Losun gróðurhúsalofttegunda

Fimmtudaginn 01. mars 2007, kl. 23:00:11 (5887)


133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

losun gróðurhúsalofttegunda.

641. mál
[23:00]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Gallinn við frumvarpið, forseti, er auðvitað sá að það vísar til framtíðar án þess að viðurkenna það. Það býr til ástand sem getur leitt til eignarkvóta. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að búa til einhvers konar gjald fyrir þá kvóta og það er líka leið sem er í samræmi við eðlilega stefnu um að dregið verði úr losun sem verða má með því að fyrirtækin sjái sér hag í að spara kvótann.

Meginlínan og gagnrýni mín sem ráðherra hefur ekki sinnt um að svara, hvorki í andsvörum né í ræðu sinni, er auðvitað þessi uppsöfnunartúlkun sem leiðir til þess að í árslok 2012 erum við með samningsstöðu sem talin verður að mínu viti ósæmileg. (Forseti hringir.) Ég öfunda ekki þá sem þurfa að fara með það samningsumboð fyrir hönd þjóðarinnar.