Fæðingar- og foreldraorlof

Miðvikudaginn 06. desember 2006, kl. 20:44:03 (2667)


133. löggjafarþing — 43. fundur,  6. des. 2006.

fæðingar- og foreldraorlof.

428. mál
[20:44]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef oft spurst fyrir um að hvert sé hlutverk umönnunargreiðslna. Mér hefur verið sagt að það sé til að standa undir kostnaði sem foreldrar verða fyrir, þar á meðal tekjumissi. Ég vil því spyrja hæstv. félagsmálaráðherra: Hefur verið kannað hvort sá kostnaður sé raunverulega til staðar sem umönnunarbótum er ætlað að greiða? Hve stór hluti umönnunarbóta er til greiðslu tekjumissis, hve stór hluti er ætlaður til greiðslu kostnaðar og hver er sá kostnaður?

Ef þeim er ætlað að dekka tekjumissi er náttúrlega eðlilegt að þær fari ekki saman við aðrar bætur sem er ætlað að mæta tekjumissi. Þetta skiptir töluverðu máli. Svo vildi ég spyrja hæstv. ráðherra að því: Hver er fjárhæð umönnunarbóta almennt?