Ríkisútvarpið ohf.

Þriðjudaginn 23. janúar 2007, kl. 14:42:13 (3653)


133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:42]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp gerir hvorugt, að efla Ríkisútvarpið sem almannaútvarp né að einkavæða það, heldur verður úr einhvers konar viðrini. Hæstv. landbúnaðarráðherra til upplýsinga þá á ríkið að vera eins og hestur í hafti á samkeppnismarkaði.

Óeðlileg samkeppnisstaða Ríkisútvarpsins ohf., léleg fjárhagsstaða þess og sá skattur sem óvinsælastur verður allra skatta í sögu landsins, nefskattur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, mun skapa viðvarandi ósætti um þessa stofnun og að lokum ríða henni á slig ef ekki vildi svo vel til að 12. maí næstkomandi gefst kjósendum færi á að segja þeim stjórnendum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks upp störfum sem svo illa halda á málum. Ég segi nei.