Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 251. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 254  —  251. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um eftirgrennslana-, öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglunnar.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvenær lauk eftirgrennslana-, öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi þeirri sem upplýst hefur verið að hófst hjá lögreglu um miðbik síðustu aldar eða hefur einhver slík eftirgrennslana-, greiningar-, öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi farið fram hjá lögreglunni allt til þessa dags?
     2.      Hvert var umfang þessarar starfsemi á hverjum tíma, eða er nú? Hvers konar upplýsingum hefur verið safnað, hverjir hafa vitað af starfseminni og hverjir hafa haft aðgang að upplýsingunum?