Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 579. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1298  —  579. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu háir styrkir hafa verið veittir til verkefna er tengjast öldrunarmálum úr Framkvæmdasjóði aldraðra og hverjir hafa hlotið þá, sbr. svar ráðherra í máli 367, þskj. 686, á yfirstandandi þingi, sundurliðað eftir árum, styrkþegum á hverju ári og upphæðum til hvers þeirra?
     2.      Hversu miklir fjármunir eru í sjóðnum nú?


    Tafir hafa orðið á að svara fyrirspurninni þar sem bókhaldsgögn Tryggingastofnunar ríkisins frá árinu 1999 til ársins 2002 eru komin í geymslu í Kópavogi og veruleg fyrirhöfn að nálgast þau. Ráðuneytið getur ekki veitt upplýsingar um veitta styrki frá árinu 1998 og eldri þar sem Tryggingastofnun ríkisins hefur eytt þeim bókhaldsgögnum en lögum samkvæmt þarf ekki að geyma bókhaldsgögn lengur en 7 ár.
    Í eftirfarandi töflu er listi yfir greidda styrki á árunum 1999–2004. Hér er um að ræða framlög og styrki sem ekki teljast til stofnkostnaðar né til endurbóta.
    Fjárveitingar Framkvæmdasjóðs aldraðra til stofnframkvæmda og endurbóta er 582,5 millj. kr. í fjárlögum fyrir árið 2006.

Styrkir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á árunum 1999–2004 .

Styrkþegar Ár Fjárhæð
Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, Kópavogi 2004 50.000
Blaðið Málefni aldraðra 2004 30.000
Höfn í Hafnarfirði 2004 500.000
Gunnar Kvaran 2004 240.000
Haukur Guðlaugsson 2004 210.000
Óperukórinn í Reykjavík 2004 500.000
Félag eldri borgara Vopnafirði 2004 500.000
Ellimálaráð Þjóðkirkjunnar 2004 300.000
Boði, Svavar Sigurðsson 2004 100.000
Hrafn Pálsson 2004 100.000
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Silfurtún 2004 75.000
Lionsklúbbur Búðardals, Reykhóladeild 2004 500.000
Bryndís Erlingsdóttir 2004 135.000
Rannsóknastofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum 2004 1.000.000
Háskóli Íslands 2004 4.485.800
Margrét Sigurðardóttir 2004 7.000
LHS Rannsóknastofa í öldrunarfræðum 2004 1.550.200
Djúpivogur 2004 500.000
Samtals styrkir 2004 10.783.000
Dr. Milkman 2003 103.450
Margrét Sigurðardóttir 2003 100.000
Berglind Magnúsdóttir, Guðrún Ragnarsóttir, Þórunn Björnsdóttir 2003 300.000
Lovísa Einardóttir 2003 45.000
Helga Björk Haraldsdóttir 2003 336.000
Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar 2003 160.000
Tónaljón 2003 30.000
Háskóli Íslands 2003 4.222.000
Jón Hermannsson, Tefra Film 2003 1.000.000
Haukur Guðlaugsson og Gunnar 2003 1.000.000
Heilbrigðisstofnun Austurlands 2003 2.000.000
LHS Rannsóknastofa í öldrunarfræðum 2003 1.500.000
Samtals styrkir 2003 10.796.450
Utanríkisráðuneytið 2002 500.000
Sólvellir, dvalarheimili 2002 2.000.000
Þórunn Sveinbjörnsdóttir 2002 150.000
Helgi Hjálmsson 2002 150.000
Markarholt 2002 1.000.000
Landssamband eldri borgara 2002 180.000
Þórir Guðbergsson 2002 150.000
Háskóli Íslands 2002 4.222.000
Nefnd um breytta ímynd 2002 3.000.000
Landspítali – háskólasjúkrahús 2002 400.000
Gunnar Kvaran 2002 150.000
Haukur Guðlaugsson 2002 150.000
Söngskólinn í Reykjavík 2002 150.000
Svavar Sigurðsson 2002 10.000
Samtals styrkir 2002 12.212.000
Kvennréttindafélag Íslands 2001 100.000
Svavar Sigurðsson 2001 100.000
Dvalarheimilið Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 2001 2.500.000
Manneldisráð 2001 250.000
Emelía Gunnlaugsdóttir 2001 130.000
Bjarnheiður Jóhannsdóttir 2001 100.000
Þórir S. Guðbergsson 2001 45.000
Margrét Sigurðardóttir 2001 50.000
Nefnd um breytta ímynd 2001 1.500.000
Sjálfseignarstofnunin Markarholt 2001 2.000.000
Halldór Guðmundsson 2001 140.000
Reykhólahreppur 2001 16.000.000
Heilbrigðisstofnun Austurlands 2001 220.000
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 2001 650.000
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 2001 225.000
Stefán Þórarinsson 2001 250.000
Pálmi V. Jónsson 2001 48.482
Háskóli Íslands 2001 800.000
Ungmennafélag Íslands 2001 600.000
Öldrunarlækningasjúkrahúsið Landakoti 2001 1.500.000
Samtals styrkir 2001 27.208.482
Laufey Steingrímsdóttir 2000 1.000.000
Landssambandið „Þak yfir höfuðið“ 2000 250.000
Olga Gunnarsdóttir 2000 100.000
HUMAN – hópur um mönnunarþörf í öldrunarþjónustu 2000 1.000.000
Friðarboðinn í Hafnarfirði 2000 100.000
Hjörleifur Pálsson 2000 900.000
Háskóli Íslands 2000 800.000
Heilbrigðisstofnun Austurlands 2000 220.000
Bálind Boda 2000 10.000
Öldrunarlækningasjúkrahúsið Landakoti 2000 1.500.000
Samtals styrkir 2000 5.880.000
Eygló Stefánsdóttir 1999 70.000
Sigurður Harðarson 1999 200.000
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Stefán Ólafsson 1999 700.000
Frístundahópurinn Hana-nú 1999 100.000
Öldrunarþjónusta Reykjavíkurborgar 1999 1.500.000
Þórarinn Stefánsson 1999 150.000
Þórunn Björnsdóttir 1999 60.000
FAAS 1999 100.000
Öldrunarfræðafélag Íslands 1999 50.000
Landlæknisembættið, Sigurður Guðmundsson 1999 100.000
Finnbogi Hermannson 1999 190.000
Bandalag kvenna í Rvk og Hafnarfirði 1999 100.000
Klausturhólar 1999 258.419
Heilsustofnun NLFÍ 1999 5.000.000
Guðrún Hjaltadóttir 1999 60.000
Bryndís Erlingsdóttir 1999 85.000
Dvalarheimilið Kirkjuhvoll 1999 2.500.000
Háskóli Íslands 1999 800.000
Daufblindraheimilið 1999 250.000
Ólafur Laufdal 1999 167.000
Samtals styrkir 1999 12.440.419