Ríkisútvarpið ohf.

Þriðjudaginn 23. janúar 2007, kl. 14:34:29 (3648)


133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:34]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Við tökum hér afstöðu til þess hvaða gildistími verður á þessu máli. Þannig væri þjóðinni gefinn kostur á að tjá með atkvæði sínu í vor hvort hún treysti stjórnarandstöðunni betur til að lagfæra þetta mál eða ríkisstjórnarflokkunum.

Við leggjum til að gildisákvæðinu verði frestað. En það er því miður svo, hæstv. forseti, með ríkisstjórnarflokkana að ef ófriður er í boði þá er hann valinn.