Landsvirkjun

Mánudaginn 20. nóvember 2006, kl. 20:30:08 (1866)


133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

Landsvirkjun.

364. mál
[20:30]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í frumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi sömu eignar ríkisins sem gefur þessum fyrirtækjum möguleika á því að skipuleggja sig betur, nýta fjármagnið betur og styrkir þau þannig. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þessi markaður er í mótun þannig að það er of fljótt að fella dóm um samþjöppun á honum. Þar eru líka aðrir aðilar eins og Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja og fleiri mætti nefna.

Ég sagði í fyrra svari mínu í dag að það geti reynst næsta flókinn reikningur að reyna að rekja allt aftur til Marshall-aðstoðarinnar hvað hver hefur fengið og hvað hver hefur greitt í viðskiptum Reykvíkinga og Akureyringa á orkumarkaðnum og það kom einmitt fram í umræðunum áðan að þeir sem hafa staðið undir öllum þeim kostnaði og allir þeirri fjármagnsuppbyggingu eru einmitt greiðendur orkunnar, þar á meðal þá auðvitað Reykvíkingar og Akureyringar.

Ég amast ekkert við því að þetta sé rætt eða athugað, ég bendi aðeins á að það er hættulegt að gera sér í hugarlund að útreikningurinn sé einfaldur.