Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 284. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 297  —  284. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um búsetumál geðfatlaðra í Reykjavík.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hver er staðan í búsetumálum geðfatlaðra í Reykjavík?
     2.      Hvenær má búast við að búið verði að lagfæra húsnæðið á Flókagötu í samræmi við nýju hugmyndafræðina sem ráðherra kynnti 9. október sl.?
     3.      Hversu mörg búsetuúrræði verða tekin í notkun á þessu ári og árlega næstu þrjú ár?
     4.      Hve margir geðfatlaðir bíða nú eftir að komast í sjálfstæða búsetu í Reykjavík?
     5.      Hversu margir þeirra búa nú á stofnunum, og þá hvaða stofnunum, og hve margir búa í heimahúsum?