Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 107. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 107  —  107. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um stöðuna á viðskiptabankamarkaði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur



     1.      Hver er afstaða viðskiptaráðherra til tillagna Samkeppnisstofnunar til að auka samkeppni á viðskiptabankamarkaði, sem fram komu í ágúst sl. í tengslum við útgáfu skýrslu norrænna samkeppnisyfirvalda um viðskiptabanka? Hyggst ráðherra beita sér fyrir framgangi tillagnanna með því að koma í veg fyrir aðgangshindranir að markaðnum, m.a. með niðurfellingu stimpilgjalds og afnámi uppgreiðslugjalds til að auðvelda að færa viðskipti milli banka?
     2.      Er ráðherra sammála því mati Samkeppnisstofnunar að nauðsynlegt sé að hugað verði að aðgangshindrunum að greiðslukerfum bankanna og sameiginlegu eignarhaldi banka og sparisjóða á greiðslukortafyrirtækjum?
     3.      Hvaða leiðir telur ráðherra færar til að koma í veg fyrir vaxandi samþjöppun á íslenskum bankamarkaði sem orðið hefur sl. áratug og hyggst ráðherra eða Samkeppnisstofnun grípa til aðgerða sem auka samkeppni á viðskiptabankamarkaði?