Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun

Þriðjudaginn 07. nóvember 2006, kl. 18:55:12 (1166)


133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

280. mál
[18:55]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir málefnalegar athugasemdir hans og spurningar og fagna þessari umræðu. Ég bendi á að það eru einmitt mikilvægar breytingar á frumvarpinu núna frá því sem var, nú er búið að skrifa þessar tvær stoðir, tæknirannsóknir og ráðgjafarsvið, miklu skýrar en þær voru áður. Í annan stað hefur verið gerð sú mikilvæga breyting að Byggðasjóður, með sjálfstæðri stjórn og sérstökum framkvæmdastjóra, er tekinn út úr heildinni. Til að tryggja að ráðgjafarsviðið vinni einmitt að byggðamálum er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að Byggðasjóður geri samning við Nýsköpunarmiðstöð um faglega vinnslu verkefna.

Ég er þingmanninum þakklátur fyrir að koma að þessu efni vegna þess að þetta eru mikilvægir þættir sem var mjög gagnlegt að við tækjum fram í þessari umræðu núna.