Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 298. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 311  —  298. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir endurskoðun á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til skiptingar landsins í 14 umdæmi héraðsdýralækna með 17 stöðugildum? Hefur ráðherra í hyggju að leggja til breytingar á fjölda héraðsdýralækna?
     3.      Eru fyrirhugaðar einhverjar breytingar á 12. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr þar sem fjallað er um vaktsvæði dýralækna?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að ráðið verði í stöðugildi tveggja héraðsdýralækna í Austurlandsumdæmi nyrðra?