Vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar

Mánudaginn 29. janúar 2007, kl. 18:27:53 (3939)


133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar.

415. mál
[18:27]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega rétt hjá þingmanninum að þetta er í fyrsta sinn sem gerð er tillaga um að hluta af þjóðlendu sé afsalað til lögaðila þó að hann sé í eigu ríkisins, þ.e. sameignarfélagið Landsvirkjun.

Ég tel að það sé rangt hjá honum að verið sé að ganga lengra með þessu en upphaflega var gert ráð fyrir. Ég tel að menn hafi alla tíð gengið út frá því að það framsal sem átti sér stað 1965 hafi falið í sér bæði landið sem afmarkað var, og sem sjá má í þingskjalinu hvernig er afmarkað, og vatnsréttindin. Það er í raun og veru verið að ganga frá því með þessum hætti sem menn héldu að þeir væru að gera með réttum hætti árið 1965. (Gripið fram í.)