Loftferðir

Föstudaginn 08. desember 2006, kl. 21:20:38 (2918)


133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

loftferðir.

389. mál
[21:20]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst nauðsynlegt að það komi fram í máli okkar hvað hér er á ferðinni því að eðli málsins samkvæmt er ekkert um það í lagaskýringatextanum eða greinargerð með frumvarpinu hvaða tilvik um sé að ræða, þ.e. ef það á að synja fötluðum manni eða hreyfihömluðum fars. Það er gert ráð fyrir því að aðstoð rekstraraðila flugvallar sé fjármögnuð með sérstöku gjaldi á notendur. Þetta virkar því eiginlega frekar undarlega á mig vegna þess að menn eru nú ekki að hoppa upp í flugvél svona yfirleitt alveg fyrirvaralaust. Þær skýringar sem hv. formaður samgöngunefndar gaf finnst mér eiginlega ekki passa alveg nógu vel við venjulegar aðstæður satt að segja.