Fjárlög 2007

Föstudaginn 24. nóvember 2006, kl. 10:58:15 (2246)


133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[10:58]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Stjórnarflokkarnir hafa gert samkomulag við eldri borgara og þar er tekið upp það nýmæli að taka upp frítekjumark og við ákváðum að flýta upptöku þess frá því sem ákveðið hafði verið. Það mun taka gildi um næstu áramót. Uppsafnað eru þetta 27 milljarðar á næstu fjórum árum sem munu fara til lífeyrisþega, bæði ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega. Meginhlutinn fer til ellilífeyrisþega, 18 milljarðar, en 7 til öryrkja þannig að hér er um að ræða stærsta skref sem við höfum tekið og líklega hið stærsta sem nokkur ríkisstjórn mun taka í að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja. (Gripið fram í.) Ég segi nei við þeirri tillögu sem hér er lögð til og tel að þar sé um algjört yfirboð að ræða. Ég segi nei.