Þingfrestun

Laugardaginn 09. desember 2006, kl. 19:02:39 (3138)


133. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2006.

þingfrestun.

[19:02]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Nú er komið að því að þinghaldinu verði frestað. Gefst þá þingmönnum færi á að sinna störfum sínum utan þingsins í kjördæmum og á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forseta fyrir gott samstarf á þessu haustþingi, þakka góð orð í okkar garð og vil fyrir okkar hönd óska forseta og fjölskyldu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þá vil ég sérstaklega þakka starfsfólki Alþingis fyrir dugnað og þolinmæði í garð okkar þingmanna og óska því gleðilegra jóla. Ég bið hv. þingmenn að taka undir góðar óskir til starfsfólks Alþingis og hæstv. forseta og fjölskyldu hennar með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]