Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 444—  1. mál.




Breytingartillögur



við brtt. á þskj. 422 [Fjárlög 2007].

Frá Birki J. Jónssyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    1.     Við 16. tölul. F-liður orðist svo:
         6.90 Söfn, ýmis stofnkostnaður          86,0     4,0     90,0
             21. undirliður (Vatnasafn í Stykkishólmi) í 3. yfirliti
            (02-919-6.90) í sérstökum yfirlitum I falli brott.
    2.     B-liður 65. tölul. falli brott.
    3.     Við 71. tölul. E-liður (08-399-1.98) flytjist á lið 02-999-1.98
        og    5. undirliður (Gaulverjaskóli, meðferðarstarf) í 20. yfirliti
        (08-399-1.98) í sérstökum yfirlitum I flytjist í 10. yfirlit (02-999-1.98)
        sem hækkar þá um 8,7 m.kr.

Greinargerð.


    Í 1. tölul. er lagt til að fella niður framlag til Vatnasafns í Stykkishólmi á safnlið en þegar er gert ráð fyrir framlagi til safnsins í frumvarpinu.
    Í 2. tölul. er lagt til fallið verði frá hækkun til að fjölga húðmeðferðum í Bláa lóninu þar sem þegar er gert ráð fyrir fjárhæðinni í frumvarpinu.
    Í 3. tölul. er lagt til að framlag það sem gert er ráð fyrir að renni til meðferðarstarfs í Gaulverjaskóla á lið heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, 08-399-1.98, flytjist á lið menntamálaráðuneytis, 02-999-1.98, þar sem það á betur heima.