Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 453. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 594  —  453. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.


     1.      Hefur farið fram þarfagreining á starfsemi, framtíðaruppbyggingu og húsnæðismálum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sett var á laggirnar um mitt ár 2005, sérstaklega hvað varðar stjórnsýslu hennar og miðlæga þjónustu?
     2.      Ef svo er, hvenær fór sú þarfagreining fram, hverjir tóku þátt í henni, hvaða gögn liggja fyrir eftir þá greiningu og hver var niðurstaða hennar?
     3.      Hvað gerðu stjórnvöld til að tryggja áframhaldandi starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Heilsuverndarstöðinni þegar sala hússins var ákveðin?
     4.      Var rætt til þrautar við nýjan eiganda hússins um hvort möguleiki væri á samkomulagi þegar lá ljóst fyrir að húsnæðið sem var í boði var ekki hentugt og uppfyllti ekki kröfur í auglýsingu um að starfsemi heilsugæslunnar yrði undir einu þaki og að það lægi á útkanti þess svæðis sem var tilgreint í auglýsingu?
     5.      Hverjir eru eigendur þess húsnæðis sem tekið var á leigu, þ.e. hvaða aðilar standa að Landsafli sem er leigusali?
     6.      Var arkitektinn, sem vann að skipulagi nýja húsnæðisins, ráðinn á vegum hins opinbera eða leigusala? Ef hann var ráðinn á vegum hins opinbera, er umfang og kostnaður verkefnisins þess eðlis að bjóða hefði það út á almennum markaði í samræmi við reglur um opinberar framkvæmdir?


Skriflegt svar óskast.