Vörugjald og virðisaukaskattur

Mánudaginn 04. desember 2006, kl. 16:24:45 (2500)


133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

vörugjald, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki.

416. mál
[16:24]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er gert ráð fyrir því að aðgerðin sem slík hafi lækkunaráhrif á neysluverðsvísitölu sem nemur 2,6 til 2,7%. Til hvers það síðan leiðir þegar búið er að reikna efnahagslegu áhrifin í samhengi við annað sem er verið að gera í efnahagslífinu er síðan önnur stærð sem verður að skoða í þjóðhagslegu samhengi.