umræddu tímabili. Leiðangursstjóri í öllum leiðöngrunum á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni var Sveinn Sveinbjörnsson og Héðinn Valdimarsson var leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.

     3.      Hvernig voru leiðarlínur rannsóknaskipa við þessar mælingar og hvernig leit þéttleikadreifing loðnunnar út, færð á kort eftir mæligildum?

    Sjá eftirfarandi myndir um leiðangrana. Stærð hringjanna á myndunum tákna magn loðnu yfir hverri sigldri sjómílu. Skalinn er sá sami á öllum myndunum.

     4.      Hver var áætluð stærð loðnuárganga í hverri þessara mælinga, í fjölda og tonnum?

    Stærð loðnuárganga hefur ekki verið reiknuð nema í þeirri mælingu sem lögð var til grundvallar ráðgjöf.

     5.      Hversu mörgum úthaldsdögum hafrannsóknaskipa var varið til loðnuleitar og loðnumælinga nú eftir áramót?

    Samtals hefur 48 dögum verið varið til loðnuleitar og loðnumælinga frá áramótum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 1. Leiðangur A1 – 2006, 2.–25. janúar. Leiðarlínur og þéttleikadreifing færð á kort eftir mæligildum. Stærð hringja táknar meðalendurvarpsgildi á hverja siglda sjómílu.

Mynd 2. Leiðangur A2 – 2006, 26. janúar – 2. febrúar. Leiðarlínur og
þéttleikadreifing loðnu færð á kort eftir mæligildum. Stærð hringja táknar meðalendurvarpsgildi á hverja siglda sjómílu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Mynd 3. Leiðangur A3 – 2006, 6.–17. febrúar. Leiðarlínur og þéttleikadreifing


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


loðnu færð á kort eftir mæligildum. Stærð hringja táknar
meðalendurvarpsgildi á hverja siglda sjómílu.

Mynd 4. Leiðangur A4 – 2006, 21. febrúar – 3. mars. Leiðarlínur og þéttleikadreifing loðnu færð á kort eftir mæligildum. Stærð hringja táknar meðalendurvarpsgildi á hverja siglda sjómílu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

























Mynd 5. Leiðangur B2 – 2006. Leiðarlínur og þéttleikadreifing loðnu færð á kort eftir mæligildum. Stærð hringja táknar meðal endurvarpsgildi á hverja siglda sjómílu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.