Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Þriðjudaginn 21. nóvember 2006, kl. 16:06:30 (1950)


133. löggjafarþing — 31. fundur,  21. nóv. 2006.

olíugjald og kílómetragjald o.fl.

357. mál
[16:06]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Það er aðeins eitt sem ég óska eftir að hæstv. ráðherra geri örlítið betur grein fyrir. Hæstv. ráðherra sagði í ræðu sinni — hann var frekar hraðmæltur og allt í lagi svo sem með það — að hann teldi að afleiðingar þessa máls kæmu ef til vill fram í auknum sektargreiðslum. Ég vil gjarnan, hæstv. forseti, að hæstv. ráðherra geri nánar grein fyrir því hvað hann á við. Hvar liggur sú sérstaka hætta sem leiðir til þess að ráðherrann gerir ráð fyrir því að brotum fjölgi og sektargreiðslum? Og þarf þá ekki að gefa um það betri leiðbeiningar en hæstv. ráðherra gerði í ræðu sinni?