Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 373. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 623  —  373. mál.




Svar


samgönguráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar um veggjöld.

     1.      Eru uppi áform á vegum samgönguyfirvalda um að veggjöld verði tekin upp víðar en í Hvalfjarðargöngunum?
    Nei.

     2.      Hefur ráðuneytið látið gera úttekt á kostum og göllum ólíkra leiða í veggjöldum, svo sem beinum tollum eða skuggagjöldum?
    Í tengslum við endurskoðun samgönguáætlunar verður lagt mat á þá kosti sem eru mögulegir.

     3.      Hefur farið fram stefnumótun af hálfu samgönguyfirvalda þegar veggjöld eru annars vegar?
    Vísað er til samgönguáætlunar og frumvarps til vegalaga.

     4.      Hafa einkaaðilar lýst yfir áhuga á þátttöku í einkaframkvæmd samgöngumannvirkja við ráðuneytið og ef svo er, hverjir hafa gert það og um hvaða framkvæmdir er þar að ræða?
    Hlutafélagið Greið leið hefur látið meta möguleika á einkaframkvæmd við gerð jarðganga í Vaðlaheiði og hlutafélagið Norðurvegur möguleikana á vegi um Kjalveg. Hafa þau áform og áætlanir verið kynntar fyrir ráðuneytinu.