Virðisaukaskattur

Þriðjudaginn 27. febrúar 2007, kl. 16:09:04 (5524)


133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

virðisaukaskattur.

558. mál
[16:09]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vona að við náum þeim áfanga innan fárra ára, vonandi sem fyrst, að stíga skrefið jafnlangt og hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson lagði til. Hins verða menn að búa svo sem á bæ er títt og klára málið, stíga skref í þeim áföngum sem raunverulega skila árangri. Þegar menn eru í stjórnarsamvinnu vinna þeir saman að markmiðum og auðvitað felast í því málamiðlanir eins og hv. þingmaður hlýtur að gera sér grein fyrir. Ég trúi ekki öðru en að hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson þekki málamiðlanir innan síns eigin flokks um einstök málefni.

Hins vegar vil ég gjarnan ítreka það sem ég sagði áðan að þrátt fyrir að ég hefði viljað ganga lengra erum við að stíga stærri skref í að lækka skattlagningu á matvæli 1. mars nk. en nokkru sinni fyrr.