Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 240  —  237. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um merkingu varðskipa.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvers vegna er varðskipið Týr merkt „Coast Guard“ á báðum síðum skipsins í stað „Landhelgisgæslan“ eftir nýlegar endurbætur á skipinu í Póllandi?
     2.      Verða önnur varðskip Landhelgisgæslunnar merkt á ensku í stað íslensku eins og verið hefur?
     3.      Verða tæki og búnaður löggæslunnar, svo sem lögreglubílar og lögreglustöðvar, framvegis merkt á ensku en ekki íslensku?