Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 13. febrúar 2007, kl. 21:26:37 (4636)


133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[21:26]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ljóst af þessu andsvari að hæstv. umhverfisráðherra vill ekki að stóriðjan vaxi út í hið óendanlega. En hún telur að það eigi ekki að taka í taumana með neinum hætti. Ábyrgðin eigi ekki að vera hér á Alþingi. Hvar í ósköpunum á hún að vera? Hafnfirðingar hafa bara skipulagsvaldið. Þeim er sagt hjá ríkisstjórninni að þetta sé frjálst. Hvers vegna ættu þeir að velta fyrir sér einhverjum loftslagsmálum eða einhverju slíku? Þeir taka auðvitað afstöðu út frá hagsmunum sínum.

Stóriðjustefnan er í gildi í augum fólks. Það er ekki hægt að kasta ábyrgð af þessu tagi á sveitarfélögin þegar um er að ræða svo gríðarlega mikilvæga hluti.

Það þýðir ekki heldur fyrir hæstv. umhverfisráðherra að biðjast fyrir og vona að það verði ekkert af þessu. Þannig gerast hlutirnir ekki. Menn verða að taka á (Forseti hringir.) þeim hér.