Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 675. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1235  —  675. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, o.fl., nr. 69 12. desember 1963.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur og Stefán Eiríksson frá dómsmálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Fangelsismálastofnun ríkisins, Lögmannafélagi Íslands og ríkislögreglustjóranum.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi hér á landi við framkvæmd innheimtu sekta og sakarkostnaðar milli Norðurlandanna sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur annast. Lagt er til að ráðherra verði heimilt að fela lögreglustjóra eða öðrum aðila á landsvísu að annast verkefnið.
    Á fundum nefndarinnar kom fram að ætlunin væri að flytja verkefnið til embættis sýslumannsins á Blönduósi sem mun einnig sjá um innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landinu í heild.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Atli Gíslason sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur álitinu.
    Björgvin G. Sigurðsson og Sigurjón Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. maí 2006.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ágúst Ólafur Ágústsson.



Birgir Ármannsson.


Guðjón Hjörleifsson.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Guðrún Ögmundsdóttir.