SigurlS / GÖrl

Mánudaginn 19. febrúar 2007, kl. 15:01:28 (4940)

133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

varamaður tekur þingsæti.

[15:01]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur bréf um forföll þingmanns frá Gunnari Örlygssyni, hv. 10. þm. Suðvest., dagsett í dag, 15. febrúar, sem hljóðar svo:

„Þar sem ég verð í feðraorlofi næstu tvær vikur, samanber 12. gr. laga um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum, og sæki ekki þingfundi óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að varaþingmaður minn í Suðvesturkjördæmi, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Jafnframt vill forseti vekja athygli á því að settur hefur verið upp í þingsalnum sá búnaður sem hv. þingmaður þarf að nota við störf sín.